Var fyrst í kúluvarpi til að fá pásu frá handboltanum en er nú komin á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 10:00 Erna Sóley Gunnarsdóttir er búin að eiga flott sumar. Íslandsmet og Íslandsmeistaratitill og svo farseðill á Ólympíuleikana í París. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Mosfellingurinn Erna Sóley Gunnarsdóttir verður fyrsti kvenkyns kúluvarpari sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum en hún er á leið til Parísar seinna í þessum mánuði. Erna Sóley bætti Íslandsmetið í kúluvarpi rétt áður en fresturinn til að ná lágmörkum á Ólympíuleikanna rann út. Það nægði henni til að koma sér upp í nægjanlega gott sæti á styrkleikalistanum sem á endanum skilaði henni til Parísar. Íslandsmetið frá því á MÍ á Akureyri um daginn var glæsilegt eða 17,91 metra kast. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Frjálsíþróttasamband Íslands birti viðtal við eina keppenda Íslands í frjálsum íþróttum á leikunum í ár. „Ég er ofboðslega ánægð að komast á leikana. Þetta er búið að vera draumur rosalega lengi og er auðvitað draumur hjá flestu frjálsíþróttafólki,“ sagði Erna Sóley í viðtalinu á heimasíðu FRÍ en þar kom líka fram að einu sinni fór íþróttakennarinn hennar á Ólympíuleikana. Íþróttakennarinn keppti á ÓL „Ég man eftir því að hafa fylgst með Ásdísi Hjálmsdóttur árið 2008 og auðvitað Óðni árið 2012 (Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari). Á þeim tíma var hann íþróttakennarinn minn og mér fannst það alveg geggjað. Ég hef alltaf litið upp til fólks sem hefur náð á Ólympíuleikana og er spennt að vera að fara sjálf núna,“ sagði Erna. Hún segir líka frá því að í fyrstu voru frjálsarnar í öðru sæti á eftir handboltanum en svo breyttist það hjá henni. „Ég byrjaði níu ára á frjálsíþróttanámskeiði á sumrin en svo fannst mér alltaf ótrúlega gaman að keppa á Gogga Galvaska. Eftir það æfði ég og keppti á sumrin. Fannst geggjað að fá pásu frá handboltanum en þegar ég var fimmtán ára ákvað ég að fara alveg út í frjálsar. Ég hef ekki snúið við síðan því ég fann mig strax í kastgreinum,“ sagði Erna. Stefnir líka á leikana í Los Angels 2028 Hún ætlar sér stóra hluti á Ólympíuleikunum í París og setur stefnuna á það að komast líka á fleiri leika í framtíðinni. „Mig langar mjög mikið að komast í úrslit á Ólympíuleikunum og fá meira en þrjú köst. Það væri auðvitað geggjað. Markmiðið er að gera mitt allra besta, vonandi fá bætingar en líka bara að njóta og hafa gaman. Taka inn reynsluna af þessu stóra móti og nota það fyrir næstu stóru mót á næstu árum. Vonandi fer ég á næstu Ólympíuleika líka,” sagði Erna. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Erna Sóley bætti Íslandsmetið í kúluvarpi rétt áður en fresturinn til að ná lágmörkum á Ólympíuleikanna rann út. Það nægði henni til að koma sér upp í nægjanlega gott sæti á styrkleikalistanum sem á endanum skilaði henni til Parísar. Íslandsmetið frá því á MÍ á Akureyri um daginn var glæsilegt eða 17,91 metra kast. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Frjálsíþróttasamband Íslands birti viðtal við eina keppenda Íslands í frjálsum íþróttum á leikunum í ár. „Ég er ofboðslega ánægð að komast á leikana. Þetta er búið að vera draumur rosalega lengi og er auðvitað draumur hjá flestu frjálsíþróttafólki,“ sagði Erna Sóley í viðtalinu á heimasíðu FRÍ en þar kom líka fram að einu sinni fór íþróttakennarinn hennar á Ólympíuleikana. Íþróttakennarinn keppti á ÓL „Ég man eftir því að hafa fylgst með Ásdísi Hjálmsdóttur árið 2008 og auðvitað Óðni árið 2012 (Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari). Á þeim tíma var hann íþróttakennarinn minn og mér fannst það alveg geggjað. Ég hef alltaf litið upp til fólks sem hefur náð á Ólympíuleikana og er spennt að vera að fara sjálf núna,“ sagði Erna. Hún segir líka frá því að í fyrstu voru frjálsarnar í öðru sæti á eftir handboltanum en svo breyttist það hjá henni. „Ég byrjaði níu ára á frjálsíþróttanámskeiði á sumrin en svo fannst mér alltaf ótrúlega gaman að keppa á Gogga Galvaska. Eftir það æfði ég og keppti á sumrin. Fannst geggjað að fá pásu frá handboltanum en þegar ég var fimmtán ára ákvað ég að fara alveg út í frjálsar. Ég hef ekki snúið við síðan því ég fann mig strax í kastgreinum,“ sagði Erna. Stefnir líka á leikana í Los Angels 2028 Hún ætlar sér stóra hluti á Ólympíuleikunum í París og setur stefnuna á það að komast líka á fleiri leika í framtíðinni. „Mig langar mjög mikið að komast í úrslit á Ólympíuleikunum og fá meira en þrjú köst. Það væri auðvitað geggjað. Markmiðið er að gera mitt allra besta, vonandi fá bætingar en líka bara að njóta og hafa gaman. Taka inn reynsluna af þessu stóra móti og nota það fyrir næstu stóru mót á næstu árum. Vonandi fer ég á næstu Ólympíuleika líka,” sagði Erna.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira