Aspir fjarlægðar á Selfossi vegna umferðaröryggis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2024 20:04 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar og hluti af öspunum, sem standa enn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er búið að saga niður flestar aspirnar við þjóðveg númer eitt þegar ekið er í gegnum Selfoss en í staðin á að gróðursetja nýja tegund trjáa við veginn og setja upp öryggisgirðingu. Aspirnar við Austurveginn á Selfossi, sem tilheyri þjóðvegi eitt í kringum landið voru gróðursettar í eyjarnar um 1990 og hafa sómt sér vel á staðnum. Sveitarfélagið Árborg og Vegagerðin ákváðu hins vegar nýlega að láta saga niður trén og er hluti þeirra horfin en nokkrar aspir standa enn sem á líklega eftir að fella líka með keðjusöginni. „Og í staðin munu koma ný reynitré, svokölluð borgartré eins og það er kallað. Verktakinn hjá Vegagerðinni er núna búin að fjarlægja hluta af öspunum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. „Eftir nokkrar vikur verðum við komin með fallega ásýnd aftur hérna á Austurveginn hjá okkur,” bætir Bragi við. En var komin tími á þessi tré eða hvað? „Já samkvæmt fagaðilum þá voru þær búnar að vera hér í tugi ára, vaxa mjög vel og dafna, þá voru þær komnar á tíma, það var eiginlega eins og þeir sögðu, hætta ef það kæmi bara mikill hvellur eða stormur, þá væri raunveruleg hætta á að þær gætu gefið sig og lagst á veginn. Þetta er bæði umferðaröryggismál og bara að við viljum alltaf reyna að fegra bæinn og þetta er svona hluti af því,” segir Bragi. Og hér sést svæðið eins og það er í dag eftir að aspirnar voru sagaðar niður. Reyniviður mun koma þarna í staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skynjar Bragi tóninn hjá bæjarbúum, eru þeir fegnir að losna við aspirnar eða er fólk leidd yfir því? „Ég heyri frekar almenna ánægju eftir að við sýndum myndirnar hvernig þetta gæti litið út á eftir en auðvitað er sál, sem fylgir trjám og maður skilur það mjög vel að það eru ekkert allir sáttir.” Og svo á að setja upp öryggisgirðingu í beðið þar sem aspirnar stóðu. Búið er að saga niður og fjarlægja allar þessar aspir við Austurveginn á Selfossi, sem tilheyrðu þjóðvegi númer eitt í gegnum Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum auðvitað að reyna að auka öryggi, að fólk nýti sér gangbrautirnar í staðin fyrir það að hlaupa yfir. Það er gríðarleg mikil umferð í kringum hringtorgið og í kringum miðbæ Selfoss, þannig að þetta á líka að vera umferðisöryggisatriði hvað það varðar að við verðum að nýta okkur gangbrautirnar en ekki hlaupa yfir þar sem best er,” segir Bragi bæjarstjóri í Árborg. Svona mun svæðið líta út með nýju trjánum og öryggisgirðingunni.Aðsend Árborg Umferðaröryggi Tré Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Aspirnar við Austurveginn á Selfossi, sem tilheyri þjóðvegi eitt í kringum landið voru gróðursettar í eyjarnar um 1990 og hafa sómt sér vel á staðnum. Sveitarfélagið Árborg og Vegagerðin ákváðu hins vegar nýlega að láta saga niður trén og er hluti þeirra horfin en nokkrar aspir standa enn sem á líklega eftir að fella líka með keðjusöginni. „Og í staðin munu koma ný reynitré, svokölluð borgartré eins og það er kallað. Verktakinn hjá Vegagerðinni er núna búin að fjarlægja hluta af öspunum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. „Eftir nokkrar vikur verðum við komin með fallega ásýnd aftur hérna á Austurveginn hjá okkur,” bætir Bragi við. En var komin tími á þessi tré eða hvað? „Já samkvæmt fagaðilum þá voru þær búnar að vera hér í tugi ára, vaxa mjög vel og dafna, þá voru þær komnar á tíma, það var eiginlega eins og þeir sögðu, hætta ef það kæmi bara mikill hvellur eða stormur, þá væri raunveruleg hætta á að þær gætu gefið sig og lagst á veginn. Þetta er bæði umferðaröryggismál og bara að við viljum alltaf reyna að fegra bæinn og þetta er svona hluti af því,” segir Bragi. Og hér sést svæðið eins og það er í dag eftir að aspirnar voru sagaðar niður. Reyniviður mun koma þarna í staðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig skynjar Bragi tóninn hjá bæjarbúum, eru þeir fegnir að losna við aspirnar eða er fólk leidd yfir því? „Ég heyri frekar almenna ánægju eftir að við sýndum myndirnar hvernig þetta gæti litið út á eftir en auðvitað er sál, sem fylgir trjám og maður skilur það mjög vel að það eru ekkert allir sáttir.” Og svo á að setja upp öryggisgirðingu í beðið þar sem aspirnar stóðu. Búið er að saga niður og fjarlægja allar þessar aspir við Austurveginn á Selfossi, sem tilheyrðu þjóðvegi númer eitt í gegnum Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum auðvitað að reyna að auka öryggi, að fólk nýti sér gangbrautirnar í staðin fyrir það að hlaupa yfir. Það er gríðarleg mikil umferð í kringum hringtorgið og í kringum miðbæ Selfoss, þannig að þetta á líka að vera umferðisöryggisatriði hvað það varðar að við verðum að nýta okkur gangbrautirnar en ekki hlaupa yfir þar sem best er,” segir Bragi bæjarstjóri í Árborg. Svona mun svæðið líta út með nýju trjánum og öryggisgirðingunni.Aðsend
Árborg Umferðaröryggi Tré Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira