„Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2024 13:07 Einar Þór Sand formaður björgunarsveitarinnar á Snæfellsnesi Vísir Það var sumar í tvo daga á Snæfellsnesi að sögn björgunarsveitarmanns á svæðinu þar sem gular viðvaranir hafa verið í gildi. Tré rifnuðu upp með rótum á Þingeyri í gær og hjólhýsi fuku í Húnavatnssýslu. Hengirúm sem sést í myndbandi hér fyrir neðan er eins konar táknmynd fyrir sumarveðrið sem íbúum á Vesturlandi og víðar hefur verið boðið upp á. Hinn sumarlegi fuglasöngur víkur fyrir háværum vindhviðum. Gríðarlegt rok var á Þingeyri í fyrradag. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Marsibil G. Kristjánsdóttir, íbúi á svæðinu ætlaði að festa óveðrið á filmu en þurfti að koma sér inn eftir að stærðarinnar grein féll beint fyrir framan hana. Á sama tíma njóta íbúar á Austurlandi veðurblíðunnar þar sem hiti fer yfir tuttugu gráður. Gular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa og í Breiðafirði vegna óvenju mikillar rigningar. Líkur eru á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi og aðstæður fyrir ferðamenn varasamar. „Það er búið að vera svona ágætis haustveður, eigum við ekki að segja það. Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur. Það hafa komið tveir sumardagar komið síðan í maí, það er ekki flóknara hér á Snæfellsnesinu,“ sagði Einar Þór Sand, formaður björgunarsveitarinnar á Snæfellsnesi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Lítið var um útköll á Snæfellsnesi í gærnótt og í fyrradag en nokkur í Húnavatnssýslu þar sem hjólhýsi fuku. Ekkert hjólhýsaveður hefur verið á Norðurlandi vestra. Eitt hjólhýsi fauk af veginum þar í fyrradag og annað daginn þar á undan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hvatti veðurfræðingur þá sem draga eftirvagna á svæðinu til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er af stað Einar sagði áðurnefnd útköll óvanaleg fyrir þennan árstíma. Margir séu orðnir þreyttir á vetrarveðrinu. „Ekki ég en auðvitað finnst fólki óþægilegt að hafa engan hita og það er ómögulegt að fara að mála glugga eða sinna einhverju svoleiðis viðhaldi því það er svo blautt. Það hefur ekki gefist neitt tækifæri til að gera neitt sem maður gerir vanalega á sumrin.“ Veður Ísafjarðarbær Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Hengirúm sem sést í myndbandi hér fyrir neðan er eins konar táknmynd fyrir sumarveðrið sem íbúum á Vesturlandi og víðar hefur verið boðið upp á. Hinn sumarlegi fuglasöngur víkur fyrir háværum vindhviðum. Gríðarlegt rok var á Þingeyri í fyrradag. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Marsibil G. Kristjánsdóttir, íbúi á svæðinu ætlaði að festa óveðrið á filmu en þurfti að koma sér inn eftir að stærðarinnar grein féll beint fyrir framan hana. Á sama tíma njóta íbúar á Austurlandi veðurblíðunnar þar sem hiti fer yfir tuttugu gráður. Gular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa og í Breiðafirði vegna óvenju mikillar rigningar. Líkur eru á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi og aðstæður fyrir ferðamenn varasamar. „Það er búið að vera svona ágætis haustveður, eigum við ekki að segja það. Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur. Það hafa komið tveir sumardagar komið síðan í maí, það er ekki flóknara hér á Snæfellsnesinu,“ sagði Einar Þór Sand, formaður björgunarsveitarinnar á Snæfellsnesi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Lítið var um útköll á Snæfellsnesi í gærnótt og í fyrradag en nokkur í Húnavatnssýslu þar sem hjólhýsi fuku. Ekkert hjólhýsaveður hefur verið á Norðurlandi vestra. Eitt hjólhýsi fauk af veginum þar í fyrradag og annað daginn þar á undan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hvatti veðurfræðingur þá sem draga eftirvagna á svæðinu til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er af stað Einar sagði áðurnefnd útköll óvanaleg fyrir þennan árstíma. Margir séu orðnir þreyttir á vetrarveðrinu. „Ekki ég en auðvitað finnst fólki óþægilegt að hafa engan hita og það er ómögulegt að fara að mála glugga eða sinna einhverju svoleiðis viðhaldi því það er svo blautt. Það hefur ekki gefist neitt tækifæri til að gera neitt sem maður gerir vanalega á sumrin.“
Veður Ísafjarðarbær Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira