Sniglarnir taka ekki þátt í mótmælum bifhjólafólks í kvöld Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júlí 2024 13:00 Mynd úr safni. Sniglar mótmæla vegna banaslyss á Kjalarnesi árið 2020. Vísir/Vilhelm Formaður Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglarnir, segir Vegagerðina vera að taka skref í rétta átt til að tryggja öryggi bifhjólafólks á vegum landsins þó að það mætti gerast hraðar. Hún segir að Sniglarnir muni ekki taka þátt í mótmælum bifhjólafólks í kvöld og að það sé ekki stefna félagsins að krefjast breytinga með reiði. Sniglarnir, bifhjólasamtök lýðveldisins, gagnrýna stjórnvöld og segja að of lítið fjármagn til viðhalds á gatnakerfinu kosti mannslíf. Félagið sótti fund með Vegagerðinni í síðustu viku til að ræða úrbætur en formaður Sniglanna segir að það sé ekki við Vegagerðina að sakast heldur stjórnvöld. Vinna í sátt og samlyndi en ekki með reiði Hópur bifhjólamanna hefur efnt til mótmæla í kvöld en þeir krefjast þess að einhver beri ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja á Kjalarnesi árið 2020. Bifhjólafólkið mun hittast á Korputorgi klukkan sjö í kvöld en Þorgerður Fríða Guðmundsdóttir, formaður Sniglanna, segir að Sniglarnir munu ekki taka þátt í mótmælunum. „Við viljum reyna að vinna allt í sátt og samlyndi, ekki með reiði. Auðvitað viljum við fá svör og að einhver taki ábyrgð en okkar herferð er núna á jákvæðu nótunum og við viljum að Vegagerðin geri betur. Þetta situr rosalega í mörgum og situr rosalega í mér því hálftíma fyrir slys þá fer maður minn með son minn aftan á yfir þetta malbik. Þetta hefði getað verið hann svo þetta situr rosalega í mér líka,“ segir Þorgerður. Ástandið bitni mest á bifhjólafólki „Þessi fundur sem við sóttum seinast vorum við að fara yfir þetta tilraunamalbik sem var sett á Reykjanesbrautina og þau voru bara svona að útskýra fyrir okkur. Þá voru settar fram kröfur frá bifhjólafólki um að setja upp skilti, hvað er þarna? Hvaða malbik er þarna?“ Segir Þorgerður sem telur tilraunaverkefni mikilvæg til að finna lausnir sem virka. Þó nokkuð hefur verið um bikblæðingar á vegum undanfarið en Þorgerður segir ástandið bitna hvað mest á bifhjólafólki og kallar eftir því að bætt verði úr merkingum á vegum. „Maður kemur kannski á þjóðveginum á mest 90 svo allt í einu kemur nýlögð klæðning, við bremsum ekkert á því. Þá bara skautum við og rennum út af. Þessar merkingar þurfa að vera svolítið frá þannig við getum hægt okkur niður áður en við förum á nýja klæðningu.“ Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Sniglarnir, bifhjólasamtök lýðveldisins, gagnrýna stjórnvöld og segja að of lítið fjármagn til viðhalds á gatnakerfinu kosti mannslíf. Félagið sótti fund með Vegagerðinni í síðustu viku til að ræða úrbætur en formaður Sniglanna segir að það sé ekki við Vegagerðina að sakast heldur stjórnvöld. Vinna í sátt og samlyndi en ekki með reiði Hópur bifhjólamanna hefur efnt til mótmæla í kvöld en þeir krefjast þess að einhver beri ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja á Kjalarnesi árið 2020. Bifhjólafólkið mun hittast á Korputorgi klukkan sjö í kvöld en Þorgerður Fríða Guðmundsdóttir, formaður Sniglanna, segir að Sniglarnir munu ekki taka þátt í mótmælunum. „Við viljum reyna að vinna allt í sátt og samlyndi, ekki með reiði. Auðvitað viljum við fá svör og að einhver taki ábyrgð en okkar herferð er núna á jákvæðu nótunum og við viljum að Vegagerðin geri betur. Þetta situr rosalega í mörgum og situr rosalega í mér því hálftíma fyrir slys þá fer maður minn með son minn aftan á yfir þetta malbik. Þetta hefði getað verið hann svo þetta situr rosalega í mér líka,“ segir Þorgerður. Ástandið bitni mest á bifhjólafólki „Þessi fundur sem við sóttum seinast vorum við að fara yfir þetta tilraunamalbik sem var sett á Reykjanesbrautina og þau voru bara svona að útskýra fyrir okkur. Þá voru settar fram kröfur frá bifhjólafólki um að setja upp skilti, hvað er þarna? Hvaða malbik er þarna?“ Segir Þorgerður sem telur tilraunaverkefni mikilvæg til að finna lausnir sem virka. Þó nokkuð hefur verið um bikblæðingar á vegum undanfarið en Þorgerður segir ástandið bitna hvað mest á bifhjólafólki og kallar eftir því að bætt verði úr merkingum á vegum. „Maður kemur kannski á þjóðveginum á mest 90 svo allt í einu kemur nýlögð klæðning, við bremsum ekkert á því. Þá bara skautum við og rennum út af. Þessar merkingar þurfa að vera svolítið frá þannig við getum hægt okkur niður áður en við förum á nýja klæðningu.“
Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira