Loftslagsávinningur Coda Terminal er gífurlegur Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 17. júlí 2024 12:01 EFLA verkfræðistofa tók að sér að vinna vistferilsgreiningu á fyrstu stigum hönnunar fyrir Coda Terminal verkefnið. Vistferilsgreining er stöðluð aðferð til að meta umhverfisáhrif framkvæmdar yfir hluta eða alla virðiskeðju framkvæmdarinnar. Umfang þessarar vistferilsgreiningar náði yfir sjóflutninga á milli landa til og frá Coda Terminal, uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og bindingu CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar. Vistferilsgreiningin var unnin á frumhönnunarstigi og því voru undanskildir annars vegar þeir þættir sem eiga sér stað erlendis, þ.e. föngun CO2 frá iðnaði ásamt vökvagerð þess, og hins vegar uppbygging hafnarsvæðis í Straumsvík. Unnið er að því að bæta þessum þáttum við og vænta má uppfærslu í haust. Yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar var heildarlosun metin 4.000.000 tonn CO2 en binding var metin 76.000.000 tonn CO2. Með öðrum orðum, þá var bindingin metin tæplega tuttugufalt meiri en losunin. Heildarniðurstaða vistferilsgreiningarinnar er því nettó samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda upp á 72.000.000 tonn CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar, eða 2.400.000 tonn CO2 á ári að meðaltali. Til að setja þessar tölur í samhengi þá er árleg samfélagslosun Íslands (losun vegna vegakerfis, landbúnaðar, sjávarútvegs, orkuvinnslu, úrgangs, efnanotkunar og smærri iðnaðar) um 2.770.000 tonn CO2 á ári. Bindingin sem Coda Terminal skilar árlega (2.400.00 tonn CO2 á ári) samsvarar því að núlla út 87% af samfélagslosun Íslands. Nýútgefin aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum á að skila 35-45% samdrætti í samfélagslosun og því mætti segja að Coda Terminal skili meiri árangri heldur en allar aðgerðir áætlunarinnar til samans. Ef við skoðum bæði samfélagslosun og viðskiptakerfi ESB (losun frá stóriðju) yfir næstu þrjátíu árin þá er uppsöfnuð losun Íslands um 110.000.000 tonn CO2 skv. framreikningum Umhverfisstofnunar fyrir óbreytta sviðsmynd. Bindingin sem Coda Terminal skilar yfir líftíma stöðvarinnar (72.000.000 tonn CO2) samsvarar 65% af uppsafnaðri losun Íslands á sama tímabili. Loftslagsávinningur Coda Terminal er því gífurlegur. Coda Terminal mun taka við CO2 losun frá iðnaði þar sem önnur tækni til að draga úr losun er ekki fyrir hendi eða skammt á veg komin. Fyrir vissan iðnað er föngun og binding CO2 eina raunhæfa lausnin á næstu árum og áratugum, t.d. fyrir framleiðslu sements og málma. Carbfix tæknin hefur verið sannreynd á Hellisheiði og niðurstöður fjölda vísindagreina sýna að bindingin er varanleg. Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og það skiptir ekki máli fyrir loftslagið hvar losun eða binding á sér stað. Við þurfum á öllum lausnum að halda í baráttunni við loftslagsvána og sérstaklega þeim sem skila jafn miklum árangri og Coda Terminal. Höfurndur er umhverfisverkfræðingur og annar höfunda vistferilsgreiningar fyrir Coda Terminal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
EFLA verkfræðistofa tók að sér að vinna vistferilsgreiningu á fyrstu stigum hönnunar fyrir Coda Terminal verkefnið. Vistferilsgreining er stöðluð aðferð til að meta umhverfisáhrif framkvæmdar yfir hluta eða alla virðiskeðju framkvæmdarinnar. Umfang þessarar vistferilsgreiningar náði yfir sjóflutninga á milli landa til og frá Coda Terminal, uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og bindingu CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar. Vistferilsgreiningin var unnin á frumhönnunarstigi og því voru undanskildir annars vegar þeir þættir sem eiga sér stað erlendis, þ.e. föngun CO2 frá iðnaði ásamt vökvagerð þess, og hins vegar uppbygging hafnarsvæðis í Straumsvík. Unnið er að því að bæta þessum þáttum við og vænta má uppfærslu í haust. Yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar var heildarlosun metin 4.000.000 tonn CO2 en binding var metin 76.000.000 tonn CO2. Með öðrum orðum, þá var bindingin metin tæplega tuttugufalt meiri en losunin. Heildarniðurstaða vistferilsgreiningarinnar er því nettó samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda upp á 72.000.000 tonn CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar, eða 2.400.000 tonn CO2 á ári að meðaltali. Til að setja þessar tölur í samhengi þá er árleg samfélagslosun Íslands (losun vegna vegakerfis, landbúnaðar, sjávarútvegs, orkuvinnslu, úrgangs, efnanotkunar og smærri iðnaðar) um 2.770.000 tonn CO2 á ári. Bindingin sem Coda Terminal skilar árlega (2.400.00 tonn CO2 á ári) samsvarar því að núlla út 87% af samfélagslosun Íslands. Nýútgefin aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum á að skila 35-45% samdrætti í samfélagslosun og því mætti segja að Coda Terminal skili meiri árangri heldur en allar aðgerðir áætlunarinnar til samans. Ef við skoðum bæði samfélagslosun og viðskiptakerfi ESB (losun frá stóriðju) yfir næstu þrjátíu árin þá er uppsöfnuð losun Íslands um 110.000.000 tonn CO2 skv. framreikningum Umhverfisstofnunar fyrir óbreytta sviðsmynd. Bindingin sem Coda Terminal skilar yfir líftíma stöðvarinnar (72.000.000 tonn CO2) samsvarar 65% af uppsafnaðri losun Íslands á sama tímabili. Loftslagsávinningur Coda Terminal er því gífurlegur. Coda Terminal mun taka við CO2 losun frá iðnaði þar sem önnur tækni til að draga úr losun er ekki fyrir hendi eða skammt á veg komin. Fyrir vissan iðnað er föngun og binding CO2 eina raunhæfa lausnin á næstu árum og áratugum, t.d. fyrir framleiðslu sements og málma. Carbfix tæknin hefur verið sannreynd á Hellisheiði og niðurstöður fjölda vísindagreina sýna að bindingin er varanleg. Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og það skiptir ekki máli fyrir loftslagið hvar losun eða binding á sér stað. Við þurfum á öllum lausnum að halda í baráttunni við loftslagsvána og sérstaklega þeim sem skila jafn miklum árangri og Coda Terminal. Höfurndur er umhverfisverkfræðingur og annar höfunda vistferilsgreiningar fyrir Coda Terminal.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar