Betri leið til að velja keppendur inn á Ólympíuleika Pawel Bartoszek skrifar 17. júlí 2024 16:00 Ólympíuleikarnir í París hefjast eftir tvær vikur. Fimm Íslendingar taka þátt, sem er vel, þótt mörg okkar myndi eflaust gleðjast ef þau yrðu örlítið fleiri. Er það má síðan spyrja sig: Er er kerfið til að velja fólk inn á Ólympíuleikanna mögulega ekki nægilega sanngjarnt og gegnsætt? Núverandi kerfi byggir á reglum fyrir hverja íþróttagrein. Stundum eru sett sérstök lágmörk, stundum er einfaldlega keppt um laus sæti og einstaka sinnum gerist það að stakir keppendur fá sérstakt boð. En þetta gæti orðið svo miklu betra! Hér er tillaga að bættu kerfi: Hvað með A, B, C ? 1. Þátttakandi í einhverju ríki sækir um að taka þátt í tiltekinni grein. Til dæmis gæti íslenska karlalandsliðið í handbolta sótt um að taka þátt í handboltakeppni Ólympíuleikanna. 2. Ólympíusamband Íslands myndi svo gefa öllum íslenskum umsækjendum einkunn á skalanum A,A- B+,B, B-, C+, C, C- og svo framvegis. Ólympíusambandið myndi auðvitað gefa strákunum okkar “A” í flestum þáttum, enda frábært landslið. 3. Allar umsóknir eru svo sendar til sérsambanda á heimsvísu. Til dæmis yrði umsókn handboltalandsliðsins send til Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ásamt einkunnagjöf Ólympíusambandsins. 4. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd taka við einkunnunum sem Ólympíusambönd hvers ríkis gáfu keppendum en sannreyna þær ekki sérstaklega. Enda væri ómaklegt ýja að því að einhvert þeirra gæti freistast til að hífa einkunnirnar eilítið upp (eða niður). Hvers vegna ætti draga heilindi Ólympíusambandanna í efa? 5. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd ræsa upp Excel og raða öllum keppendum sem sóttu um út frá einkunnum sem sendar voru inn og nánari reiknireglum sem hvert sérsamband setur sér sjálft. Þegar niðurstaðan liggur fyrir er keppendum sem fá sæti á Ólympíuleikunum tilkynnt um niðurstöðuna en útreikningarnir sjálfir eru ekki birtir opinberlega. Það er eðlilegt að treysta sérsamböndunum á borð við IHF vel fyrir þessu. Þetta er, jú, allt saman fagfólk. 6. Til að koma í veg fyrir að allir í heimi sæki um að taka þátt í öllum greinum og sérsamböndin drukkni í vinnu verður sett hámark á fjölda umsókna sem hver þjóð getur sent inn. Til dæmis að allar þjóðir megi senda inn tvær umsóknir og svo eina fyrir hverja milljón íbúa (með einhverri stigvaxandi skerðingu fyrir mjög fjölmennar þjóðir). Þetta þýðir að menn þurfi að vera strategískir. Kannski sóttu Bandaríkjamenn og Kínverjar ekki um að taka þátt í róðri síðast, þannig að B+ gæti dugað þar? 7. Tryggt verði að öll lönd fái að taka þátt í ólympíuleikunum með einhverjum hætti. En kannski ekki endilega í þeirri grein sem sótt var um. Íslenska handboltalandsliðið gæti til dæmis á endanum fengið boð um að taka þátt, en kannski bara í sundknattleik. Annað eins hefur nú gerst. Er meiri samræming kannski betri? Það verður auðvitað að taka fram að þátttaka í Ólympíuleikum er ekki upphaf og endir alls. En fyrst að lausu sætin eru ekki óendanlega mörg eru auðvitað sanngirnisrök með því að velja keppendur inn eftir árangri. Það má hins vegar má spyrja sig hvort sú leið sem lýst var hér að ofan sé endilega betri en þær leiðir sem nýttar hafi verið hingað til. Og ef að við komust að því að svo sé ekki, þá má alveg velta fyrir sér hvort svipuð rök gildi ekki á fleiri stöðum þar sem umsækjendur eru fleiri en sætin. Til dæmis þegar kemur að því að raða íslenskum nemendum í framhaldsskóla. En meira um það í næst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ólympíuleikarnir í París hefjast eftir tvær vikur. Fimm Íslendingar taka þátt, sem er vel, þótt mörg okkar myndi eflaust gleðjast ef þau yrðu örlítið fleiri. Er það má síðan spyrja sig: Er er kerfið til að velja fólk inn á Ólympíuleikanna mögulega ekki nægilega sanngjarnt og gegnsætt? Núverandi kerfi byggir á reglum fyrir hverja íþróttagrein. Stundum eru sett sérstök lágmörk, stundum er einfaldlega keppt um laus sæti og einstaka sinnum gerist það að stakir keppendur fá sérstakt boð. En þetta gæti orðið svo miklu betra! Hér er tillaga að bættu kerfi: Hvað með A, B, C ? 1. Þátttakandi í einhverju ríki sækir um að taka þátt í tiltekinni grein. Til dæmis gæti íslenska karlalandsliðið í handbolta sótt um að taka þátt í handboltakeppni Ólympíuleikanna. 2. Ólympíusamband Íslands myndi svo gefa öllum íslenskum umsækjendum einkunn á skalanum A,A- B+,B, B-, C+, C, C- og svo framvegis. Ólympíusambandið myndi auðvitað gefa strákunum okkar “A” í flestum þáttum, enda frábært landslið. 3. Allar umsóknir eru svo sendar til sérsambanda á heimsvísu. Til dæmis yrði umsókn handboltalandsliðsins send til Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, ásamt einkunnagjöf Ólympíusambandsins. 4. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd taka við einkunnunum sem Ólympíusambönd hvers ríkis gáfu keppendum en sannreyna þær ekki sérstaklega. Enda væri ómaklegt ýja að því að einhvert þeirra gæti freistast til að hífa einkunnirnar eilítið upp (eða niður). Hvers vegna ætti draga heilindi Ólympíusambandanna í efa? 5. Alþjóðahandknattleikssambandið og önnur sérsambönd ræsa upp Excel og raða öllum keppendum sem sóttu um út frá einkunnum sem sendar voru inn og nánari reiknireglum sem hvert sérsamband setur sér sjálft. Þegar niðurstaðan liggur fyrir er keppendum sem fá sæti á Ólympíuleikunum tilkynnt um niðurstöðuna en útreikningarnir sjálfir eru ekki birtir opinberlega. Það er eðlilegt að treysta sérsamböndunum á borð við IHF vel fyrir þessu. Þetta er, jú, allt saman fagfólk. 6. Til að koma í veg fyrir að allir í heimi sæki um að taka þátt í öllum greinum og sérsamböndin drukkni í vinnu verður sett hámark á fjölda umsókna sem hver þjóð getur sent inn. Til dæmis að allar þjóðir megi senda inn tvær umsóknir og svo eina fyrir hverja milljón íbúa (með einhverri stigvaxandi skerðingu fyrir mjög fjölmennar þjóðir). Þetta þýðir að menn þurfi að vera strategískir. Kannski sóttu Bandaríkjamenn og Kínverjar ekki um að taka þátt í róðri síðast, þannig að B+ gæti dugað þar? 7. Tryggt verði að öll lönd fái að taka þátt í ólympíuleikunum með einhverjum hætti. En kannski ekki endilega í þeirri grein sem sótt var um. Íslenska handboltalandsliðið gæti til dæmis á endanum fengið boð um að taka þátt, en kannski bara í sundknattleik. Annað eins hefur nú gerst. Er meiri samræming kannski betri? Það verður auðvitað að taka fram að þátttaka í Ólympíuleikum er ekki upphaf og endir alls. En fyrst að lausu sætin eru ekki óendanlega mörg eru auðvitað sanngirnisrök með því að velja keppendur inn eftir árangri. Það má hins vegar má spyrja sig hvort sú leið sem lýst var hér að ofan sé endilega betri en þær leiðir sem nýttar hafi verið hingað til. Og ef að við komust að því að svo sé ekki, þá má alveg velta fyrir sér hvort svipuð rök gildi ekki á fleiri stöðum þar sem umsækjendur eru fleiri en sætin. Til dæmis þegar kemur að því að raða íslenskum nemendum í framhaldsskóla. En meira um það í næst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar