Vatnið og tíminn Ari Trausti Guðmundsson skrifar 18. júlí 2024 08:01 Carbfix-aðferðin við að binda koldíoxíð þarfnast vatns. Ekki með neysluvatnsgæðum en þó ferskvatn eða jafnvel sjó. Sérstaklega verður kannað betur hvort sjór henti aðferðinni. Ferksvatnsstreymi á Íslandi er takmarkað eins og annars staðar og þarft að vita hvort saltvatn dugar til kolefnisbindingar. Mat á vatnsrennsli af öllu landinu, bæði yfirborðsvatns og grunnvatns, leikur á bilinu 4.700 til 6.500 tonn/ sek eftir árstíð, árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn/sek eða svipað og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Metið er að grunnvatnsrennsli (neðanjarðar) nemi um 15-20% af afrennslinu, á bilinu 1.000 til 1.800 tonn/sek. þ.e, líkt og tvær og hálf til rúmar fjórar Ölfusár. Mikið af vatninu streymir neðanjarðar til hafs og blandast beint í sjó eða streymir undir sjóinn, innan í sjávarbotinum. Annað sést sem vatn úr lindum, er í ám og stöðuvötnum og kemur upp um borholur. Það gefur auga leið að ferskvatn í berggrunni er takmarkað og því þarf að gæta vel að notkun og gæðum þess, m.a. í landbúnaði, iðnaði, landeldi og heimilisrekstri. Í jöklum landsins geymist mikið af ferskvatni en í jökulám er það blandað misgrófri grjótmylsnu. Sá ferskvatnsforði er nú í kreppu vegna loftslagsbreytinga. Minna er um grunnvatn í eldri hlutum berggrunnsins en þeim yngri. Storkubergið er þétt, landslagið bratt og stutt á milli dala og fjarða. Mest er um grunnvatn á eldvirka og skjálftavirka svæðinu, ríflega fjórðungi lands. Jarðlög þar eru misvel gegndræp en í heild gjöful á grunnvatn. Reykjanesskagi er eitt landsvæðanna með einna mest af ferskvatni. Fremur lítið grunnvatnsrennsli er þó á Garðskaga/Rosmhvalanesi, metið um 1 tonn/sek eða 1.000 lítrar. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn/sek í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn/sek, aðallega fyrrum úrkoma í hálendinu innar á skanganum. Sums staðar nálægt strönd hans, og töluvert inn eftir NA-lægum sprungukerfum, er grunnvatnið að finna á 40-50 m dýpi. Undir því er lag af sjó þar sem svo háttar til. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undir basalthrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæði við Kaldá, inn af Kaldárseli. Á stóru svæði er þetta hraun alsett byggingum, götum og vegum og þar er atvinnustarfsemi. Á strandlengjunni við Straumsvík, og þar alllangt vestur af, streyma fram á að giska 5-6 tonn af grunnvatni á sek. að meðtöldum Kaldarárstraumnum. Inn af álverinu og þar í vestur er afmarkað iðnaðar- og framkvæmdasvæði í aðalskipulagi. Hreint grunnvatn er þar ekki í boði en vatnið getur hentað til Carbfix-niðurdælingar. Vatnsból ofar í landinu eru ekki í hættu. Fyrirhuguð vökvaþörf Coda-verkefnisins vex hægt upp í 1996 lítr/sek (2 tonn) af ferskvatni og 927 l/s af jarðsjó við full afköst. Vatnið hefur við töku þá þegar streymt úr Kaldárbotnum og nágrenni, inn undir iðnaðar- og framkvæmdasvæðið. Þar yrði það tekið úr lóðréttum borholum og því dælt niður sem kolsýrðu vatni um slíkar borholur á 350-800 m dýpi. Samhliða hægri útfellingu kalsíts í jarðlögunum mjakast grunnvatnið áfram inn í sjávarbotninn á fyrrgreindu dýpi. Fljótandi kolsýru sem unnin er úr borholum í Grafningi, hefur verið hægt að kaupa. Sams konar efni verður flutt inn, unnið úr iðnaðarferlum í Evrópu. Það er liður í að skala upp Carbfix-verkefnið á Hellisheiði til frekari prófunar, þróunar og gagns svo sams konar starfsemi breiðist út á basaltsvæðum jarðar, ef vel tekst til. Verkefnið er áfangaskipt og unnt að snúa við ef þörf er á. Ekki er hægt að ganga út frá því að innflutta gasið beri hættuleg snefilefni. Tryggja má auk þess með greiningu að svo sé ekki. Gasið myndar hættulaust kalsít í berggrunninum og bindur að meðaltali um 100 kg af koldíoxíði í hverjum rúmmetra bergs. Bergkubbur sem er 1 km á hverja hlið er 1 milljarður rúmmetra. Carbfix-verkefni nýtir lítinn hluta þessa kubbs: Tíu rúmmetra af bergi þarf til að binda 1 tonn af koldíoxíði og um 30 milljónir (af milljarði rúmmetra) eða (3%) til að binda 3 milljónir tonna af gasinu. Í tilviki Coda er reiknað með mun meira rúmmáli bergs og að 1% verði holufyllt eftir 30 ára rekstur. Langt er seilst að uppnefna innflutta koldíoxíð fljótandi mengun, eiturefni eða úrgang og kalla niðurdælinguna sóðaskap eða förgun á annarra manna skít. Sama ætti þá við um koldíoxíð úr öllum iðnaði, úr losun frá einkabílum og losun við innlenda orku- og heitavatnsframleiðslu. Við berum jafn mikla ábyrgð á eigin losun gróðurhúsagasa og meginlandsbúar á sinni og eigum að hjálpa til við að binda innlent og erlent kolefni með öllum vísindalega staðfestum aðferðum, samhliða minnkandi losun þess á heimsvísu. Tímarnir krefjast þess og gróðurhúsagös eru í raun landlaus með öllu. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Ari Trausti Guðmundsson Hafnarfjörður Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Carbfix-aðferðin við að binda koldíoxíð þarfnast vatns. Ekki með neysluvatnsgæðum en þó ferskvatn eða jafnvel sjó. Sérstaklega verður kannað betur hvort sjór henti aðferðinni. Ferksvatnsstreymi á Íslandi er takmarkað eins og annars staðar og þarft að vita hvort saltvatn dugar til kolefnisbindingar. Mat á vatnsrennsli af öllu landinu, bæði yfirborðsvatns og grunnvatns, leikur á bilinu 4.700 til 6.500 tonn/ sek eftir árstíð, árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn/sek eða svipað og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Metið er að grunnvatnsrennsli (neðanjarðar) nemi um 15-20% af afrennslinu, á bilinu 1.000 til 1.800 tonn/sek. þ.e, líkt og tvær og hálf til rúmar fjórar Ölfusár. Mikið af vatninu streymir neðanjarðar til hafs og blandast beint í sjó eða streymir undir sjóinn, innan í sjávarbotinum. Annað sést sem vatn úr lindum, er í ám og stöðuvötnum og kemur upp um borholur. Það gefur auga leið að ferskvatn í berggrunni er takmarkað og því þarf að gæta vel að notkun og gæðum þess, m.a. í landbúnaði, iðnaði, landeldi og heimilisrekstri. Í jöklum landsins geymist mikið af ferskvatni en í jökulám er það blandað misgrófri grjótmylsnu. Sá ferskvatnsforði er nú í kreppu vegna loftslagsbreytinga. Minna er um grunnvatn í eldri hlutum berggrunnsins en þeim yngri. Storkubergið er þétt, landslagið bratt og stutt á milli dala og fjarða. Mest er um grunnvatn á eldvirka og skjálftavirka svæðinu, ríflega fjórðungi lands. Jarðlög þar eru misvel gegndræp en í heild gjöful á grunnvatn. Reykjanesskagi er eitt landsvæðanna með einna mest af ferskvatni. Fremur lítið grunnvatnsrennsli er þó á Garðskaga/Rosmhvalanesi, metið um 1 tonn/sek eða 1.000 lítrar. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn/sek í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn/sek, aðallega fyrrum úrkoma í hálendinu innar á skanganum. Sums staðar nálægt strönd hans, og töluvert inn eftir NA-lægum sprungukerfum, er grunnvatnið að finna á 40-50 m dýpi. Undir því er lag af sjó þar sem svo háttar til. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undir basalthrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæði við Kaldá, inn af Kaldárseli. Á stóru svæði er þetta hraun alsett byggingum, götum og vegum og þar er atvinnustarfsemi. Á strandlengjunni við Straumsvík, og þar alllangt vestur af, streyma fram á að giska 5-6 tonn af grunnvatni á sek. að meðtöldum Kaldarárstraumnum. Inn af álverinu og þar í vestur er afmarkað iðnaðar- og framkvæmdasvæði í aðalskipulagi. Hreint grunnvatn er þar ekki í boði en vatnið getur hentað til Carbfix-niðurdælingar. Vatnsból ofar í landinu eru ekki í hættu. Fyrirhuguð vökvaþörf Coda-verkefnisins vex hægt upp í 1996 lítr/sek (2 tonn) af ferskvatni og 927 l/s af jarðsjó við full afköst. Vatnið hefur við töku þá þegar streymt úr Kaldárbotnum og nágrenni, inn undir iðnaðar- og framkvæmdasvæðið. Þar yrði það tekið úr lóðréttum borholum og því dælt niður sem kolsýrðu vatni um slíkar borholur á 350-800 m dýpi. Samhliða hægri útfellingu kalsíts í jarðlögunum mjakast grunnvatnið áfram inn í sjávarbotninn á fyrrgreindu dýpi. Fljótandi kolsýru sem unnin er úr borholum í Grafningi, hefur verið hægt að kaupa. Sams konar efni verður flutt inn, unnið úr iðnaðarferlum í Evrópu. Það er liður í að skala upp Carbfix-verkefnið á Hellisheiði til frekari prófunar, þróunar og gagns svo sams konar starfsemi breiðist út á basaltsvæðum jarðar, ef vel tekst til. Verkefnið er áfangaskipt og unnt að snúa við ef þörf er á. Ekki er hægt að ganga út frá því að innflutta gasið beri hættuleg snefilefni. Tryggja má auk þess með greiningu að svo sé ekki. Gasið myndar hættulaust kalsít í berggrunninum og bindur að meðaltali um 100 kg af koldíoxíði í hverjum rúmmetra bergs. Bergkubbur sem er 1 km á hverja hlið er 1 milljarður rúmmetra. Carbfix-verkefni nýtir lítinn hluta þessa kubbs: Tíu rúmmetra af bergi þarf til að binda 1 tonn af koldíoxíði og um 30 milljónir (af milljarði rúmmetra) eða (3%) til að binda 3 milljónir tonna af gasinu. Í tilviki Coda er reiknað með mun meira rúmmáli bergs og að 1% verði holufyllt eftir 30 ára rekstur. Langt er seilst að uppnefna innflutta koldíoxíð fljótandi mengun, eiturefni eða úrgang og kalla niðurdælinguna sóðaskap eða förgun á annarra manna skít. Sama ætti þá við um koldíoxíð úr öllum iðnaði, úr losun frá einkabílum og losun við innlenda orku- og heitavatnsframleiðslu. Við berum jafn mikla ábyrgð á eigin losun gróðurhúsagasa og meginlandsbúar á sinni og eigum að hjálpa til við að binda innlent og erlent kolefni með öllum vísindalega staðfestum aðferðum, samhliða minnkandi losun þess á heimsvísu. Tímarnir krefjast þess og gróðurhúsagös eru í raun landlaus með öllu. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun