Heimir segir að Kelleher þurfi að yfirgefa Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 10:02 Heimir Hallgrímsson segir að Caoimhín Kelleher, landsliðsmarkvörður Írlands, verði að komast í lið þar sem hann er aðalmarkvörður og fái örugglega að spila. Semsett/Getty Caoimhín Kelleher er varamarkvörður Liverpool en aðalmarkvörður írska landsliðsins. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur smá áhyggjur af því að hann spili ekki nóg með félagsliði sínu. Kelleher er náttúrulega í samkeppni við einn besta markvörð heims sem er Brasilíumaðurinn Alisson Becker. Alisson var hins vegar mikið meiddur á síðasta tímabili og því stóð Kelleher oft á milli stanganna hjá aðalliði Liverpool, hvort sem það var í ensku úrvalsdeildinni eða í Evrópukeppninni. New Ireland manager Heimir Hallgrímsson on Caoimhin Kelleher:“Of course he needs a move out, especially when he showed everyone that he can play at the highest level.”“It would be a shame if he’s not playing regularly after he has already shown everyone how good he is,… pic.twitter.com/NOn6HkQ8iB— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) July 17, 2024 Heimir er nýtekinn við sem landsliðsþjálfari Írlands og hann var spurður út í stöðuna hjá landsliðsmarkverðinum. Heimir vill að hann yfirgefi Liverpool. „Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror. Kelleher er 25 ára gamall og hefur verið hjá Liverpool síðan hann var sautján ára gamall. Hann var fyrst hjá yngri liðum félagsins en spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu tímabilið 2019-20. Allan sinn tíma hjá Liverpool hefur Kelleher verið varamarkvörður Alisson. Hann spilaði bara 21 leik í öllum keppnum fyrstu fjögur tímabil sín í aðalliði Liverpool en í fyrravetur voru leikirnir hins vegar 26 talsins vegna meiðsla Alisson. „Það yrði synd ef hann væri ekki að spila reglulega af því að hann er búinn að sýna okkur hversu góður hann er,“ sagði Heimir. Kelleher lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Írland árið 2021 og er kominn með fjórtán landsleiki. Hann hefur leikið fjóra af fimm leikjum Íra á árinu 2024. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__) Enski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Kelleher er náttúrulega í samkeppni við einn besta markvörð heims sem er Brasilíumaðurinn Alisson Becker. Alisson var hins vegar mikið meiddur á síðasta tímabili og því stóð Kelleher oft á milli stanganna hjá aðalliði Liverpool, hvort sem það var í ensku úrvalsdeildinni eða í Evrópukeppninni. New Ireland manager Heimir Hallgrímsson on Caoimhin Kelleher:“Of course he needs a move out, especially when he showed everyone that he can play at the highest level.”“It would be a shame if he’s not playing regularly after he has already shown everyone how good he is,… pic.twitter.com/NOn6HkQ8iB— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) July 17, 2024 Heimir er nýtekinn við sem landsliðsþjálfari Írlands og hann var spurður út í stöðuna hjá landsliðsmarkverðinum. Heimir vill að hann yfirgefi Liverpool. „Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror. Kelleher er 25 ára gamall og hefur verið hjá Liverpool síðan hann var sautján ára gamall. Hann var fyrst hjá yngri liðum félagsins en spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu tímabilið 2019-20. Allan sinn tíma hjá Liverpool hefur Kelleher verið varamarkvörður Alisson. Hann spilaði bara 21 leik í öllum keppnum fyrstu fjögur tímabil sín í aðalliði Liverpool en í fyrravetur voru leikirnir hins vegar 26 talsins vegna meiðsla Alisson. „Það yrði synd ef hann væri ekki að spila reglulega af því að hann er búinn að sýna okkur hversu góður hann er,“ sagði Heimir. Kelleher lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Írland árið 2021 og er kominn með fjórtán landsleiki. Hann hefur leikið fjóra af fimm leikjum Íra á árinu 2024. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__)
Enski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira