Grunaðir um kókaíninnflutning í gegnum kaffikönnu og útvarp Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2024 10:42 Efnin fundust í kaffikönnu og útvarpi. Vísir/Getty Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot vegna innflutnings á kókaíni sem var falið annars vegar í kaffikönnu og hins vegar í útvarpstæki. Ákæruliðirnir í málinu eru tveir talsins. Sá fyrri varðar kaffikönnuna sem innihélt 887 grömm af kókaíni, en styrkleiki efnanna var um sjötíu prósent. Kannan var flutt frá Frakklandi en fannst við eftirlit tollvarða þann 20. mars 2024 og í kjölfarið lagði lögreglan hald á efnin og rannsakaði þau. Pakkanum var síðan komið fyrir í pósthúsinu á Dalvegi í Kópavogi. Tveir mannanna sem voru ákærðir í málinu eru sagðir hafa tekið á móti sendingunni og farið með hana ótilgreindan stað þar sem þriðji maðurinn, sem kom á bíl, tók við henni. Þriðji maðurinn fór með sendinguna að húsi í Furugrund þar sem lögreglan handtók hann. Fram kemur að skráður móttakandi sendingarinnar sé fjórði einstaklingurinn sem er ekki ákærður í málinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Seinna málið varðaði innflutning á 815 grömmum af kókaíni, með 72 til 75 prósenta styrkleika, sem var falið í útvarpstæki sem var flutt til landsins frá Sviss. Tollgæslan fann efnin sama dag og hin efnin fundust. Líkt og í hinu málinu lagði lögreglan hald á efnin og kom síðan pakkanum fyrir í pósthúsi. Einn mannanna þriggja var handtekinn á Háaleitisbraut í Reykjavík, en hann er sagður hafa verið á leið að sækja pakkann. Sendingin var skráð á nafn fimmta einstaklingsins sem er ekki ákærður í málinu. Ákæruvaldið áætlar að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar, og þá er upptöku á rúmum 1,7 kílóum af kókaíni krafist. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Smygl Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ákæruliðirnir í málinu eru tveir talsins. Sá fyrri varðar kaffikönnuna sem innihélt 887 grömm af kókaíni, en styrkleiki efnanna var um sjötíu prósent. Kannan var flutt frá Frakklandi en fannst við eftirlit tollvarða þann 20. mars 2024 og í kjölfarið lagði lögreglan hald á efnin og rannsakaði þau. Pakkanum var síðan komið fyrir í pósthúsinu á Dalvegi í Kópavogi. Tveir mannanna sem voru ákærðir í málinu eru sagðir hafa tekið á móti sendingunni og farið með hana ótilgreindan stað þar sem þriðji maðurinn, sem kom á bíl, tók við henni. Þriðji maðurinn fór með sendinguna að húsi í Furugrund þar sem lögreglan handtók hann. Fram kemur að skráður móttakandi sendingarinnar sé fjórði einstaklingurinn sem er ekki ákærður í málinu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Seinna málið varðaði innflutning á 815 grömmum af kókaíni, með 72 til 75 prósenta styrkleika, sem var falið í útvarpstæki sem var flutt til landsins frá Sviss. Tollgæslan fann efnin sama dag og hin efnin fundust. Líkt og í hinu málinu lagði lögreglan hald á efnin og kom síðan pakkanum fyrir í pósthúsi. Einn mannanna þriggja var handtekinn á Háaleitisbraut í Reykjavík, en hann er sagður hafa verið á leið að sækja pakkann. Sendingin var skráð á nafn fimmta einstaklingsins sem er ekki ákærður í málinu. Ákæruvaldið áætlar að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar, og þá er upptöku á rúmum 1,7 kílóum af kókaíni krafist.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Smygl Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira