Tufti og Bríet á Seftjörn eru í liði náttúrunnar Elva Björg Einarsdóttir skrifar 18. júlí 2024 19:00 Það var sérstakur fundur sem þau áttu Bríet Böðvarsdóttir á Seftjörn og Tufti Túnfótur í friðlandinu í Vatnsfirði um síðastliðna helgi, 12.-14. júlí. Helgin var sérstök fyrir þær sakir að þá voru upp á dag liðin 50 ár frá þjóðhátíð Vestfirðinga í Vatnsfirði 1974. Bríet og Tufti hittust þarna fyrir tilviljun. Bríet var að athuga hvaða áhrif úrhellisrigningin hefði á friðlandið í Vatnsfirði, en hún ásamt eiginmanni hennar Einari Guðmundssyni, var einn af fyrstu landvörðum friðlandsins sem stofnað var 1975 í kjölfar þjóðhátíðarinnar. Bríet hafði aldrei áður upplifað slíka úrhellisrigningu í júlí og er hún þó ýmsu vön eftir að hafa búið með friðlandinu öll sín fullorðinsár og unnað því, sem frægt er orðið eftir að hún gekk á kjörstað í Birkimel á Barðaströnd í byrjun maí í ár til heilla óskertu friðlandi í Vatnsfirði. Tufti Túnfótur var aftur á móti að kanna hvort hann rækist ekki á ungu tröllskessuna úr Glámu sem sagnir fara af að hafi haft með sér malpoka grastekjufólks á Brjánslæk er þau voru við grastekju í Vatnsdal fyrir margt löngu. Hann veit að tröll verða gömul og fannst líklegt að sú unga væri enn á stjái þótt langt væri um liðið frá því að sést hefði til hennar. Hann langaði líka að athuga með „ófreskjuna“ sem Brjánslækjarklerkur hrakti burt er hún ónáðaði vinnufólk hans við að kola hrís í Mörkinni í friðlandinu löngu áður en það varð til sem slíkt. Var hún virkilega horfin fyrir fullt og allt? Tufti Túnfótur og Bríet Böðvarsdóttir virða fyrir sér friðlandið í Vatnsfirði í úrhellisrigningu síðustu helgar.Björg Einarsdóttir Þau mættust við Vatnsdalsána neðan Vatnsdalsvatns, en áin er tvískipt innan þess og neðan. Vatnsdalsvatn er all mikið og hálffyllir dalinn, þrír og hálfur kílómetri að lengd og einn á breiddina þar sem það er breiðast. Annað eins af landi bætir Vatnsdalurinn við sig innan við vatnið og á grundunum þar var þjóðhátíðin haldin. Um síðastliðna helgi var áin vatnsmeiri en nokkru sinni að sumarlagi og vatnið flæddi yfir bakka sína svo einungis fuglinn fljúgandi gat komist inn í Vatnsdalinn innan þess. Á sama tíma fyrir 50 árum brunuðu þar fram dalinn vestanverðan þúsundir hátíðargesta og nutu allsnægta náttúru og þess að vera saman, fólkið með fólkinu og með náttúrunni. Þetta voru tímar útópíu, við höfðum ekki áttað okkur á hlut okkar í náttúrunni, á því að við erum náttúran og allt fer þetta saman og hefur áhrif hvort á annað. Öfgarigning í júlí er líklega ein birtingarmynd þeirra áhrifa sem manneskjan hefur á umhverfi sitt. Tufti og Bríet standa saman og horfa yfir friðlandið, það þarf engin orð, þau skilja hvort annað. Það má finna á Tufta að hann kannist við að vera kenndur við náttúruna, að hann sé ef til vill táknmynd þess óbeislaða afls sem náttúran sýnir á stundum og hræðslu fólks við hana. Bríet undrast að þurfa að berjast fyrir svo sjálfsögðum hlut sem friðlandið í Vatnsfirði er og hefur verið um hálfrar aldar skeið. Líklega sé það tímanna tákn að Tufti vandri hér um og leiti fleiri sinna líkra og að Bríet finni sig knúna til að ganga fyrir óbeislaða náttúru. Mikið vill meira og það verður aldrei nóg, en of mikið er það núþegar orðið. Það gangi ekki að öll tröll verði að steini líkt og þjóðsögurnar kenna eða sofni og safni mosa eins og Tufta var kennt. Það gangi ekki að öll óbeisluð náttúra sé beisluð – verði að steypu og stokkum sem tempra hana í réttu magni fyrir framgang manneskjunnar. Nei, það er akkúrat þessi taktur náttúrunnar að streyma fram í eðlilegum framgangi árstíðanna sem nærir lífið hér í friðlandinu í Vatnsfirði og ekki einungis hér, heldur er því svo farið um veröld alla. Þess vegna skiptir hver staður máli og mikilvægt er að láta sig þá varða. Bríet og Tufti eru sammála um að þótt lítil séu í samhengi hlutanna, hafi þau áhrif. Það sem þau gera hér og nú skipti máli fyrir heildina. Þau séu í dag að súpa seiðið af því sem áður hefur verið gert. Það var vart umflúið því að fólk vissi líkast til ekki betur þegar það til dæmis keyrði um á þjóðhátíð á amerískum bensínhákum og drakk, ef til vill í fyrsta skipti, drykki úr einnota umbúðum. Núna viti þau betur, þau viti hver áhrif þeirra eru og að þau þurfi á öllu lífi að halda fyrir framgang jarðarinnar allrar. Tröll og fólk eru náttúra, þau eru ekki aðskilin heldur verða til og mótast saman í órjúfanlegum tengslum. Sumir hafa lýst þessu nána sambandi jarðarinnar og lífs á henni sem jarðsamböndum. Það er mikilvægt að við eigum orð yfir þessi sambönd þannig að við getum talað um þau og skilið. Það er líka fallegt og viðeignadi að endurnýta gömul orð til að fást við nútímann og skapa framtíðina. Tufti og Bríet eru á því að það sé mikilvægt að við öll hugum að því að rækta jarðsamböndin okkar. Öll þurfum við að hafa pláss og það er pláss fyrir alla, en um það þurfi að semja hverju sinni. Um friðlandið í Vatnsfirði sé aftur á móti löngu búið að semja og mikilvægt að við þá saminga sé staðið og framtíð þess byggð á þeim farsæla samningi sem undirritaður var fyrir hart nær 50 árum síðan þannig að öll fái notið þessa einstaka staðar til framtíðar. Höfundur er höfundur bókarinnar Barðastrandarhreppur - göngubók Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vesturbyggð Orkumál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Það var sérstakur fundur sem þau áttu Bríet Böðvarsdóttir á Seftjörn og Tufti Túnfótur í friðlandinu í Vatnsfirði um síðastliðna helgi, 12.-14. júlí. Helgin var sérstök fyrir þær sakir að þá voru upp á dag liðin 50 ár frá þjóðhátíð Vestfirðinga í Vatnsfirði 1974. Bríet og Tufti hittust þarna fyrir tilviljun. Bríet var að athuga hvaða áhrif úrhellisrigningin hefði á friðlandið í Vatnsfirði, en hún ásamt eiginmanni hennar Einari Guðmundssyni, var einn af fyrstu landvörðum friðlandsins sem stofnað var 1975 í kjölfar þjóðhátíðarinnar. Bríet hafði aldrei áður upplifað slíka úrhellisrigningu í júlí og er hún þó ýmsu vön eftir að hafa búið með friðlandinu öll sín fullorðinsár og unnað því, sem frægt er orðið eftir að hún gekk á kjörstað í Birkimel á Barðaströnd í byrjun maí í ár til heilla óskertu friðlandi í Vatnsfirði. Tufti Túnfótur var aftur á móti að kanna hvort hann rækist ekki á ungu tröllskessuna úr Glámu sem sagnir fara af að hafi haft með sér malpoka grastekjufólks á Brjánslæk er þau voru við grastekju í Vatnsdal fyrir margt löngu. Hann veit að tröll verða gömul og fannst líklegt að sú unga væri enn á stjái þótt langt væri um liðið frá því að sést hefði til hennar. Hann langaði líka að athuga með „ófreskjuna“ sem Brjánslækjarklerkur hrakti burt er hún ónáðaði vinnufólk hans við að kola hrís í Mörkinni í friðlandinu löngu áður en það varð til sem slíkt. Var hún virkilega horfin fyrir fullt og allt? Tufti Túnfótur og Bríet Böðvarsdóttir virða fyrir sér friðlandið í Vatnsfirði í úrhellisrigningu síðustu helgar.Björg Einarsdóttir Þau mættust við Vatnsdalsána neðan Vatnsdalsvatns, en áin er tvískipt innan þess og neðan. Vatnsdalsvatn er all mikið og hálffyllir dalinn, þrír og hálfur kílómetri að lengd og einn á breiddina þar sem það er breiðast. Annað eins af landi bætir Vatnsdalurinn við sig innan við vatnið og á grundunum þar var þjóðhátíðin haldin. Um síðastliðna helgi var áin vatnsmeiri en nokkru sinni að sumarlagi og vatnið flæddi yfir bakka sína svo einungis fuglinn fljúgandi gat komist inn í Vatnsdalinn innan þess. Á sama tíma fyrir 50 árum brunuðu þar fram dalinn vestanverðan þúsundir hátíðargesta og nutu allsnægta náttúru og þess að vera saman, fólkið með fólkinu og með náttúrunni. Þetta voru tímar útópíu, við höfðum ekki áttað okkur á hlut okkar í náttúrunni, á því að við erum náttúran og allt fer þetta saman og hefur áhrif hvort á annað. Öfgarigning í júlí er líklega ein birtingarmynd þeirra áhrifa sem manneskjan hefur á umhverfi sitt. Tufti og Bríet standa saman og horfa yfir friðlandið, það þarf engin orð, þau skilja hvort annað. Það má finna á Tufta að hann kannist við að vera kenndur við náttúruna, að hann sé ef til vill táknmynd þess óbeislaða afls sem náttúran sýnir á stundum og hræðslu fólks við hana. Bríet undrast að þurfa að berjast fyrir svo sjálfsögðum hlut sem friðlandið í Vatnsfirði er og hefur verið um hálfrar aldar skeið. Líklega sé það tímanna tákn að Tufti vandri hér um og leiti fleiri sinna líkra og að Bríet finni sig knúna til að ganga fyrir óbeislaða náttúru. Mikið vill meira og það verður aldrei nóg, en of mikið er það núþegar orðið. Það gangi ekki að öll tröll verði að steini líkt og þjóðsögurnar kenna eða sofni og safni mosa eins og Tufta var kennt. Það gangi ekki að öll óbeisluð náttúra sé beisluð – verði að steypu og stokkum sem tempra hana í réttu magni fyrir framgang manneskjunnar. Nei, það er akkúrat þessi taktur náttúrunnar að streyma fram í eðlilegum framgangi árstíðanna sem nærir lífið hér í friðlandinu í Vatnsfirði og ekki einungis hér, heldur er því svo farið um veröld alla. Þess vegna skiptir hver staður máli og mikilvægt er að láta sig þá varða. Bríet og Tufti eru sammála um að þótt lítil séu í samhengi hlutanna, hafi þau áhrif. Það sem þau gera hér og nú skipti máli fyrir heildina. Þau séu í dag að súpa seiðið af því sem áður hefur verið gert. Það var vart umflúið því að fólk vissi líkast til ekki betur þegar það til dæmis keyrði um á þjóðhátíð á amerískum bensínhákum og drakk, ef til vill í fyrsta skipti, drykki úr einnota umbúðum. Núna viti þau betur, þau viti hver áhrif þeirra eru og að þau þurfi á öllu lífi að halda fyrir framgang jarðarinnar allrar. Tröll og fólk eru náttúra, þau eru ekki aðskilin heldur verða til og mótast saman í órjúfanlegum tengslum. Sumir hafa lýst þessu nána sambandi jarðarinnar og lífs á henni sem jarðsamböndum. Það er mikilvægt að við eigum orð yfir þessi sambönd þannig að við getum talað um þau og skilið. Það er líka fallegt og viðeignadi að endurnýta gömul orð til að fást við nútímann og skapa framtíðina. Tufti og Bríet eru á því að það sé mikilvægt að við öll hugum að því að rækta jarðsamböndin okkar. Öll þurfum við að hafa pláss og það er pláss fyrir alla, en um það þurfi að semja hverju sinni. Um friðlandið í Vatnsfirði sé aftur á móti löngu búið að semja og mikilvægt að við þá saminga sé staðið og framtíð þess byggð á þeim farsæla samningi sem undirritaður var fyrir hart nær 50 árum síðan þannig að öll fái notið þessa einstaka staðar til framtíðar. Höfundur er höfundur bókarinnar Barðastrandarhreppur - göngubók
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar