„Væri ekki bara einfaldast fyrir mig að skipta um þjóðerni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 10:00 Davíð Tómas Tómasson hefur dæmt oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár. Vísir/Hulda Margrét Íslenski körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson náði stóru markmiði um helgina þegar hann dæmdi undanúrslitaleik á EM 20 ára landsliða í Póllandi. Davíð Tómas var einn af 24 dómurum á mótinu og var í hópi þeirra sex sem fengu að dóma undanúrslitaleikina. Hann dæmdi þá leik Belgíu og Slóveníu sem Slóvenar unnu. Hinir tveir dómararnir með Davíð voru Ítalarnir Lorenzo Baldini og Andrea Bongiorni. Davíð fer yfir þessi tímamót sín í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook en þetta er ekki aðeins mikill heiður fyrir hann heldur einnig fyrir íslenskan körfubolta. Verið talsverð brekka Davíð Tómas segir að það sé ekki að auðvelda honum að vera frá Íslandi. „Minn Evrópuferill hefur verið talsverð brekka frá því að hann byrjaði og hafa allskonar þættir spilað þar inn í. Þeir tveir þættir sem hafa kannski spilað hvað stærsta hlutverk er auðvitað gríðarlega sterk samkeppni hér úti þar sem að flestir af þessum dómurum koma úr sterkum atvinnumannadeildum og svo auðvitað líka landfræðileg lega,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson með Sigmundi Má Herbertssyni sem var kosinn besti dómari síðasta tímabils.Vísir/Bára Davíð hefur lengi verið í hópi bestu dómara landsins og hefur sem dæmi dæmt oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár. Hann var líka kosinn besti dómari ársins veturinn 2022-2023. „Það er ekkert leyndarmál að það er talsvert erfitt að fá verkefni þegar maður kemur frá lítilli eyju í ballarhafi. Sem dæmi var ég að ræða við Hlyn Bæringsson á flugvellinum á leiðinni hingað, við vorum að ræða markmið mín erlendis og hann spurði mig beint út hvort það væri ekki bara einfaldast fyrir mig að skipta um þjóðerni,“ skrifaði Davíð. Hræddur um að mistakast Davíð segir að eitthvað hafi þurft að breytast hjá honum svo að hann kæmist upp þessa brekku og hann áttaði sig á því fyrir ári. „Ég hef verið svo hræddur um að mistakast og ná ekki að láta drauma mína rætast. Auðvelda leiðin hefur verið að fara í fórnarlambs hlutverk og gera lítið úr vonum mínum og væntingum ásamt möguleikum,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson ræðir hér við Finn Frey Stefánsson, þjálfara Íslandsmeistara Vals.Vísir/Bára „Síðastliðið ár er ég búinn að vinna eins og hundur, dag og nótt í öllum pínulitlu smáatriðum sem ég mögulega get lagað og bætt og það var algjörlega mögnuð tilfinning að uppskera af þeirri vinnu. Að það hafi núna loksins verið tekið eftir manni í hafsjó af hæfileikabúntum úr atvinnumannadeildum,“ skrifaði Davíð en hann er ekki hættur. Ætlar sér að dæma í Meistaradeildinni Hann ætlar sér inn á stórmót og að dæma í Meistaradeildinni á næstu tíu árum. „Miðað við frammistöðu á þessu móti er ég á undan fyrirhugaðri áætlun en við slökum samt ekki á,“ skrifaði Davíð eins og sjá má hér fyrir neðan. Subway-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Davíð Tómas var einn af 24 dómurum á mótinu og var í hópi þeirra sex sem fengu að dóma undanúrslitaleikina. Hann dæmdi þá leik Belgíu og Slóveníu sem Slóvenar unnu. Hinir tveir dómararnir með Davíð voru Ítalarnir Lorenzo Baldini og Andrea Bongiorni. Davíð fer yfir þessi tímamót sín í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook en þetta er ekki aðeins mikill heiður fyrir hann heldur einnig fyrir íslenskan körfubolta. Verið talsverð brekka Davíð Tómas segir að það sé ekki að auðvelda honum að vera frá Íslandi. „Minn Evrópuferill hefur verið talsverð brekka frá því að hann byrjaði og hafa allskonar þættir spilað þar inn í. Þeir tveir þættir sem hafa kannski spilað hvað stærsta hlutverk er auðvitað gríðarlega sterk samkeppni hér úti þar sem að flestir af þessum dómurum koma úr sterkum atvinnumannadeildum og svo auðvitað líka landfræðileg lega,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson með Sigmundi Má Herbertssyni sem var kosinn besti dómari síðasta tímabils.Vísir/Bára Davíð hefur lengi verið í hópi bestu dómara landsins og hefur sem dæmi dæmt oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár. Hann var líka kosinn besti dómari ársins veturinn 2022-2023. „Það er ekkert leyndarmál að það er talsvert erfitt að fá verkefni þegar maður kemur frá lítilli eyju í ballarhafi. Sem dæmi var ég að ræða við Hlyn Bæringsson á flugvellinum á leiðinni hingað, við vorum að ræða markmið mín erlendis og hann spurði mig beint út hvort það væri ekki bara einfaldast fyrir mig að skipta um þjóðerni,“ skrifaði Davíð. Hræddur um að mistakast Davíð segir að eitthvað hafi þurft að breytast hjá honum svo að hann kæmist upp þessa brekku og hann áttaði sig á því fyrir ári. „Ég hef verið svo hræddur um að mistakast og ná ekki að láta drauma mína rætast. Auðvelda leiðin hefur verið að fara í fórnarlambs hlutverk og gera lítið úr vonum mínum og væntingum ásamt möguleikum,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson ræðir hér við Finn Frey Stefánsson, þjálfara Íslandsmeistara Vals.Vísir/Bára „Síðastliðið ár er ég búinn að vinna eins og hundur, dag og nótt í öllum pínulitlu smáatriðum sem ég mögulega get lagað og bætt og það var algjörlega mögnuð tilfinning að uppskera af þeirri vinnu. Að það hafi núna loksins verið tekið eftir manni í hafsjó af hæfileikabúntum úr atvinnumannadeildum,“ skrifaði Davíð en hann er ekki hættur. Ætlar sér að dæma í Meistaradeildinni Hann ætlar sér inn á stórmót og að dæma í Meistaradeildinni á næstu tíu árum. „Miðað við frammistöðu á þessu móti er ég á undan fyrirhugaðri áætlun en við slökum samt ekki á,“ skrifaði Davíð eins og sjá má hér fyrir neðan.
Subway-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira