„Okkur þykir mjög miður að þetta hafi gerst“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júlí 2024 20:30 Það er ekki mikið sem eftir stendur af gamla frystihúsinu á Kirkjusandi, sem síðast hýsti starfsemi Íslandsbanka. Vísir/Sigurjón Verkefnastjóri segir miður að steypuryk frá niðurrifsframkvæmdum á Kirkjusandi hafi fokið yfir íbúðahverfi í Laugarnesi. Auka hefur þurft öryggisgæslu á svæðinu eftir að í ljós kom að fólk hefur farið inn á svæðið í leyfisleysi. Verktaki hefur samkvæmt samningi til loka október til að ljúka niðurrifi gamla Íslandsbankahússins á Kirkjusandi, en gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið nokkrum vikum fyrr. „Við eigum eftir að brjóta niður núna þetta litla sem eftir er af húsinu og síðan botnplötuna og það sem er eftir hérna undir og hreinsa síðan allt svæðið í burtu. Þannig þetta gengur ágætlega,“ segir Samúel Guðmundsson, verkefnastjóri og eigandi Dynju sem annast verkefnið. Samúel Guðmundsson, verkefnastjóri framkvæmdanna og eigandi Dynju.Vísir/Sigurjón Eitthvað hefur borið á því í sumar að ryk frá niðurrifsframkvæmdunum á Kirkjusandi hafi fokið yfir bíla og hús í Laugarneshverfi, íbúum til nokkurs ama. Myndin hér að neðan er tekin 17. júní en á henni má sjá hvernig ryk leggur frá framkvæmdasvæðinu og í átt yfir hverfið. „Það kom einu sinni fyrir hjá okkur að það var vatnslaust hérna á svæðinu, vantaði vatn, og við stöðvuðum þá framkvæmdir í tvígang út af því,“ segir Samúel, en vatn er notað til að draga úr útbreiðslu ryks frá framkvæmdunum. Þessa mynd fékk fréttastofa senda frá íbúa í hverfinu en hún er tekin á þjóðhátíðardaginn, 17. júní 2024.aðsend Hann ítrekar að engin spilliefni á borð við asbest séu eftir í húsinu, það hafi verið hreinsað út áður en byggingin var innréttuð fyrir Íslandsbanka á sínum tíma. Þá hafi verið gerðar sérstakar ráðstafanir vegna myglu sem í því var. Aðstandendur framkvæmdarinnar séu í góðu samtali við byggingarfulltrúa, heilbrigðisyfirvöld og aðra til að tryggja að allt sé í samræmi við kröfur og vandað sé til verka. „Það hefur komið ryk frá vélunum en þær eru búnar sérstökum búnaði, vatnsbúnaði, sem á að bleyta steypuna þannig að rykið komi ekki. Það var vandamál hérna á mánudaginn síðasta þar sem var mikil hvöss vestanátt sem gerði það að verkum að vatnið fauk frá. Þannig að þess vegna kannski var meira ryk en hefur verið undanfarnar vikur,“ útskýrir Samúel. Spurður hvort þetta kalli ekki á breytt verklag eða að framkvæmdir séu stöðvaðar segir hann að erfitt sé að koma alfarið í veg fyrir ryk. „Það er mjög erfitt að koma í veg fyrir að svona ryk gerist. Það er eiginlega engin önnur leið þegar maður er að brjóta niður svona hús annað en að það komi ryk frá því og það er mjög erfitt stoppa þetta hundrað prósent. En því miður þá er það ekki hægt og okkur þykir mjög miður að þetta hafi gerst,“ svarar Samúel. Hann segir ekki útilokað að áfram verði eitthvað um ryk þar til framkvæmdum líkur. „Vonandi í miklu minna mæli þegar við förum að brjóta niður botnplötuna. Þar erum við fyrst og fremst að brjóta, þannig að við eigum ekki von á því að það komi mikið ryk þá en það verður þá kannski frekar hávaðamengun sem gæti komið þá.“ Veggjalistamenn í óleyfi á svæðinu Athygli vekur einnig nýleg veggjalist sem sjá má á innveggjum þess sem eftir stendur af byggingunni. „Við höfum verið með öryggisverði hér á svæðinu til að tryggja að það sé ekki óviðkomandi á leiðinni hérna inn á svæðið. Þetta gerðist á meðan við vorum að undirbúa rifið. Þetta er virkilega hættulegt og við höfum brugðist við því með því að auka verulega öryggisvakt,“ segir Samúel. Öryggisgæsla var hert eftir að farið var inn á svæðið í óleyfi og veggir byggingarinnar skreyttar.Vísir/Sigurjón Byggingariðnaður Íslandsbanki Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Verktaki hefur samkvæmt samningi til loka október til að ljúka niðurrifi gamla Íslandsbankahússins á Kirkjusandi, en gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið nokkrum vikum fyrr. „Við eigum eftir að brjóta niður núna þetta litla sem eftir er af húsinu og síðan botnplötuna og það sem er eftir hérna undir og hreinsa síðan allt svæðið í burtu. Þannig þetta gengur ágætlega,“ segir Samúel Guðmundsson, verkefnastjóri og eigandi Dynju sem annast verkefnið. Samúel Guðmundsson, verkefnastjóri framkvæmdanna og eigandi Dynju.Vísir/Sigurjón Eitthvað hefur borið á því í sumar að ryk frá niðurrifsframkvæmdunum á Kirkjusandi hafi fokið yfir bíla og hús í Laugarneshverfi, íbúum til nokkurs ama. Myndin hér að neðan er tekin 17. júní en á henni má sjá hvernig ryk leggur frá framkvæmdasvæðinu og í átt yfir hverfið. „Það kom einu sinni fyrir hjá okkur að það var vatnslaust hérna á svæðinu, vantaði vatn, og við stöðvuðum þá framkvæmdir í tvígang út af því,“ segir Samúel, en vatn er notað til að draga úr útbreiðslu ryks frá framkvæmdunum. Þessa mynd fékk fréttastofa senda frá íbúa í hverfinu en hún er tekin á þjóðhátíðardaginn, 17. júní 2024.aðsend Hann ítrekar að engin spilliefni á borð við asbest séu eftir í húsinu, það hafi verið hreinsað út áður en byggingin var innréttuð fyrir Íslandsbanka á sínum tíma. Þá hafi verið gerðar sérstakar ráðstafanir vegna myglu sem í því var. Aðstandendur framkvæmdarinnar séu í góðu samtali við byggingarfulltrúa, heilbrigðisyfirvöld og aðra til að tryggja að allt sé í samræmi við kröfur og vandað sé til verka. „Það hefur komið ryk frá vélunum en þær eru búnar sérstökum búnaði, vatnsbúnaði, sem á að bleyta steypuna þannig að rykið komi ekki. Það var vandamál hérna á mánudaginn síðasta þar sem var mikil hvöss vestanátt sem gerði það að verkum að vatnið fauk frá. Þannig að þess vegna kannski var meira ryk en hefur verið undanfarnar vikur,“ útskýrir Samúel. Spurður hvort þetta kalli ekki á breytt verklag eða að framkvæmdir séu stöðvaðar segir hann að erfitt sé að koma alfarið í veg fyrir ryk. „Það er mjög erfitt að koma í veg fyrir að svona ryk gerist. Það er eiginlega engin önnur leið þegar maður er að brjóta niður svona hús annað en að það komi ryk frá því og það er mjög erfitt stoppa þetta hundrað prósent. En því miður þá er það ekki hægt og okkur þykir mjög miður að þetta hafi gerst,“ svarar Samúel. Hann segir ekki útilokað að áfram verði eitthvað um ryk þar til framkvæmdum líkur. „Vonandi í miklu minna mæli þegar við förum að brjóta niður botnplötuna. Þar erum við fyrst og fremst að brjóta, þannig að við eigum ekki von á því að það komi mikið ryk þá en það verður þá kannski frekar hávaðamengun sem gæti komið þá.“ Veggjalistamenn í óleyfi á svæðinu Athygli vekur einnig nýleg veggjalist sem sjá má á innveggjum þess sem eftir stendur af byggingunni. „Við höfum verið með öryggisverði hér á svæðinu til að tryggja að það sé ekki óviðkomandi á leiðinni hérna inn á svæðið. Þetta gerðist á meðan við vorum að undirbúa rifið. Þetta er virkilega hættulegt og við höfum brugðist við því með því að auka verulega öryggisvakt,“ segir Samúel. Öryggisgæsla var hert eftir að farið var inn á svæðið í óleyfi og veggir byggingarinnar skreyttar.Vísir/Sigurjón
Byggingariðnaður Íslandsbanki Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira