Gögn benda til aðkomu Sameinuðu arabísku furstadæmanna í Súdan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. júlí 2024 12:36 Milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín og fjöldi verið myrtur. Þá eru sveitir RSF sakaðar um að beita nauðgunum sem vopni. epa Gögn hafa fundist í Súdan, þar á meðal vegabréf, sem virðast benda til þess að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi sent bæði menn og vopn til landsins, þar sem skelfilegt ástand ríkir sökum yfistandandi átaka. Umrædd gögn hafa verið send Sameinuðu þjóðunum en engin viðbrögð fengist enn sem komið er. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa ítrekað neitað því að sjá uppreisnarhersveitum Mohamed Hamdan Dagalo (RSF) fyrir hernaðaraðstoð en sveitirnar sitja nú um borgina El Fasher í Darfúr og hafa verið sakaðar um fjölda voðaverka. Meðal þeirra gagna sem hafa verið send Sameinuðu þjóðunum eru myndir af fjórum vegabréfum sem virðast tilheyra ríkisborgurum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Um er að ræða fjóra karla, tvo fædda í Dubai, einn í Al Ain og einn í Ajman. Samkvæmt vegabréfunum eru mennirnir á aldrinum 29-49 ára og talið er að þeir tilheyri öryggissveitum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þá er einnig í gögnunum að finna upplýsingar um vopn sem hafa fundist, þar á meðal dróna sem er hannaður til að bera breyttar 120 mm sprengjur. Myndir eru sagðar sýna kassa sem á stendur að hafi verið sendir frá vopnaverksmiðju í Serbíu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Meira en helmingur í búa Súdan, um 25 milljónir manna er sagður búa við hungur.epa Merkingar virðast einnig benda til þess að drónarnir hafi borið svokallaðar „thermobaric“ sprengjur, það er að segja sprengjur þar sem kveikilögur dreifist fyrst um eins og skýjamóða áður en það kviknar svo í vökvanum. Umræddar sprengjur eru sagðar valda mun meiri skaða og eyðileggingu en hefðbundnar sprengjur og rætt hefur verið að banna þær. Guardian hefur eftir greinendum að fundur gagnanna sé til marks um að fullyrðingar Sameinuðu arabísku furstadæmana haldi ekki vatni og veki spurningar um vitneskju Bandaríkjanna og Bretlands um mögulega aðkomu þeirra að átökunum. Bandaríkin, Bretland, Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa freistað þess saman að miðla málum milli stríðandi fylkinga í landinu. Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa óbeinna hagsmuna að gæta í átökunum í Súdan, þar sem bæði ríki vilja treysta yfirráð sín á svæðinu. Vesturlönd óttast hins vegar að ástandið muni greiða fyrir því að stjórnvöld í Súdan heimili Rússum eða Írönum að koma upp herstöð í landinu. Suður-Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Umrædd gögn hafa verið send Sameinuðu þjóðunum en engin viðbrögð fengist enn sem komið er. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa ítrekað neitað því að sjá uppreisnarhersveitum Mohamed Hamdan Dagalo (RSF) fyrir hernaðaraðstoð en sveitirnar sitja nú um borgina El Fasher í Darfúr og hafa verið sakaðar um fjölda voðaverka. Meðal þeirra gagna sem hafa verið send Sameinuðu þjóðunum eru myndir af fjórum vegabréfum sem virðast tilheyra ríkisborgurum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Um er að ræða fjóra karla, tvo fædda í Dubai, einn í Al Ain og einn í Ajman. Samkvæmt vegabréfunum eru mennirnir á aldrinum 29-49 ára og talið er að þeir tilheyri öryggissveitum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þá er einnig í gögnunum að finna upplýsingar um vopn sem hafa fundist, þar á meðal dróna sem er hannaður til að bera breyttar 120 mm sprengjur. Myndir eru sagðar sýna kassa sem á stendur að hafi verið sendir frá vopnaverksmiðju í Serbíu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Meira en helmingur í búa Súdan, um 25 milljónir manna er sagður búa við hungur.epa Merkingar virðast einnig benda til þess að drónarnir hafi borið svokallaðar „thermobaric“ sprengjur, það er að segja sprengjur þar sem kveikilögur dreifist fyrst um eins og skýjamóða áður en það kviknar svo í vökvanum. Umræddar sprengjur eru sagðar valda mun meiri skaða og eyðileggingu en hefðbundnar sprengjur og rætt hefur verið að banna þær. Guardian hefur eftir greinendum að fundur gagnanna sé til marks um að fullyrðingar Sameinuðu arabísku furstadæmana haldi ekki vatni og veki spurningar um vitneskju Bandaríkjanna og Bretlands um mögulega aðkomu þeirra að átökunum. Bandaríkin, Bretland, Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa freistað þess saman að miðla málum milli stríðandi fylkinga í landinu. Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa óbeinna hagsmuna að gæta í átökunum í Súdan, þar sem bæði ríki vilja treysta yfirráð sín á svæðinu. Vesturlönd óttast hins vegar að ástandið muni greiða fyrir því að stjórnvöld í Súdan heimili Rússum eða Írönum að koma upp herstöð í landinu.
Suður-Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira