Útkallið reyndist vera tóm vitleysa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2024 14:27 Frá vettvangi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í gærkvöldi. Vísir Lögregla lítur mjög alvarlegum augum útkall á höfuðborgarsvæðinu í gær þar sem átökum með eggvopni og eldsvoða var lýst. Lögreglubíll á leið í verkefnið lenti í harkalegum árekstri á fjölförnustu gatnamótum landsins. Það var á áttunda tímanum í gær sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk útkall þar sem tilkynnt var um átök með eggvopni og eld í sama húsnæði. Lögreglubíll með tvo innanborðs var sendur í verkefnið en komst ekki lengra en gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar varð harkalegur árekstur við almennann borgara. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu hafa verið í forgangsakstri en ekki á mikilli ferð. Það sé ekki heimilt yfir gatnamót. „Það vildi svo óheppilega til að ökutæki hins almenna borgara lenti í hlið lögreglubílsins.“ Líðan eftir atvikum Hann segir viðbragð hafa verið mikið enda allt bent til þess að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Beita þurfti klippum til að ná öðrum lögreglumanninum út úr bílnum. Almenni borgarinn og annar lögregluþjónninn hlutu minniháttar áverka en hinn minniháttar beinbrot. Unnar Már segir líðan allra þokkalega miðað við aðstæður en þeir voru allir útskrifaðir í gærkvöldi af Landspítalanum. Fyrir það megi þakka og sem betur fer séu slys á borð við þetta mjög fátíð. „En stundum eru frávik, í þessu eins og lífinu almennt.“ Líta málið alvarlegum augum Annar lögreglubíll var sendur í útkallið þar sem átökum með hnífum og eldsvoða hafði verið lýst. Unnar segir að þegar komið var á svæðið reyndist enginn fótur fyrir slíku. „Við erum að taka það til rannsóknar og skoða mjög alvarlega,“ segir Unnar Már. Gagnaöflun sé hafin og hann telur ekki verða flókið að hafa upp á því hver hafi tilkynnt málið. En málið þurfi að vinna eftir réttum ferlum svo lögregla geti nálgast viðkomandi einstakling með lögmætum hætti. Hann segir göbb á borð við þetta ekki algeng en komi þó fyrir. Hann nefnir að forgangsakstur lögreglu sé eitt það hættulegasta sem lögregla geri. Fólk flýti sér hægt „Við gerum allt til að koma í veg fyrir svona slys og okkar þjálfun snýst mikið um það.“ Hann hvetur alla til að fara varlega í umferðinni nú þegar helgin sé handan við hornið. Fólk eigi að njóta ferðarinnar frekar en að keppast við að komast á áfangastað. „Það skiptir máli. Það hafa margir slasast í umferðinni í sumar og margir látið lífið líka. Það er ástæða til að staldra við og hugsa hvert við ætlum að fara með okkar daglega líf, og njóta.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Það var á áttunda tímanum í gær sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk útkall þar sem tilkynnt var um átök með eggvopni og eld í sama húsnæði. Lögreglubíll með tvo innanborðs var sendur í verkefnið en komst ekki lengra en gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar varð harkalegur árekstur við almennann borgara. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu hafa verið í forgangsakstri en ekki á mikilli ferð. Það sé ekki heimilt yfir gatnamót. „Það vildi svo óheppilega til að ökutæki hins almenna borgara lenti í hlið lögreglubílsins.“ Líðan eftir atvikum Hann segir viðbragð hafa verið mikið enda allt bent til þess að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Beita þurfti klippum til að ná öðrum lögreglumanninum út úr bílnum. Almenni borgarinn og annar lögregluþjónninn hlutu minniháttar áverka en hinn minniháttar beinbrot. Unnar Már segir líðan allra þokkalega miðað við aðstæður en þeir voru allir útskrifaðir í gærkvöldi af Landspítalanum. Fyrir það megi þakka og sem betur fer séu slys á borð við þetta mjög fátíð. „En stundum eru frávik, í þessu eins og lífinu almennt.“ Líta málið alvarlegum augum Annar lögreglubíll var sendur í útkallið þar sem átökum með hnífum og eldsvoða hafði verið lýst. Unnar segir að þegar komið var á svæðið reyndist enginn fótur fyrir slíku. „Við erum að taka það til rannsóknar og skoða mjög alvarlega,“ segir Unnar Már. Gagnaöflun sé hafin og hann telur ekki verða flókið að hafa upp á því hver hafi tilkynnt málið. En málið þurfi að vinna eftir réttum ferlum svo lögregla geti nálgast viðkomandi einstakling með lögmætum hætti. Hann segir göbb á borð við þetta ekki algeng en komi þó fyrir. Hann nefnir að forgangsakstur lögreglu sé eitt það hættulegasta sem lögregla geri. Fólk flýti sér hægt „Við gerum allt til að koma í veg fyrir svona slys og okkar þjálfun snýst mikið um það.“ Hann hvetur alla til að fara varlega í umferðinni nú þegar helgin sé handan við hornið. Fólk eigi að njóta ferðarinnar frekar en að keppast við að komast á áfangastað. „Það skiptir máli. Það hafa margir slasast í umferðinni í sumar og margir látið lífið líka. Það er ástæða til að staldra við og hugsa hvert við ætlum að fara með okkar daglega líf, og njóta.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira