Bordeaux er gjaldþrota og verður áhugamannalið Siggeir Ævarsson skrifar 26. júlí 2024 07:00 Tímabilið 2018-19 lék liðið í Evrópukeppni félagsliða en síðan þá hefur fjarað hratt undan málum. Vísir/EPA-EFE/ANATOLY MALTSEV Franska liðið FC Girondins de Bordeaux, sem er sjötta sigursælasta lið í sögu franskrar knattspyrnu, hefur verið lýst gjaldþrota og mun leika frönsku C-deildinni í haust, sem er hálf-atvinnumannadeild. Bordeaux hefur alls unnið frönsku úrvalsdeildina, Ligue 1, sex sinnum, síðast árið 2009. Liðið komst í kjölfarið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar árið eftir en síðan þá hefur hallað undan fæti. Gus Poyet tók við þjálfun liðsins í janúar 2018 og stýrði liðinu í 6. sæti sem tryggði því þátttökurétt í Evrópukeppni. Hann var rekinn frá liðinu í ágúst sama ár eftir að Gaëtan Laborde var seldur til Montpellier án samráðs við hann. Gagnrýndi hans stjórnun liðsins opinberlega og var í kjölfarið látinn taka pokann sinn. Tímabilið 2020-21 gekk fátt upp hjá liðinu sem endaði í 12. sæti en til að bíta höfuðið af skömminni lýsti liðið yfir gjaldþroti og var í kjölfarið sett í fjárhagslega gjörgæslu. Liðið fékk að halda sæti sínu í efstu deild þrátt fyrir fjárhagsörðugleika en endaði í neðsta sæti vorið eftir. Franska knattspyrnusambandið dæmdi liðið niður í C-deild í kjölfarið vegna fjármálaóreiðu en forsvarsmenn Bordeaux áfrýjuðu og liðið fékk að leika í B-deildinni. En nú er komið að skuldadögum. Vonir stóðu til að eigendur Liverpool, Fenway Sports Group (FSG), myndu kaupa klúbbinn en þær viðræður hafa nú siglt í strand og forsvarmenn Bordeaux hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar og reyna að byggja liðið upp frá grunni. Bordeaux er því ekki atvinnumannalið lengur og allir leikmenn liðsins eru lausir undan samningum sínum. Markmið liðsins er að hlúa að ungum og upprennandi leikmönnum, sem gæti þó reynst erfitt þar sem æfingasvæði liðsins og akademía þess loka í kjölfar þessara aðgerða. Nokkrir af bestu leikmönnum Frakka hafa einmitt komið upp í gegnum téða akademíu. Þeirra frægastur er sennilega Zinédine Zidane, en þá má einnig nefna leikmenn eins og Bixente Lizarazu, Jules Koundé og Aurélien Tchouaméni. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Bordeaux hefur alls unnið frönsku úrvalsdeildina, Ligue 1, sex sinnum, síðast árið 2009. Liðið komst í kjölfarið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar árið eftir en síðan þá hefur hallað undan fæti. Gus Poyet tók við þjálfun liðsins í janúar 2018 og stýrði liðinu í 6. sæti sem tryggði því þátttökurétt í Evrópukeppni. Hann var rekinn frá liðinu í ágúst sama ár eftir að Gaëtan Laborde var seldur til Montpellier án samráðs við hann. Gagnrýndi hans stjórnun liðsins opinberlega og var í kjölfarið látinn taka pokann sinn. Tímabilið 2020-21 gekk fátt upp hjá liðinu sem endaði í 12. sæti en til að bíta höfuðið af skömminni lýsti liðið yfir gjaldþroti og var í kjölfarið sett í fjárhagslega gjörgæslu. Liðið fékk að halda sæti sínu í efstu deild þrátt fyrir fjárhagsörðugleika en endaði í neðsta sæti vorið eftir. Franska knattspyrnusambandið dæmdi liðið niður í C-deild í kjölfarið vegna fjármálaóreiðu en forsvarsmenn Bordeaux áfrýjuðu og liðið fékk að leika í B-deildinni. En nú er komið að skuldadögum. Vonir stóðu til að eigendur Liverpool, Fenway Sports Group (FSG), myndu kaupa klúbbinn en þær viðræður hafa nú siglt í strand og forsvarmenn Bordeaux hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar og reyna að byggja liðið upp frá grunni. Bordeaux er því ekki atvinnumannalið lengur og allir leikmenn liðsins eru lausir undan samningum sínum. Markmið liðsins er að hlúa að ungum og upprennandi leikmönnum, sem gæti þó reynst erfitt þar sem æfingasvæði liðsins og akademía þess loka í kjölfar þessara aðgerða. Nokkrir af bestu leikmönnum Frakka hafa einmitt komið upp í gegnum téða akademíu. Þeirra frægastur er sennilega Zinédine Zidane, en þá má einnig nefna leikmenn eins og Bixente Lizarazu, Jules Koundé og Aurélien Tchouaméni.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira