Segir tíð lyfjapróf á kínversku sundfólki hluta af samsæri Evrópu og Bandaríkjanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2024 11:31 Qin Haiyang setti heimsmet í tvö hundruð metra bringusundi á HM í fyrra. Þar vann hann gull í fimmtíu, hundrað og tvö hundruð metra bringusundi, eitthvað sem enginn hafði áður afrekað. getty/Dimitris Mantzouranis Qin Haiyang, heimsmethafi í tvö hundruð metra bringusundi, er pirraður á tíðum lyfjaprófum á Ólympíuleikunum í París og sakar þá sem standa fyrir þeim um að vera hluti af samsæri Evrópu og Bandaríkjanna um að leggja stein í götu Kínverja. Qin er einn fremsti sundkappi heims og þykir líklegur til afreka í bringusundsgreinunum á Ólympíuleikunum sem verða formlega settir í dag. Kínverskt sundfólk hefur reglulega verið tekið í lyfjapróf á Ólympíuleikunum, eða að meðaltali fimm til sjö sinnum á fyrstu tíu dögum þess í París. Prófin eru tekin á öllum tímum sólarhringsins. Qin segir að markmiðið með þessum tíðu lyfjaprófum sé að trufla kínverska sundfólkið. „Þetta sannar að evrópsku og bandarísku liðunum finnst þeim ógnað af frammistöðu kínverska liðsins undanfarin ár,“ skrifaði Qin á samfélagsmiðla. „Þetta eru brögð til að trufla taktinn í undirbúningi okkar og veikja andlegar varnir okkar! En við erum óhrædd. Þegar þú ert með hreina samvisku óttastu ekki rógburð. Liðið undirbýr sig á eðlilegum hraða. Við munum standast pressuna og þagga niður í gagnrýnisröddunum!“ Það er þó ekki að ástæðulausu að kínversku keppendurnir eru prófaðir reglulega. Í sameiginlegri rannsókn New York Times og ARD í Þýskalandi, sem var birt í apríl, kom í ljós að 23 kínverskum keppendum, þar á meðal Qin, var heimilið að taka þátt á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjapróf. Alþjóða lyfjaeftirlitið, Wada, féllst þó á útskýringar Kínverja um að eldhúsið á hótelinu sem þeir dvöldust á hafi verið mengað. Wada lofaði þó að auka eftirlit með kínverskum keppendum og lyfjanotkun þeirra á Ólympíuleikunum í París. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Kína Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Qin er einn fremsti sundkappi heims og þykir líklegur til afreka í bringusundsgreinunum á Ólympíuleikunum sem verða formlega settir í dag. Kínverskt sundfólk hefur reglulega verið tekið í lyfjapróf á Ólympíuleikunum, eða að meðaltali fimm til sjö sinnum á fyrstu tíu dögum þess í París. Prófin eru tekin á öllum tímum sólarhringsins. Qin segir að markmiðið með þessum tíðu lyfjaprófum sé að trufla kínverska sundfólkið. „Þetta sannar að evrópsku og bandarísku liðunum finnst þeim ógnað af frammistöðu kínverska liðsins undanfarin ár,“ skrifaði Qin á samfélagsmiðla. „Þetta eru brögð til að trufla taktinn í undirbúningi okkar og veikja andlegar varnir okkar! En við erum óhrædd. Þegar þú ert með hreina samvisku óttastu ekki rógburð. Liðið undirbýr sig á eðlilegum hraða. Við munum standast pressuna og þagga niður í gagnrýnisröddunum!“ Það er þó ekki að ástæðulausu að kínversku keppendurnir eru prófaðir reglulega. Í sameiginlegri rannsókn New York Times og ARD í Þýskalandi, sem var birt í apríl, kom í ljós að 23 kínverskum keppendum, þar á meðal Qin, var heimilið að taka þátt á Ólympíuleikunum þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjapróf. Alþjóða lyfjaeftirlitið, Wada, féllst þó á útskýringar Kínverja um að eldhúsið á hótelinu sem þeir dvöldust á hafi verið mengað. Wada lofaði þó að auka eftirlit með kínverskum keppendum og lyfjanotkun þeirra á Ólympíuleikunum í París.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Kína Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum