Þetta staðfestir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Maðurinn sem ráðist var að er tannbrotinn og var nokkuð slasaður. Unnar segir að hann sé ekki með alvarlega áverka í dag, en hann verði áfram í bataferli sem maður þarf að fara í eftir svona árás.
„Málið er í rannsókn, það er búið að yfirheyra þá og þeir eru lausir frá okkur. Ég veit ekki hvort þeir séu ennþá á landinu,“ segir Unnar.
Verið sé að vinna málið fyrir ákærusviðið þannig þeir geti tekið við því. Unnið sé að því að klára gagnaöflun og þess háttar, og það muni taka nokkrar vikur.
„Það eru engin tengsl á milli þeirra. Skemmtunin fór bara fram úr sér, það var ekki alvarlegra en það,“ segir Unnar.
Tveir mannanna voru með fíkniefni á sér, sem áætlað er að hafi verið kókaín. Unnar segir að það muni liggja fyrir eftir tvær til þrjár vikur, hvort efnin hafi verið kókaín, þegar niðurstöður berast úr efnarannsókn.