Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júlí 2024 12:06 Mikill viðbúnaður er í Parísarborg í kringum Ólympíuleikanna. Vilhelm/EPA/RITCHIE B. TONGO Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. Formleg setningarathöfn Ólympíuleikanna er í kvöld en tveir íslenskir keppendur taka þátt sem fánaberar. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri hópsins, segir óljóst hvort að umfangsmikil skemmdarverk sem voru unnin á lestarkerfinu umhverfis París í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska hópinn. Vésteinn tekur þó fram að skipulagsleysi setji svip sinn á samgöngumál á mótinu. Leið yfir keppanda í rútu „Við vitum það ekki þetta er bara nýtilkomið. Það hefur verið mikið vesen með samgöngur hérna, það hefur verið aðallega kvartað undan því. Rútukerfi leikanna hefur ekki virkað og bílstjórarnir vita ekki hvert þeir eru að fara og svona. Af alls konar öryggisástæðum má ekki opna glugga í rútunni og það leið yfir eina sundkonu frá Írlandi út af súrefnisskorti. Við vitum hreinlega ekki hvort þessi skemmdarverk hafi áhrif á okkur en hinað til erum við bara í rútum, við erum ekki í þessum samgöngumálum. Við erum með nokkra starfsmenn sem eru fyrir utan þorpið og það gæti haft áhrif á þau. Við erum með b-plan í þessu öllu saman og erum með bíla til að ná í þau. “ Lítið af mat fyrstu daganna Jafnframt hefur verið kvartað töluvert undan matnum á mótinu en Vésteinn tekur fram að búið sé að bæta úr því. „Fyrstu daganna hérna var lítið af mat og lítið af próteini. Eggin voru búin og ýmislegt svona í morgunmatnum. Það er búið að laga það sæmilega vel. Við vorum í kvöldmat í gær með þrjú þúsund manns og ég held að það hafi allir fengið nóg að borða.“ Átta tíma ferðalag fyrir setningarathöfnina Vésteinn segir að mikil spenna sé á meðal keppenda fyrir leikunum og að undirbúningur sé búin að ganga mjög vel. Hann nefnir að þrír af fimm keppendum muni ekki taka þátt í setningarathöfninni til að og undirbúa sig fyrir keppnina sjálfa. Þetta er í fyrsta sinn sem athöfnin fer ekki fram á íþróttaleikvangi en í kvöld munu keppendur frá 207 löndum sigla niður Signu um borð í 85 bátum. Mikil leynd ríkir um skemmtiatriði kvöldsins en búist er við að Lady Gaga og Celine Dion komi fram í kvöld. „Við förum héðan þremur tímum fyrir bátsferðina svo að allur pakkinn er átta og hálfur tími. Síðan er bátsferðin 42 mínútur og síðan förum við í land eftir tvo klukkutíma því þetta eru svo margir bátar og svo er þetta í Trocadero eftir það. Þannig að þetta er heljarinnar batterí.“ Mikill viðbúnaður í kringum þorpið Vésteinn segir mikinn viðbúnað á svæðinu og að mikil áhersla sé lögð á öryggismál. „Við erum í sömu götu og Ísrael. Þeir eru hérna þremur blokkum frá okkur og það er lokað stundum þar. Það er eina blokkin sem er ekki merkt. Hér labba menn um með stór skotvopn og það er mjög mikið öryggi og það kemst enginn inn. Það er vel hugsað um þá sem eru í stríðsátökum og við getum náttúrulega ekkert annað en bara fylgt þeim reglum.“ Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Formleg setningarathöfn Ólympíuleikanna er í kvöld en tveir íslenskir keppendur taka þátt sem fánaberar. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri hópsins, segir óljóst hvort að umfangsmikil skemmdarverk sem voru unnin á lestarkerfinu umhverfis París í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska hópinn. Vésteinn tekur þó fram að skipulagsleysi setji svip sinn á samgöngumál á mótinu. Leið yfir keppanda í rútu „Við vitum það ekki þetta er bara nýtilkomið. Það hefur verið mikið vesen með samgöngur hérna, það hefur verið aðallega kvartað undan því. Rútukerfi leikanna hefur ekki virkað og bílstjórarnir vita ekki hvert þeir eru að fara og svona. Af alls konar öryggisástæðum má ekki opna glugga í rútunni og það leið yfir eina sundkonu frá Írlandi út af súrefnisskorti. Við vitum hreinlega ekki hvort þessi skemmdarverk hafi áhrif á okkur en hinað til erum við bara í rútum, við erum ekki í þessum samgöngumálum. Við erum með nokkra starfsmenn sem eru fyrir utan þorpið og það gæti haft áhrif á þau. Við erum með b-plan í þessu öllu saman og erum með bíla til að ná í þau. “ Lítið af mat fyrstu daganna Jafnframt hefur verið kvartað töluvert undan matnum á mótinu en Vésteinn tekur fram að búið sé að bæta úr því. „Fyrstu daganna hérna var lítið af mat og lítið af próteini. Eggin voru búin og ýmislegt svona í morgunmatnum. Það er búið að laga það sæmilega vel. Við vorum í kvöldmat í gær með þrjú þúsund manns og ég held að það hafi allir fengið nóg að borða.“ Átta tíma ferðalag fyrir setningarathöfnina Vésteinn segir að mikil spenna sé á meðal keppenda fyrir leikunum og að undirbúningur sé búin að ganga mjög vel. Hann nefnir að þrír af fimm keppendum muni ekki taka þátt í setningarathöfninni til að og undirbúa sig fyrir keppnina sjálfa. Þetta er í fyrsta sinn sem athöfnin fer ekki fram á íþróttaleikvangi en í kvöld munu keppendur frá 207 löndum sigla niður Signu um borð í 85 bátum. Mikil leynd ríkir um skemmtiatriði kvöldsins en búist er við að Lady Gaga og Celine Dion komi fram í kvöld. „Við förum héðan þremur tímum fyrir bátsferðina svo að allur pakkinn er átta og hálfur tími. Síðan er bátsferðin 42 mínútur og síðan förum við í land eftir tvo klukkutíma því þetta eru svo margir bátar og svo er þetta í Trocadero eftir það. Þannig að þetta er heljarinnar batterí.“ Mikill viðbúnaður í kringum þorpið Vésteinn segir mikinn viðbúnað á svæðinu og að mikil áhersla sé lögð á öryggismál. „Við erum í sömu götu og Ísrael. Þeir eru hérna þremur blokkum frá okkur og það er lokað stundum þar. Það er eina blokkin sem er ekki merkt. Hér labba menn um með stór skotvopn og það er mjög mikið öryggi og það kemst enginn inn. Það er vel hugsað um þá sem eru í stríðsátökum og við getum náttúrulega ekkert annað en bara fylgt þeim reglum.“
Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira