Fótbolti

Argentína og Spánn unnu örugga sigra

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thiago Almada skoraði eitt mark Argentínumanna.
Thiago Almada skoraði eitt mark Argentínumanna. Claudio Villa/Getty Images

Argentína og Spánn unnu örugga sigra er önnur umferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í París í fótbolta hófst í dag.

Argentínumenn unnu 3-1 sigur gegn Írak þar sem Thiago Almada kom Argentínu yfir á 13. mínútu leiksins áður en Írakar jöfnuðu metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Mörk frá Luciano Gondou og Ezequiel Fernandez í síðari hálfleik sáu þó til þess að niðurstaðan varð öruggur 3-1 sigur Argentínu sem nú er með þrjú stig í öðru sæti eftir tvo leiki í riðlinum, jafn mörg og Írak sem situr í þriðja sæti.

Þá vann Spánn einnig öruggan 3-1 sigur gegn Dóminíska Lýðveldinu í dag. Fermin Lopez, Alex Baena og Miguel Gutierrez sáu um markaskorun Spánverja sem eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki og eru nú þegar búnir að tryggja sig upp úr riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×