Bandaríkin völtuðu yfir Þýskaland og ellefu marka veisla í sigri Ástralíu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2024 21:05 Bandaríkin fóru illa með Þjóðverja í kvöld. Daniela Porcelli/ISI Photos/Getty Images Sex leikir fóru fram í knattspyrnukeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París í dag. Bandaríkin unnu öruggan 4-1 sigur gegn Þjóðverjum og Ástralía vann ótrúlegan 6-5 sigur gegn Sambíu. Sophia Smith kom bandarísku stelpunum yfir strax á tíundu mínútu gegn Þjóðverjum er liðin mættust í kvöld áður en Giulia Gwinn jafnaði metin fyrir þýska liðið rúmum tíu mínútum síðar. Mallory Swanson skoraði svo annað mark bandaríska liðsins á 26. mínútu áður en Sophia Smith bætti öðru marki sínu við stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lynn Williams gerði svo endanlega út um leikinn á 89. mínútu, fjórum mínútum eftir að hún kom inn af varamannabekknum og niðurstaðan varð öruggur 4-1 sigur Bandaríkjanna sem nú eru með sex stig eftir tvo leiki á toppi B-riðils, þremur stigum meira en Þjóðverjar sem sitja í öðru sæti. Fyrr í dag mættust svo Ástralía og Sambía í ótrúlegum leik. Sambía leiddi 4-2 í hálfleik þar sem Barbra Banda skoraði þrennu fyrir liðið. Racheal Kundananji, sem skoraði einnig í fyrri hálfleik, bætti svo fimmta marki Sambíu við snemma í síðari hálfleik. Á tíu mínútna kafla, sem hófst á 58. mínútu, tókst ástralska liðinu þó að skora þrjú mörk og jafna metin. Michelle Heyman, sem kom inn á sem varamaður, reyndist svo hetja Ástralíu þegar hún tryggði liðinu ótrúlegan 6-5 sigur með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. A moment of silence for everyone who didn’t watch Australia vs Zambia pic.twitter.com/AUWhj7Pusz— Total Football (@TotalFootbol) July 28, 2024 Í C-riðli unnu Spánverjar Nígeríu 1-0 þar sem Alexia Putellas skorai mark Spánverja og Japan vann 2-1 sigur gegn Brasilíu. Þá vann Kólumbía 2-0 sigur gegn Nýja-Sjálandi í A-riðli og í sama riðli vann Kanada 2-1 sigur gegn Frökkum. Þrátt fyrir að hafa unnið fyrstu tvo leiki mótsins situr kanadíska liðið á botni riðilsins án stiga, en sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að liðið hafði notað dróna til að njósna um æfingar annarra liða. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Sophia Smith kom bandarísku stelpunum yfir strax á tíundu mínútu gegn Þjóðverjum er liðin mættust í kvöld áður en Giulia Gwinn jafnaði metin fyrir þýska liðið rúmum tíu mínútum síðar. Mallory Swanson skoraði svo annað mark bandaríska liðsins á 26. mínútu áður en Sophia Smith bætti öðru marki sínu við stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 4-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lynn Williams gerði svo endanlega út um leikinn á 89. mínútu, fjórum mínútum eftir að hún kom inn af varamannabekknum og niðurstaðan varð öruggur 4-1 sigur Bandaríkjanna sem nú eru með sex stig eftir tvo leiki á toppi B-riðils, þremur stigum meira en Þjóðverjar sem sitja í öðru sæti. Fyrr í dag mættust svo Ástralía og Sambía í ótrúlegum leik. Sambía leiddi 4-2 í hálfleik þar sem Barbra Banda skoraði þrennu fyrir liðið. Racheal Kundananji, sem skoraði einnig í fyrri hálfleik, bætti svo fimmta marki Sambíu við snemma í síðari hálfleik. Á tíu mínútna kafla, sem hófst á 58. mínútu, tókst ástralska liðinu þó að skora þrjú mörk og jafna metin. Michelle Heyman, sem kom inn á sem varamaður, reyndist svo hetja Ástralíu þegar hún tryggði liðinu ótrúlegan 6-5 sigur með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. A moment of silence for everyone who didn’t watch Australia vs Zambia pic.twitter.com/AUWhj7Pusz— Total Football (@TotalFootbol) July 28, 2024 Í C-riðli unnu Spánverjar Nígeríu 1-0 þar sem Alexia Putellas skorai mark Spánverja og Japan vann 2-1 sigur gegn Brasilíu. Þá vann Kólumbía 2-0 sigur gegn Nýja-Sjálandi í A-riðli og í sama riðli vann Kanada 2-1 sigur gegn Frökkum. Þrátt fyrir að hafa unnið fyrstu tvo leiki mótsins situr kanadíska liðið á botni riðilsins án stiga, en sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að liðið hafði notað dróna til að njósna um æfingar annarra liða.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti