„Fyrirgefðu, elskan mín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 08:00 Gianmarco Tamberi með eiginkonu sinni Chiara Bontempi eftir að hann varð Evrópumeistari í júní. Getty/Michael Steele Ítalski hástökkvarinn Gianmarco Tamberi átti mjög sérstakt kvöld á setningarhátíðinni á Ólympíuleikunum í París. Honum var þar sýndur mikill heiður með því að vera fánaberi Ítala en kvöldið hans endaði ekki nógu vel. Tamberi sendi eiginkonu sinni afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir að hafa horft á eftir giftingarhringnum sínum fara á bólakaf ofan í ána Signu. Rómantíkin alls ráðandi Vandamálið þegar þú missir frá því hluti á setningarhátíð, sem er haldin á vatni, þá er ólíklegt að hluturinn komi nokkurn tímann aftur í leitirnar. Það er samt ekki bara þessi óheppni Ítalans sem vakti mikla athygli í netheimunum heldur einnig hin magnaða afsökunarbeiðni Tamberi sem fylgdi á eftir. Þar var rómantíkin alls ráðandi sem var vel við hæfi í borg ástarinnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tamberi lýsti því hvernig hann horfði á eftir hringum skoppa á bátnum og detta síðan út yfir borð og á bólakaf í Signu. Mér þykir þetta svo leitt „Fyrirgefðu elskan mín. Mér þykir þetta svo leitt,“ byrjaði Tamberi afsökunarbeiðni sína. „Of mikið vatn, of mörg kíló farin á síðustu mánuðum og kannski of mikill æsingur yfir því sem við vorum að gera. Líklegast eitthvað af þessu öllu þrennu. Ég fann hringinn renna af puttanum og ég sá hann fljúga,“ skrifaði Tamberi. „Ég sá hann skoppa á bátnum og var að vona að hann skoppaði í rétta átt en hann skoppaði því miður í ranga átt. Ég sá hann síðan fara á bólakaf í vatnið eins og hann vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifaði Tamberi. „Ef að þetta átti að gerast þá get ég ekki ímyndað mér betri stað. Hann verður til eilífðar í borg ástarinnar vegna þess að ég var að halda ítalska fánanum hátt á setningarhátíð mikilvægustu íþróttahátíðar heims,“ skrifaði Tamberi. Afsökun til að endurnýja heitin „Ég held að þetta gæti orðið mjög ljóðrænt fyrir okkur tvö ef þú myndir líka kasta þínum giftingarhring út í Signu þannig að þeir verði þar saman til eilífðar. Við hefðum um leið afsökun til að endurnýja heitin okkar og gifta okkur aftur eins og þú hefur oft beðið mig um,“ skrifaði Tamberi. „Ég elska þig elskan mín. Vonandi er þetta líka góður fyrirboði um að ég komi heim með enn stærra gull,“ skrifaði Tamberi. Gianmarco Tamberi er ríkjandi Ólympíumeistari, ríkjandi heimsmeistari og ríkjandi Evrópumeistari í hástökki. Hann fór yfir 2,37 metra á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021, fór yfir 2,36 metra á HM í Búdapest 2023 og hoppaði yfir 2,37 metra á Evrópumótinu í Róm fyrr í sumar. View this post on Instagram A post shared by HALFSHAVE (@gianmarcotamberi) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira
Tamberi sendi eiginkonu sinni afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir að hafa horft á eftir giftingarhringnum sínum fara á bólakaf ofan í ána Signu. Rómantíkin alls ráðandi Vandamálið þegar þú missir frá því hluti á setningarhátíð, sem er haldin á vatni, þá er ólíklegt að hluturinn komi nokkurn tímann aftur í leitirnar. Það er samt ekki bara þessi óheppni Ítalans sem vakti mikla athygli í netheimunum heldur einnig hin magnaða afsökunarbeiðni Tamberi sem fylgdi á eftir. Þar var rómantíkin alls ráðandi sem var vel við hæfi í borg ástarinnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tamberi lýsti því hvernig hann horfði á eftir hringum skoppa á bátnum og detta síðan út yfir borð og á bólakaf í Signu. Mér þykir þetta svo leitt „Fyrirgefðu elskan mín. Mér þykir þetta svo leitt,“ byrjaði Tamberi afsökunarbeiðni sína. „Of mikið vatn, of mörg kíló farin á síðustu mánuðum og kannski of mikill æsingur yfir því sem við vorum að gera. Líklegast eitthvað af þessu öllu þrennu. Ég fann hringinn renna af puttanum og ég sá hann fljúga,“ skrifaði Tamberi. „Ég sá hann skoppa á bátnum og var að vona að hann skoppaði í rétta átt en hann skoppaði því miður í ranga átt. Ég sá hann síðan fara á bólakaf í vatnið eins og hann vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifaði Tamberi. „Ef að þetta átti að gerast þá get ég ekki ímyndað mér betri stað. Hann verður til eilífðar í borg ástarinnar vegna þess að ég var að halda ítalska fánanum hátt á setningarhátíð mikilvægustu íþróttahátíðar heims,“ skrifaði Tamberi. Afsökun til að endurnýja heitin „Ég held að þetta gæti orðið mjög ljóðrænt fyrir okkur tvö ef þú myndir líka kasta þínum giftingarhring út í Signu þannig að þeir verði þar saman til eilífðar. Við hefðum um leið afsökun til að endurnýja heitin okkar og gifta okkur aftur eins og þú hefur oft beðið mig um,“ skrifaði Tamberi. „Ég elska þig elskan mín. Vonandi er þetta líka góður fyrirboði um að ég komi heim með enn stærra gull,“ skrifaði Tamberi. Gianmarco Tamberi er ríkjandi Ólympíumeistari, ríkjandi heimsmeistari og ríkjandi Evrópumeistari í hástökki. Hann fór yfir 2,37 metra á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021, fór yfir 2,36 metra á HM í Búdapest 2023 og hoppaði yfir 2,37 metra á Evrópumótinu í Róm fyrr í sumar. View this post on Instagram A post shared by HALFSHAVE (@gianmarcotamberi)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira