„Fyrirgefðu, elskan mín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 08:00 Gianmarco Tamberi með eiginkonu sinni Chiara Bontempi eftir að hann varð Evrópumeistari í júní. Getty/Michael Steele Ítalski hástökkvarinn Gianmarco Tamberi átti mjög sérstakt kvöld á setningarhátíðinni á Ólympíuleikunum í París. Honum var þar sýndur mikill heiður með því að vera fánaberi Ítala en kvöldið hans endaði ekki nógu vel. Tamberi sendi eiginkonu sinni afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir að hafa horft á eftir giftingarhringnum sínum fara á bólakaf ofan í ána Signu. Rómantíkin alls ráðandi Vandamálið þegar þú missir frá því hluti á setningarhátíð, sem er haldin á vatni, þá er ólíklegt að hluturinn komi nokkurn tímann aftur í leitirnar. Það er samt ekki bara þessi óheppni Ítalans sem vakti mikla athygli í netheimunum heldur einnig hin magnaða afsökunarbeiðni Tamberi sem fylgdi á eftir. Þar var rómantíkin alls ráðandi sem var vel við hæfi í borg ástarinnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tamberi lýsti því hvernig hann horfði á eftir hringum skoppa á bátnum og detta síðan út yfir borð og á bólakaf í Signu. Mér þykir þetta svo leitt „Fyrirgefðu elskan mín. Mér þykir þetta svo leitt,“ byrjaði Tamberi afsökunarbeiðni sína. „Of mikið vatn, of mörg kíló farin á síðustu mánuðum og kannski of mikill æsingur yfir því sem við vorum að gera. Líklegast eitthvað af þessu öllu þrennu. Ég fann hringinn renna af puttanum og ég sá hann fljúga,“ skrifaði Tamberi. „Ég sá hann skoppa á bátnum og var að vona að hann skoppaði í rétta átt en hann skoppaði því miður í ranga átt. Ég sá hann síðan fara á bólakaf í vatnið eins og hann vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifaði Tamberi. „Ef að þetta átti að gerast þá get ég ekki ímyndað mér betri stað. Hann verður til eilífðar í borg ástarinnar vegna þess að ég var að halda ítalska fánanum hátt á setningarhátíð mikilvægustu íþróttahátíðar heims,“ skrifaði Tamberi. Afsökun til að endurnýja heitin „Ég held að þetta gæti orðið mjög ljóðrænt fyrir okkur tvö ef þú myndir líka kasta þínum giftingarhring út í Signu þannig að þeir verði þar saman til eilífðar. Við hefðum um leið afsökun til að endurnýja heitin okkar og gifta okkur aftur eins og þú hefur oft beðið mig um,“ skrifaði Tamberi. „Ég elska þig elskan mín. Vonandi er þetta líka góður fyrirboði um að ég komi heim með enn stærra gull,“ skrifaði Tamberi. Gianmarco Tamberi er ríkjandi Ólympíumeistari, ríkjandi heimsmeistari og ríkjandi Evrópumeistari í hástökki. Hann fór yfir 2,37 metra á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021, fór yfir 2,36 metra á HM í Búdapest 2023 og hoppaði yfir 2,37 metra á Evrópumótinu í Róm fyrr í sumar. View this post on Instagram A post shared by HALFSHAVE (@gianmarcotamberi) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Sjá meira
Tamberi sendi eiginkonu sinni afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir að hafa horft á eftir giftingarhringnum sínum fara á bólakaf ofan í ána Signu. Rómantíkin alls ráðandi Vandamálið þegar þú missir frá því hluti á setningarhátíð, sem er haldin á vatni, þá er ólíklegt að hluturinn komi nokkurn tímann aftur í leitirnar. Það er samt ekki bara þessi óheppni Ítalans sem vakti mikla athygli í netheimunum heldur einnig hin magnaða afsökunarbeiðni Tamberi sem fylgdi á eftir. Þar var rómantíkin alls ráðandi sem var vel við hæfi í borg ástarinnar. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tamberi lýsti því hvernig hann horfði á eftir hringum skoppa á bátnum og detta síðan út yfir borð og á bólakaf í Signu. Mér þykir þetta svo leitt „Fyrirgefðu elskan mín. Mér þykir þetta svo leitt,“ byrjaði Tamberi afsökunarbeiðni sína. „Of mikið vatn, of mörg kíló farin á síðustu mánuðum og kannski of mikill æsingur yfir því sem við vorum að gera. Líklegast eitthvað af þessu öllu þrennu. Ég fann hringinn renna af puttanum og ég sá hann fljúga,“ skrifaði Tamberi. „Ég sá hann skoppa á bátnum og var að vona að hann skoppaði í rétta átt en hann skoppaði því miður í ranga átt. Ég sá hann síðan fara á bólakaf í vatnið eins og hann vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifaði Tamberi. „Ef að þetta átti að gerast þá get ég ekki ímyndað mér betri stað. Hann verður til eilífðar í borg ástarinnar vegna þess að ég var að halda ítalska fánanum hátt á setningarhátíð mikilvægustu íþróttahátíðar heims,“ skrifaði Tamberi. Afsökun til að endurnýja heitin „Ég held að þetta gæti orðið mjög ljóðrænt fyrir okkur tvö ef þú myndir líka kasta þínum giftingarhring út í Signu þannig að þeir verði þar saman til eilífðar. Við hefðum um leið afsökun til að endurnýja heitin okkar og gifta okkur aftur eins og þú hefur oft beðið mig um,“ skrifaði Tamberi. „Ég elska þig elskan mín. Vonandi er þetta líka góður fyrirboði um að ég komi heim með enn stærra gull,“ skrifaði Tamberi. Gianmarco Tamberi er ríkjandi Ólympíumeistari, ríkjandi heimsmeistari og ríkjandi Evrópumeistari í hástökki. Hann fór yfir 2,37 metra á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021, fór yfir 2,36 metra á HM í Búdapest 2023 og hoppaði yfir 2,37 metra á Evrópumótinu í Róm fyrr í sumar. View this post on Instagram A post shared by HALFSHAVE (@gianmarcotamberi)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Sjá meira