Hringvegurinn opnaður en ökumenn beðnir um að sýna tillitssemi Telma Tómasson skrifar 29. júlí 2024 06:45 Hlaup úr Mýrdalsjökli eru árviss viðburður en hlaupið í ár er með þeim umfangsmeiri í langan tíma. Sveinbjörn Darri Matthíasson Hringvegurinn við Skálmarbrú var opnaður á ellefta tímanum í gærkvöldi, en með þeim takmörkunum að vegurinn er einbreiður. Umferð var stýrt með ljósum yfir brúna í nótt, eftir því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en fjöldi ökumanna beið eftir að komast leiðar sinnar í gærkvöldi. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar. Viðgerðir standa yfir á veginum austan við ána Skálm, en hann fór í sundur eftir stórt jökulhlaup úr Mýrdalsjökli, sem kunnugt er. Einnig urðu miklar skemmdir á um 700 metra vegkafla og er vegurinn þar verulega laskaður eftir flóðið. Hlaupið í ánni Skálm er nú í rénun, vatnshæð hefur lækkað og rafleiðni sömuleiðis, að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Ekkert bendir til annars en að hlaupinu ljúki smám saman en fylgst er grannt með gangi mála og segir Elísabet það geta tekið hlaupið nokkra daga að skila sér alveg niður þar til áin kemst í eðlilegt horf. Nokkrir skjálftar hafa mælst í Mýrdalsjökli síðan flóðið hófst og má búast við því áfram, en rólegt var hins vegar í nótt. Skjálftarnir geta þýtt að katlarnir séu að tæma sig, að sögn Elísabetar, það er þó ekki nákvæmlega vitað en líklegt að einhver tengsl séu á milli atburðanna. Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og má búast við vatnavöxtum í Þórsmörk og nágrenni vegna þessa. Vatnsmagn jókst í ám á svæðinu í nótt samkvæmt mælitækjum og gæti haldið áfram í dag á þeim svæðum sem Veðurstofan telur ástæðu til að fylgjast með á Suðurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu. Enn er úrkomuspá á svæðinu en útlit fyrir að stytti upp þegar líður á daginn, ef spákort reynast rétt. Skilboð til ferðamanna eru að fylgjast grannt með og fara varlega. Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar. Viðgerðir standa yfir á veginum austan við ána Skálm, en hann fór í sundur eftir stórt jökulhlaup úr Mýrdalsjökli, sem kunnugt er. Einnig urðu miklar skemmdir á um 700 metra vegkafla og er vegurinn þar verulega laskaður eftir flóðið. Hlaupið í ánni Skálm er nú í rénun, vatnshæð hefur lækkað og rafleiðni sömuleiðis, að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Ekkert bendir til annars en að hlaupinu ljúki smám saman en fylgst er grannt með gangi mála og segir Elísabet það geta tekið hlaupið nokkra daga að skila sér alveg niður þar til áin kemst í eðlilegt horf. Nokkrir skjálftar hafa mælst í Mýrdalsjökli síðan flóðið hófst og má búast við því áfram, en rólegt var hins vegar í nótt. Skjálftarnir geta þýtt að katlarnir séu að tæma sig, að sögn Elísabetar, það er þó ekki nákvæmlega vitað en líklegt að einhver tengsl séu á milli atburðanna. Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og má búast við vatnavöxtum í Þórsmörk og nágrenni vegna þessa. Vatnsmagn jókst í ám á svæðinu í nótt samkvæmt mælitækjum og gæti haldið áfram í dag á þeim svæðum sem Veðurstofan telur ástæðu til að fylgjast með á Suðurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu. Enn er úrkomuspá á svæðinu en útlit fyrir að stytti upp þegar líður á daginn, ef spákort reynast rétt. Skilboð til ferðamanna eru að fylgjast grannt með og fara varlega.
Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira