Mikið undir hjá vængbrotnum KR-ingum: „Þýðir ekkert að væla yfir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2024 14:01 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, segir ljóst að hans menn þurfi að sækja þrjú stig sem allra fyrst. Vísir/Diego Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, segir tíma til kominn fyrir hans menn að ná í þrjú stig. KR mætir KA að Meistaravöllum í Bestu deild karla klukkan 18:00 í kvöld. KR hefur spilað sjö deildarleiki í röð án þess að vinna og er aðeins þremur stigum frá botnsæti deildarinnar. Pálmi Rafn segir menn meðvitaða um stöðuna fyrir kvöldið. „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er bara hrikalega mikilvægur leikur, eins og allir aðrir leikir hjá okkur þessa dagana. Við þurfum virkilega að fara að sækja fleiri stig. Það er bara augljóst,“ segir Pálmi Rafn í samtali við Vísi. Meiðslastaðan er ekki góð vesturfrá. Það fór betur en áhorfðist hjá Theódóri Elmari Bjarnasyni sem meiddist í síðustu viku. Hann er með heilt krossband en verður þó frá um hríð. Önnur meiðsli eru í hópnum. „Við höfum verið ótrúlega óheppnir með hópinn okkar og meiðslin. Það er bara eitthvað sem við því miður Þurfum að glíma við og leysa. Elmar verður frá í einhvern tíma og fyrir eru aðrir frá. Vonandi styttist í Flóka [Kristján Flóka Finnbogason] og það er óvissa með Bigga [Birgi Stein Styrmisson]. Jói [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er að koma til baka núna loksins, Aron Kristófer [Lárusson] fékk högg og er frá,“ „Þetta er búið að vera frekar mikið. En það er bara svo mikið sem maður hefur stjórn á þessu. Við þurfum bara glíma við þetta,“ segir Pálmi Rafn og bætir við: „Við erum með aðra menn sem stíga inn og erum ennþá með sterkt lið, finnst mér, mjög sterkt lið. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu.“ Öfugt við KR hefur KA leikið vel undanfarið. Liðið er á mikilli siglingu og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Pálmi býst við hörkuleik. „Ég býst bara við hörkuleik milli tveggja liða sem þurfa helst stigin. En auðvitað held ég að þetta verði þægilegra fyrir þá að koma inn og geta beðið og séð hvað við ætlum að gera,“ „Ég reikna með að þeir komi þokkalega sáttir með stigið til að byrja með en reyni að refsa okkur. Þeir sjá eflaust möguleika í því, eðlilega, á miðað við hvernig við höfum spilað undanfarið,“ segir Pálmi Rafn. Leikur KR og KA hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15. KR Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
KR hefur spilað sjö deildarleiki í röð án þess að vinna og er aðeins þremur stigum frá botnsæti deildarinnar. Pálmi Rafn segir menn meðvitaða um stöðuna fyrir kvöldið. „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er bara hrikalega mikilvægur leikur, eins og allir aðrir leikir hjá okkur þessa dagana. Við þurfum virkilega að fara að sækja fleiri stig. Það er bara augljóst,“ segir Pálmi Rafn í samtali við Vísi. Meiðslastaðan er ekki góð vesturfrá. Það fór betur en áhorfðist hjá Theódóri Elmari Bjarnasyni sem meiddist í síðustu viku. Hann er með heilt krossband en verður þó frá um hríð. Önnur meiðsli eru í hópnum. „Við höfum verið ótrúlega óheppnir með hópinn okkar og meiðslin. Það er bara eitthvað sem við því miður Þurfum að glíma við og leysa. Elmar verður frá í einhvern tíma og fyrir eru aðrir frá. Vonandi styttist í Flóka [Kristján Flóka Finnbogason] og það er óvissa með Bigga [Birgi Stein Styrmisson]. Jói [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er að koma til baka núna loksins, Aron Kristófer [Lárusson] fékk högg og er frá,“ „Þetta er búið að vera frekar mikið. En það er bara svo mikið sem maður hefur stjórn á þessu. Við þurfum bara glíma við þetta,“ segir Pálmi Rafn og bætir við: „Við erum með aðra menn sem stíga inn og erum ennþá með sterkt lið, finnst mér, mjög sterkt lið. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu.“ Öfugt við KR hefur KA leikið vel undanfarið. Liðið er á mikilli siglingu og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Pálmi býst við hörkuleik. „Ég býst bara við hörkuleik milli tveggja liða sem þurfa helst stigin. En auðvitað held ég að þetta verði þægilegra fyrir þá að koma inn og geta beðið og séð hvað við ætlum að gera,“ „Ég reikna með að þeir komi þokkalega sáttir með stigið til að byrja með en reyni að refsa okkur. Þeir sjá eflaust möguleika í því, eðlilega, á miðað við hvernig við höfum spilað undanfarið,“ segir Pálmi Rafn. Leikur KR og KA hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15.
KR Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira