Vegfarendum stafi hætta af auglýsingaskiltum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. júlí 2024 19:53 Auglýsingaskilti geta truflað ökumenn. Vegagerðin segir auglýsingaskilti vera til þess gerð að draga athygli ökumanna frá akstrinum. Bjartir skjáir sem skipta á milli auglýsinga ótt og títt við gatnamót þar sem mikið er um að vera eru sérstaklega varhugaverð. Auglýsingaskilti eru á hverju strái í Reykjavík og víðar og gjarnan í grennd við akbrautir. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segist hafa áhyggjur af áhrifum skiltanna á ökumenn og að það ógni öryggi vegfarenda. „Við höfum það að markmiði að tryggja umferðaröryggi og að það sé sem best. Þessi skilti eru til þess fallin að draga athygli frá akstrinum ef að ökumaðurinn lítur af því sem hann er að fást við á auglýsingaskilti þá getur það valdið auka hættu í umferðinni og það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Klippa: Auglýsingaskilti valda hættu Björt skilti alverst Vegagerðin hefur ekki markvíst spornað gegn því að auglýsingaskilti og skjáir séu reistir í síauknu mæli við akbrautir og gatnamót en Bergþóra bendir á að þau heimili ekki skilti í grennd við vegi sem eru til umráða hjá Vegagerðinni. Aðrir vegir eru á forræði sveitarfélaganna sem setja sér sjálf reglur um auglýsingaskilti við vegi. Bergþóra segir truflanaáhrif skilta fara eftir eðli þeirra. „Það er fyrst og fremst í raunu skilti sem hafa mikinn ljóma. Það er að segja lýsingin er mjög sterk, birtan er mjög sterk. Eins líka ef það er mikið af hreyfimyndum og ef það eru ör skipti á skiltunum. Það er það sem er verst, alverst.“ Of mikið áreiti truflar ökumenn Bergþóra segir það sérstaklega varhugavert þegar að skilti eru við gatnamót eða vegi þar sem er mikið er um að vera og að of mikið áreiti geti valdið alvarlegum slysum. „Það er hægt að lifa með auglýsingaskiltum sem trufla minnst þar sem minnst annað er um að vera en alls ekki þar sem eru margir vegfarendur, hópar sem eru að mætast, gatnamót eða slíkt. Það er bara mjög óæskilegt.“ Samgöngustofa hefur undanfarið lagt mikla áherslu á það að ökumenn eigi að hafa augun á veginum en ekki á skjánum á símanum en að mati Bergþóru er þetta vandamál sambærilegt vanda vegna auglýsinga. „Stundum eru þessi skilti það langt fyrir utan sjónsviðið að þú ert ekki nálægt því að horfa á það sem er að gerast á veginum. Þannig það er mjög ógnvænlegt.“ Umferð Vegagerð Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Auglýsingaskilti eru á hverju strái í Reykjavík og víðar og gjarnan í grennd við akbrautir. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segist hafa áhyggjur af áhrifum skiltanna á ökumenn og að það ógni öryggi vegfarenda. „Við höfum það að markmiði að tryggja umferðaröryggi og að það sé sem best. Þessi skilti eru til þess fallin að draga athygli frá akstrinum ef að ökumaðurinn lítur af því sem hann er að fást við á auglýsingaskilti þá getur það valdið auka hættu í umferðinni og það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Klippa: Auglýsingaskilti valda hættu Björt skilti alverst Vegagerðin hefur ekki markvíst spornað gegn því að auglýsingaskilti og skjáir séu reistir í síauknu mæli við akbrautir og gatnamót en Bergþóra bendir á að þau heimili ekki skilti í grennd við vegi sem eru til umráða hjá Vegagerðinni. Aðrir vegir eru á forræði sveitarfélaganna sem setja sér sjálf reglur um auglýsingaskilti við vegi. Bergþóra segir truflanaáhrif skilta fara eftir eðli þeirra. „Það er fyrst og fremst í raunu skilti sem hafa mikinn ljóma. Það er að segja lýsingin er mjög sterk, birtan er mjög sterk. Eins líka ef það er mikið af hreyfimyndum og ef það eru ör skipti á skiltunum. Það er það sem er verst, alverst.“ Of mikið áreiti truflar ökumenn Bergþóra segir það sérstaklega varhugavert þegar að skilti eru við gatnamót eða vegi þar sem er mikið er um að vera og að of mikið áreiti geti valdið alvarlegum slysum. „Það er hægt að lifa með auglýsingaskiltum sem trufla minnst þar sem minnst annað er um að vera en alls ekki þar sem eru margir vegfarendur, hópar sem eru að mætast, gatnamót eða slíkt. Það er bara mjög óæskilegt.“ Samgöngustofa hefur undanfarið lagt mikla áherslu á það að ökumenn eigi að hafa augun á veginum en ekki á skjánum á símanum en að mati Bergþóru er þetta vandamál sambærilegt vanda vegna auglýsinga. „Stundum eru þessi skilti það langt fyrir utan sjónsviðið að þú ert ekki nálægt því að horfa á það sem er að gerast á veginum. Þannig það er mjög ógnvænlegt.“
Umferð Vegagerð Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira