Skammast sín vegna skotárásarinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 30. júlí 2024 16:49 Ronald Rowe gaf skýrslu fyrir Bandaríkjaþingi í dag, minna en viku eftir að hann tók við embætti forstjóra bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service EPA Ronald Rowe, settur forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service, segist skammast sín vegna skotárasar sem beindist að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda. Þetta kom fram í skýrslu sem Rowe gaf fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði skoðað vettvanginn þar sem skotárásin átti sér stað, og prófað að liggja á sama stað og árásarmaðurinn Thomas Matthew Crooks gerði þegar hann hleypti af og hæfði Trump í eyrað og varð einum að bana og særði tvo. „Ég lá á grúfu til að meta sjónlínu hans. Það sem ég sá fékk mig til að skammast mín. Sem maður sem hefur gert löggæslu að lífibrauði sínu og með 25 ára reynslu úr öryggisþjónustunni, þá hreinlega get ég ekki borið varnir fyrir það að þetta þak hafi ekki verið betur varið.“ Rowe tók við forstjórastöðunni af Kimberly Cheatle sem sagði af sér embætti í síðustu viku vegna árásarinnar. Hann segist þegar vera búinn að gefa fyrirskipanir um breytt verklag á viðburðum sem þessum. Á meðal þess sem Rowe ætlast til að tekið verði upp er að drónar verði notaðir til að meta vettvang.Þá segist hann vilja bæta samskipti milli öryggisþjónustunnar og lögreglu. Það tók löggæslu á vettvangi langan tíma að láta örygisþjónustuna vita af Crooks, en lögreglu hafði þótt hann grunsamlegur í um níutíu mínútur áður en árásin átti sér stað. Að mati bandaríska fjölmiðilsins The Hill kveður við nýjan tón í svörum Rowe. Hann er sagður talsvert viljugri til að svara spurningum en forveri sinn, en Cheatle neitaði að svara ýmsum spurningum í sambærilegri skýrslugjöf. „Ég þarf ekki að bíða eftir öllum mögulegum gögnum til þess að geta lagt mat á það sem fór úrskeiðis þennan dag.“ Rowe segir að ef það muni koma í ljós að einhver meðlimur öryggisþjónustunnar hafi brotið verkferla sína muni sá hinn sami þurfa að glíma við afleiðingar þess. Við skýrslutökuna krafðist Ted Cruz, frá Repúblikanaflokknum, þess að Ronald Rowe myndi nafngreina þann meðlim öryggisþjónustunnar sem neitaði teymi Trumps um aukna öryggisgæslu í aðdraganda viðburðarins. Rowe sagðist ekki vilja nefna nein nöfn. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir ferli. Þá hélt Cruz því fram að um pólitíska ákvörðun væri að ræða. Rowe neitaði því. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56 Svona var vettvangur árásarinnar Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. 14. júlí 2024 10:04 „Ég ætti að vera dauður“ „Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“ 15. júlí 2024 07:58 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslu sem Rowe gaf fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði skoðað vettvanginn þar sem skotárásin átti sér stað, og prófað að liggja á sama stað og árásarmaðurinn Thomas Matthew Crooks gerði þegar hann hleypti af og hæfði Trump í eyrað og varð einum að bana og særði tvo. „Ég lá á grúfu til að meta sjónlínu hans. Það sem ég sá fékk mig til að skammast mín. Sem maður sem hefur gert löggæslu að lífibrauði sínu og með 25 ára reynslu úr öryggisþjónustunni, þá hreinlega get ég ekki borið varnir fyrir það að þetta þak hafi ekki verið betur varið.“ Rowe tók við forstjórastöðunni af Kimberly Cheatle sem sagði af sér embætti í síðustu viku vegna árásarinnar. Hann segist þegar vera búinn að gefa fyrirskipanir um breytt verklag á viðburðum sem þessum. Á meðal þess sem Rowe ætlast til að tekið verði upp er að drónar verði notaðir til að meta vettvang.Þá segist hann vilja bæta samskipti milli öryggisþjónustunnar og lögreglu. Það tók löggæslu á vettvangi langan tíma að láta örygisþjónustuna vita af Crooks, en lögreglu hafði þótt hann grunsamlegur í um níutíu mínútur áður en árásin átti sér stað. Að mati bandaríska fjölmiðilsins The Hill kveður við nýjan tón í svörum Rowe. Hann er sagður talsvert viljugri til að svara spurningum en forveri sinn, en Cheatle neitaði að svara ýmsum spurningum í sambærilegri skýrslugjöf. „Ég þarf ekki að bíða eftir öllum mögulegum gögnum til þess að geta lagt mat á það sem fór úrskeiðis þennan dag.“ Rowe segir að ef það muni koma í ljós að einhver meðlimur öryggisþjónustunnar hafi brotið verkferla sína muni sá hinn sami þurfa að glíma við afleiðingar þess. Við skýrslutökuna krafðist Ted Cruz, frá Repúblikanaflokknum, þess að Ronald Rowe myndi nafngreina þann meðlim öryggisþjónustunnar sem neitaði teymi Trumps um aukna öryggisgæslu í aðdraganda viðburðarins. Rowe sagðist ekki vilja nefna nein nöfn. Sú ákvörðun hafi verið tekin eftir ferli. Þá hélt Cruz því fram að um pólitíska ákvörðun væri að ræða. Rowe neitaði því.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56 Svona var vettvangur árásarinnar Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. 14. júlí 2024 10:04 „Ég ætti að vera dauður“ „Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“ 15. júlí 2024 07:58 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Fundu sprengjur í bíl og á heimili árásarmannsins Erlendir miðlar greina frá því að sprengjur hafi fundist í bíl Thomasar Crooks, sem og á heimili hans. Bíllinn fannst nálægt svæðinu þar sem kosningafundurinn fór fram í gær. 14. júlí 2024 16:56
Svona var vettvangur árásarinnar Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. 14. júlí 2024 10:04
„Ég ætti að vera dauður“ „Ég á að vera dauður,“ sagði Donald Trump við New York Post í gær, þegar hann ræddi við miðilinn um banatilræðið sem hann lifði af. Hann sagði upplifunina hafa verið „afar súrrealíska.“ 15. júlí 2024 07:58