Þegar ósannindi og ósvinna keyra um þverbak Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. ágúst 2024 08:01 Undirritaður bjó í Þýzkalandi frá 1989 til 2016, í hjarta ESB, í 27 ár, og fylgdist gjörla með þróun ríkjasambandsins, en það blasti og blasir við, að Evrópa verði að standa samhent og sameinuð, ef hún á að geta staðið af sér áskoranir framtíðarinnar og varið og tryggt sitt frelsi, sitt sjálfstæði, sína menningu og sína velferð. Eftir að ég kom til baka, hef ég áfram vakað yfir þróun ríkjasambandsins, enda hef ég lengst af verið með annan fótinn áfram í Evrópu. Um mína reynslu og þekkingu á Evrópusambandinu, Evru og Evrópu, hef ég svo skrifað greinar hér til að koma þeirri þekkingu og vitneskju, sem ég hef aflað mér á áratugaskeiði, á framfæri. Staðreyndum. Einnar er sá maður, sem virðisr vera á mála við það, að útbreiða óhróðri og ósannindum um ESB, Evru og Evrópu. Sá er vel þekktur hér, skrifar nánast daglega pistla hér, um þetta eina mál. Hjörtur J. Guðmundsson. Í morgun skrifaði hann enn eina greinina hér, reyndar ekki nýja, heldur með aðeins öðru orðalagi, en áður, þar sem hann fullyrður m.a. þetta: „Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga”. Hér er það rétta í þessu máli: Neiturnarvaldið, sem öll aðildarríkin hafa, margmenn sem fámenn, stór sem smá, nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: 1. Skattlagning hvers konar 2. Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbindingar og fjárveitingar 3. Félagsleg vernd og öryggi almennings 4. Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja 5. Öryggis- og varnarmál sambandsríkjanna 27 6. Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd 7. Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með ytri landmærum og flóttafólki. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum aðildarríki, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem væntanlega verður aldrei. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Undirritaður bjó í Þýzkalandi frá 1989 til 2016, í hjarta ESB, í 27 ár, og fylgdist gjörla með þróun ríkjasambandsins, en það blasti og blasir við, að Evrópa verði að standa samhent og sameinuð, ef hún á að geta staðið af sér áskoranir framtíðarinnar og varið og tryggt sitt frelsi, sitt sjálfstæði, sína menningu og sína velferð. Eftir að ég kom til baka, hef ég áfram vakað yfir þróun ríkjasambandsins, enda hef ég lengst af verið með annan fótinn áfram í Evrópu. Um mína reynslu og þekkingu á Evrópusambandinu, Evru og Evrópu, hef ég svo skrifað greinar hér til að koma þeirri þekkingu og vitneskju, sem ég hef aflað mér á áratugaskeiði, á framfæri. Staðreyndum. Einnar er sá maður, sem virðisr vera á mála við það, að útbreiða óhróðri og ósannindum um ESB, Evru og Evrópu. Sá er vel þekktur hér, skrifar nánast daglega pistla hér, um þetta eina mál. Hjörtur J. Guðmundsson. Í morgun skrifaði hann enn eina greinina hér, reyndar ekki nýja, heldur með aðeins öðru orðalagi, en áður, þar sem hann fullyrður m.a. þetta: „Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga”. Hér er það rétta í þessu máli: Neiturnarvaldið, sem öll aðildarríkin hafa, margmenn sem fámenn, stór sem smá, nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: 1. Skattlagning hvers konar 2. Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbindingar og fjárveitingar 3. Félagsleg vernd og öryggi almennings 4. Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja 5. Öryggis- og varnarmál sambandsríkjanna 27 6. Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd 7. Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með ytri landmærum og flóttafólki. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum aðildarríki, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem væntanlega verður aldrei. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar