Samkomulag í höfn við höfuðpaura hryðjuverkaárásanna 11. september Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2024 07:22 Khalid Sheikh Mohammed var handsamaður í Pakistan árið 2003. CIA Þrír menn sem eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 hafa náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að játa aðkomu sína gegn því að verða ekki dæmdir til dauða. Mennirnir, Khalid Sheikh Mohammed, Walid Muhammad Salih Mubarak Bin Attash og Mustafa Ahmed Adam al-Hawsawi, hafa verið í haldi á herstöðinni í Guantánamo-flóa á Kúbu í um áratug. Alls létust 2.996 þegar farþegaþotum var flogið á Tvíburaturnana í New York og Pentagon, auk þess sem farþegaþota brotlenti á akri í Pennsylvaníu eftir mótspyrnu farþega. Saksóknarar segja Khalid Sheikh Mohammed „arkítekt“ árásanna og að hann hafi viðrað hugmyndir sínar um að nota farþegaþotur til að fljúga á byggingar í Bandaríkjunum við Osama Bin Laden, þáverandi leiðtoga Al Kaída. Þá er hann einnig sagður hafa aðstoðað við þjálfun sumra þeirra sem tóku þátt í árásunum. Mohammed og Hawsawi voru handteknir í Pakistan í mars 2003. Fyrrnefndi var beittur vatnspyntingum að minnsta kosti 183 sinnum áður en þær voru bannaðar. Fjölskyldum fórnarlambanna var tilkynnt um samkomulagið áður en greint var frá því opinberlega. Það virðst ekki allir sáttir en Jim Smith, hvers eiginkona lést í árásunum, sagði ástvini látnu hafa verið rænda tækifærinu að mæta sakborningunum í dómsal. Þá ættu þeir að hljóta hörðustu mögulegu refsingu. Samkvæmt talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna átti Bandaríkjaforseti ekki aðkomu að samningaviðræðunum en stjórnvöld höfðu áður hafnað því að samkomulag yrði gert við mennina. Repúblikanar hafa hins vegar gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir niðurstöðuna. „Það eina sem er verra en að semja við hryðjuverkamenn er að semja við þá eftir að þeim hefur verið náð,“ sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild þingsins. Hryðjuverkin 11. september 2001 Bandaríkin Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Mennirnir, Khalid Sheikh Mohammed, Walid Muhammad Salih Mubarak Bin Attash og Mustafa Ahmed Adam al-Hawsawi, hafa verið í haldi á herstöðinni í Guantánamo-flóa á Kúbu í um áratug. Alls létust 2.996 þegar farþegaþotum var flogið á Tvíburaturnana í New York og Pentagon, auk þess sem farþegaþota brotlenti á akri í Pennsylvaníu eftir mótspyrnu farþega. Saksóknarar segja Khalid Sheikh Mohammed „arkítekt“ árásanna og að hann hafi viðrað hugmyndir sínar um að nota farþegaþotur til að fljúga á byggingar í Bandaríkjunum við Osama Bin Laden, þáverandi leiðtoga Al Kaída. Þá er hann einnig sagður hafa aðstoðað við þjálfun sumra þeirra sem tóku þátt í árásunum. Mohammed og Hawsawi voru handteknir í Pakistan í mars 2003. Fyrrnefndi var beittur vatnspyntingum að minnsta kosti 183 sinnum áður en þær voru bannaðar. Fjölskyldum fórnarlambanna var tilkynnt um samkomulagið áður en greint var frá því opinberlega. Það virðst ekki allir sáttir en Jim Smith, hvers eiginkona lést í árásunum, sagði ástvini látnu hafa verið rænda tækifærinu að mæta sakborningunum í dómsal. Þá ættu þeir að hljóta hörðustu mögulegu refsingu. Samkvæmt talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna átti Bandaríkjaforseti ekki aðkomu að samningaviðræðunum en stjórnvöld höfðu áður hafnað því að samkomulag yrði gert við mennina. Repúblikanar hafa hins vegar gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir niðurstöðuna. „Það eina sem er verra en að semja við hryðjuverkamenn er að semja við þá eftir að þeim hefur verið náð,“ sagði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild þingsins.
Hryðjuverkin 11. september 2001 Bandaríkin Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira