Segja hægt að koma í veg fyrir eða seinka um helmingi Alzheimers tilvika Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2024 10:54 Inngripin ná til allra aldurshópa og spanna allt frá góðri menntun barna til þess að sjá öldruðum fyrir heyrnatækjum og félagsskap. Getty Hægt er að koma í veg fyrir eða seinka um helmingi allra Alzheimers-tilvika með því að varast fjórtán áhættuþætti, að sögn helstu sérfræðinga heims í sjúkdómnum. Um er að ræða niðurstöður sem 27 vísindamenn hafa birt í Lancet en þeir segja að með því að forðast umrædda áhættuþætti sé hægt að koma í veg fyrir eða seinka 45 prósent Alzheimers-tilvika, jafnvel þótt fólk sé almennt að lifa lengur. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu Alzheimer's Association í Bandaríkjunum en áætlað er að fjöldi einstaklinga með Alzheimers muni þrefaldast og verða 153 milljónir árið 2050. Kostnaður við sjúkdóminn á heimsvísu er áætlaður yfir billjón Bandaríkjadala. „Margt fólk um allan heim heldur að heilabilun (e. dementia) sé óumflýjanleg en hún er það ekki,“ segir Gill Livingston, sem fór fyrir rannsókninni. „Niðurstöður okkar eru þær að þú getur stóraukið líkurnar á að þróa ekki með þér heilabilun eða að fresta henni.“ Current projections estimate 153 million people will be living with dementia by 2050. Nearly half of dementia cases could be prevented or delayed by tackling 14 risk factors starting in childhood, suggests new report from a standing Lancet Commission: https://t.co/ZFRBBbIfdZ pic.twitter.com/fRA8WYcUVH— The Lancet (@TheLancet) July 31, 2024 Livingston segir aldrei of seint að grípa til aðgerða en segja má að skipta megi áhættuþáttunum í tvo flokka; annars vegar þá sem einstaklingar geta haft áhrif á og hins vegar þá þar sem samfélagið eða yfirvöld þurfa að grípa inn í. Tólf áhættuþættir hafa verið þekktir frá 2020 eða lengur; lágt menntastig, heyrnaskerðing, háþrýstingur, reykingar, offita, þunglyndi, ónóg hreyfing, sykursýki, ofneysla áfengis, heilaskaði, loftmengun og félagsleg einangrun. Þessir þættir tengjast samtals um 36 prósent Alzheimers-tilvika. Þá hafa vísindamenn borið kennsl á tvo til viðbótar; hátt „slæmt“ kólesteról, sem er til staðar í 7 prósent tilvika, og ómeðhöndluð sjónskerðing seinna á lífsleiðinni, sem er til staðar í 2 prósent tilvika. Vísindamennirnir hafa lagt til ýmsar aðgerðir til að stuðla að færri Alzheimers-tilvikum, meðal annars aukið aðgengi að heyrnatækjum og meðferð gegn háu kólesteróli frá fertugu. Þá hvetja þeir til þess að börn fái almennilega menntun og að fólk gæti að því að halda hugastarfseminni við. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Heilbrigðismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Um er að ræða niðurstöður sem 27 vísindamenn hafa birt í Lancet en þeir segja að með því að forðast umrædda áhættuþætti sé hægt að koma í veg fyrir eða seinka 45 prósent Alzheimers-tilvika, jafnvel þótt fólk sé almennt að lifa lengur. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu Alzheimer's Association í Bandaríkjunum en áætlað er að fjöldi einstaklinga með Alzheimers muni þrefaldast og verða 153 milljónir árið 2050. Kostnaður við sjúkdóminn á heimsvísu er áætlaður yfir billjón Bandaríkjadala. „Margt fólk um allan heim heldur að heilabilun (e. dementia) sé óumflýjanleg en hún er það ekki,“ segir Gill Livingston, sem fór fyrir rannsókninni. „Niðurstöður okkar eru þær að þú getur stóraukið líkurnar á að þróa ekki með þér heilabilun eða að fresta henni.“ Current projections estimate 153 million people will be living with dementia by 2050. Nearly half of dementia cases could be prevented or delayed by tackling 14 risk factors starting in childhood, suggests new report from a standing Lancet Commission: https://t.co/ZFRBBbIfdZ pic.twitter.com/fRA8WYcUVH— The Lancet (@TheLancet) July 31, 2024 Livingston segir aldrei of seint að grípa til aðgerða en segja má að skipta megi áhættuþáttunum í tvo flokka; annars vegar þá sem einstaklingar geta haft áhrif á og hins vegar þá þar sem samfélagið eða yfirvöld þurfa að grípa inn í. Tólf áhættuþættir hafa verið þekktir frá 2020 eða lengur; lágt menntastig, heyrnaskerðing, háþrýstingur, reykingar, offita, þunglyndi, ónóg hreyfing, sykursýki, ofneysla áfengis, heilaskaði, loftmengun og félagsleg einangrun. Þessir þættir tengjast samtals um 36 prósent Alzheimers-tilvika. Þá hafa vísindamenn borið kennsl á tvo til viðbótar; hátt „slæmt“ kólesteról, sem er til staðar í 7 prósent tilvika, og ómeðhöndluð sjónskerðing seinna á lífsleiðinni, sem er til staðar í 2 prósent tilvika. Vísindamennirnir hafa lagt til ýmsar aðgerðir til að stuðla að færri Alzheimers-tilvikum, meðal annars aukið aðgengi að heyrnatækjum og meðferð gegn háu kólesteróli frá fertugu. Þá hvetja þeir til þess að börn fái almennilega menntun og að fólk gæti að því að halda hugastarfseminni við. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira