Segja hægt að koma í veg fyrir eða seinka um helmingi Alzheimers tilvika Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2024 10:54 Inngripin ná til allra aldurshópa og spanna allt frá góðri menntun barna til þess að sjá öldruðum fyrir heyrnatækjum og félagsskap. Getty Hægt er að koma í veg fyrir eða seinka um helmingi allra Alzheimers-tilvika með því að varast fjórtán áhættuþætti, að sögn helstu sérfræðinga heims í sjúkdómnum. Um er að ræða niðurstöður sem 27 vísindamenn hafa birt í Lancet en þeir segja að með því að forðast umrædda áhættuþætti sé hægt að koma í veg fyrir eða seinka 45 prósent Alzheimers-tilvika, jafnvel þótt fólk sé almennt að lifa lengur. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu Alzheimer's Association í Bandaríkjunum en áætlað er að fjöldi einstaklinga með Alzheimers muni þrefaldast og verða 153 milljónir árið 2050. Kostnaður við sjúkdóminn á heimsvísu er áætlaður yfir billjón Bandaríkjadala. „Margt fólk um allan heim heldur að heilabilun (e. dementia) sé óumflýjanleg en hún er það ekki,“ segir Gill Livingston, sem fór fyrir rannsókninni. „Niðurstöður okkar eru þær að þú getur stóraukið líkurnar á að þróa ekki með þér heilabilun eða að fresta henni.“ Current projections estimate 153 million people will be living with dementia by 2050. Nearly half of dementia cases could be prevented or delayed by tackling 14 risk factors starting in childhood, suggests new report from a standing Lancet Commission: https://t.co/ZFRBBbIfdZ pic.twitter.com/fRA8WYcUVH— The Lancet (@TheLancet) July 31, 2024 Livingston segir aldrei of seint að grípa til aðgerða en segja má að skipta megi áhættuþáttunum í tvo flokka; annars vegar þá sem einstaklingar geta haft áhrif á og hins vegar þá þar sem samfélagið eða yfirvöld þurfa að grípa inn í. Tólf áhættuþættir hafa verið þekktir frá 2020 eða lengur; lágt menntastig, heyrnaskerðing, háþrýstingur, reykingar, offita, þunglyndi, ónóg hreyfing, sykursýki, ofneysla áfengis, heilaskaði, loftmengun og félagsleg einangrun. Þessir þættir tengjast samtals um 36 prósent Alzheimers-tilvika. Þá hafa vísindamenn borið kennsl á tvo til viðbótar; hátt „slæmt“ kólesteról, sem er til staðar í 7 prósent tilvika, og ómeðhöndluð sjónskerðing seinna á lífsleiðinni, sem er til staðar í 2 prósent tilvika. Vísindamennirnir hafa lagt til ýmsar aðgerðir til að stuðla að færri Alzheimers-tilvikum, meðal annars aukið aðgengi að heyrnatækjum og meðferð gegn háu kólesteróli frá fertugu. Þá hvetja þeir til þess að börn fái almennilega menntun og að fólk gæti að því að halda hugastarfseminni við. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Heilbrigðismál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Um er að ræða niðurstöður sem 27 vísindamenn hafa birt í Lancet en þeir segja að með því að forðast umrædda áhættuþætti sé hægt að koma í veg fyrir eða seinka 45 prósent Alzheimers-tilvika, jafnvel þótt fólk sé almennt að lifa lengur. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu Alzheimer's Association í Bandaríkjunum en áætlað er að fjöldi einstaklinga með Alzheimers muni þrefaldast og verða 153 milljónir árið 2050. Kostnaður við sjúkdóminn á heimsvísu er áætlaður yfir billjón Bandaríkjadala. „Margt fólk um allan heim heldur að heilabilun (e. dementia) sé óumflýjanleg en hún er það ekki,“ segir Gill Livingston, sem fór fyrir rannsókninni. „Niðurstöður okkar eru þær að þú getur stóraukið líkurnar á að þróa ekki með þér heilabilun eða að fresta henni.“ Current projections estimate 153 million people will be living with dementia by 2050. Nearly half of dementia cases could be prevented or delayed by tackling 14 risk factors starting in childhood, suggests new report from a standing Lancet Commission: https://t.co/ZFRBBbIfdZ pic.twitter.com/fRA8WYcUVH— The Lancet (@TheLancet) July 31, 2024 Livingston segir aldrei of seint að grípa til aðgerða en segja má að skipta megi áhættuþáttunum í tvo flokka; annars vegar þá sem einstaklingar geta haft áhrif á og hins vegar þá þar sem samfélagið eða yfirvöld þurfa að grípa inn í. Tólf áhættuþættir hafa verið þekktir frá 2020 eða lengur; lágt menntastig, heyrnaskerðing, háþrýstingur, reykingar, offita, þunglyndi, ónóg hreyfing, sykursýki, ofneysla áfengis, heilaskaði, loftmengun og félagsleg einangrun. Þessir þættir tengjast samtals um 36 prósent Alzheimers-tilvika. Þá hafa vísindamenn borið kennsl á tvo til viðbótar; hátt „slæmt“ kólesteról, sem er til staðar í 7 prósent tilvika, og ómeðhöndluð sjónskerðing seinna á lífsleiðinni, sem er til staðar í 2 prósent tilvika. Vísindamennirnir hafa lagt til ýmsar aðgerðir til að stuðla að færri Alzheimers-tilvikum, meðal annars aukið aðgengi að heyrnatækjum og meðferð gegn háu kólesteróli frá fertugu. Þá hvetja þeir til þess að börn fái almennilega menntun og að fólk gæti að því að halda hugastarfseminni við. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira