Refasveitarvegur Þorlákur Axel Jónsson skrifar 1. ágúst 2024 15:00 Vegagerðin fær miklar þakkir fyrir að leggja sléttan, breiðan og góðan veg um Refasveitina miðja frá þjóðvegi 1 að tveimur brúm yfir Laxá á Refasveit, nýja brú út á Skagaströnd en hina á veginum upp í Norðurárdal og þaðan yfir Biskupsleiti austur í Skagafjörð. Elsta heimild um nafnið Refasveit, sem mér er kunnugt, er jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem þeir tóku saman fyrir Engihlíðarhrepp haustið 1708. Jarðabókin er hrepps- og jarðalýsing, byggð á eiðsvörnum vitnisburði bænda í sveitinni. Þar stendur skrifað að Vatnahverfi sé fyrsti bærinn í Refasveit, þá Enni og síðan eru bæirnir taldir upp hver af öðrum: bakkabæirnir, Síða, Kúskerpi og Lækjardalsbæirnir, Mýrarbæirnir en við Úfagil í Laxárdal er skrifað að Refasveit taki þar enda. Höfuðbólin í Langadal, hjáleigur þeirra í Laxárdal og aðrir bæir þar, sem tilheyrðu hreppnum, voru ekki í Refasveit. Ekki einu sinni Refsstaðir. Páll Vídalín lögmaður bjó í Víðidalstungu í vestursýslunni og því öllum hnútum kunnugur í húnvetnskum sveitum. Jón Espólín sagði Pál lærðan mann og stórvitran en “haldinn nokkuð grályndur”. Það má ímynda sér að lögmaðurinn hafi strítt góðbændunum í Langadal á því að þeir byggju í Refasveit en þeir svarað fyrir sig með sannleika um hvar hún var og er, enda verkefnið allt í anda upplýsingarstefnunnar sem þarna var að hefjast og stendur enn. Talað var um Efri-byggð og Neðri-byggð í sveitinni og þegar vegur var lagður um hvorn hluta fékk sá um neðribyggðina það nafn frá Vegagerðinni en sá efri var með réttu nefndur Skagastrandarvegur enda lá leiðin þangað. Við innkeyrsluna á norðurenda þess hluta Skagastrandarvegar sem liggur um Efri-byggð, vegur sem ætti að fá nafn eftir því, hefur Vegagerðin nú sett upp skilti sem á stendur „Refasveit“. Frá skiltinu er ágætt útsýni að hól sem heitir Gildran en hóllinn er friðaður samkvæmt úrskurði Minjavarðar Norðurlands vestra enda er þar að finna ferhyrnda grjóthleðslu sem verið hefur refagildra. Þarna voru líka Skógargötur þar sem nýi vegurinn liggur, sagði okkur Garðar bóndi í Kúskerpi. Standi hugur Vegagerðarinnar til þess að halda gömlu nafni til haga, þá er nýi vegurinn um miðja sveitina réttnefndur Refasveitarvegur. Skiltið mætti nota við Blöndubrú áður en ekið er yfir til norðurs enda sá hluti Blönduósbæjar í Refasveit. Höfundur er kennari í Háskólanum á Akureyri en skrifar í Kúskerpi á Refasveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skagafjörður Vegagerð Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Vegagerðin fær miklar þakkir fyrir að leggja sléttan, breiðan og góðan veg um Refasveitina miðja frá þjóðvegi 1 að tveimur brúm yfir Laxá á Refasveit, nýja brú út á Skagaströnd en hina á veginum upp í Norðurárdal og þaðan yfir Biskupsleiti austur í Skagafjörð. Elsta heimild um nafnið Refasveit, sem mér er kunnugt, er jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem þeir tóku saman fyrir Engihlíðarhrepp haustið 1708. Jarðabókin er hrepps- og jarðalýsing, byggð á eiðsvörnum vitnisburði bænda í sveitinni. Þar stendur skrifað að Vatnahverfi sé fyrsti bærinn í Refasveit, þá Enni og síðan eru bæirnir taldir upp hver af öðrum: bakkabæirnir, Síða, Kúskerpi og Lækjardalsbæirnir, Mýrarbæirnir en við Úfagil í Laxárdal er skrifað að Refasveit taki þar enda. Höfuðbólin í Langadal, hjáleigur þeirra í Laxárdal og aðrir bæir þar, sem tilheyrðu hreppnum, voru ekki í Refasveit. Ekki einu sinni Refsstaðir. Páll Vídalín lögmaður bjó í Víðidalstungu í vestursýslunni og því öllum hnútum kunnugur í húnvetnskum sveitum. Jón Espólín sagði Pál lærðan mann og stórvitran en “haldinn nokkuð grályndur”. Það má ímynda sér að lögmaðurinn hafi strítt góðbændunum í Langadal á því að þeir byggju í Refasveit en þeir svarað fyrir sig með sannleika um hvar hún var og er, enda verkefnið allt í anda upplýsingarstefnunnar sem þarna var að hefjast og stendur enn. Talað var um Efri-byggð og Neðri-byggð í sveitinni og þegar vegur var lagður um hvorn hluta fékk sá um neðribyggðina það nafn frá Vegagerðinni en sá efri var með réttu nefndur Skagastrandarvegur enda lá leiðin þangað. Við innkeyrsluna á norðurenda þess hluta Skagastrandarvegar sem liggur um Efri-byggð, vegur sem ætti að fá nafn eftir því, hefur Vegagerðin nú sett upp skilti sem á stendur „Refasveit“. Frá skiltinu er ágætt útsýni að hól sem heitir Gildran en hóllinn er friðaður samkvæmt úrskurði Minjavarðar Norðurlands vestra enda er þar að finna ferhyrnda grjóthleðslu sem verið hefur refagildra. Þarna voru líka Skógargötur þar sem nýi vegurinn liggur, sagði okkur Garðar bóndi í Kúskerpi. Standi hugur Vegagerðarinnar til þess að halda gömlu nafni til haga, þá er nýi vegurinn um miðja sveitina réttnefndur Refasveitarvegur. Skiltið mætti nota við Blöndubrú áður en ekið er yfir til norðurs enda sá hluti Blönduósbæjar í Refasveit. Höfundur er kennari í Háskólanum á Akureyri en skrifar í Kúskerpi á Refasveit.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun