Í miðbænum hafi tveir slegist svo kalla þurfti til lögreglu, sem hafi mætt á vettvang og rætt við mennina.
Tilkynning hafi borist um að ekið hafi verið á gangandi vegfaranda. Lögregla og sjúkralið hafi mætt á vettvang, hinn slasaði fluttur á bráðamóttöku og bifreiðin dregin á brott. Líðan hins slasaða liggur ekki fyrir.
Þá segir frá slagsmálum tveggja hópa í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti. Enginn af þátttakendum slagsmálanna hafi sagst ætla að leggja fram kæru þegar lögregla ræddi við þá.
Loks segir frá frá tilkynningu um umferðarslys þar sem dráttarkrókur bifreiðar féll undan bifreið með þeim afleiðingum að hjólhýsi sem hékk á dráttarkróknum endaði á staur með tilheyrandi eignatjóni. Engin slys hafi orðið á fólki.