Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Kjartan Kjartansson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. ágúst 2024 09:11 Erill var hjá lögreglu á Akureyri fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. Hátíðin Ein með öllu er haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina. Jóhann Olsen, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir töluvert af fólki hafa skemmt sér í bænum í bænum og erill hjá lögreglu. Eina meiriháttar verkefni lögreglu til þessa hafi verið líkamsárás á miðbæjarsvæðinu í nótt sem sé til rannsóknar. Jóhann sagði Vísi í morgun að einn hefði verið fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Hann staðfestir að fólk sem tengist árásinni væri í fangaklefa eftir nóttina. Lögreglan á Norðurlandi eystra upplýsti síðar í morgun að um hnífsstungu hefði verið að ræða. Árásin átti sér stað á þriðja tímanum í nótt. Sá sem varð fyrir stungunni sé ekki talinn í lífshættu og aðilar séu í haldi vegna rannsóknar málsins. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Að öðru leyti segir hann að skemmtanahaldið hafi farið vel fram þó að alltaf sé eitthvað um smá pústra þar sem margir koma saman til skemmta sér. Fínasta veður er á Akureyri þessa stundina, ólíkt á sunnanverðu landinu þar sem gular viðvaranir eru í gildi í dag. Einn stærsti viðburðurinn á dagskránni fyrir norðan í dag er utanvegahlaupið Súlur vertical sem hefst hjá Goðafossi. Fréttin var uppfærð eftir að lögreglan á Norðurlandi eystra birti Facebook-færslu þar sem greint var frá því að líkamsárás sem Vísir sagði upphaflega frá hefði verið hnífsstungumál. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Hátíðin Ein með öllu er haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina. Jóhann Olsen, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir töluvert af fólki hafa skemmt sér í bænum í bænum og erill hjá lögreglu. Eina meiriháttar verkefni lögreglu til þessa hafi verið líkamsárás á miðbæjarsvæðinu í nótt sem sé til rannsóknar. Jóhann sagði Vísi í morgun að einn hefði verið fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Hann staðfestir að fólk sem tengist árásinni væri í fangaklefa eftir nóttina. Lögreglan á Norðurlandi eystra upplýsti síðar í morgun að um hnífsstungu hefði verið að ræða. Árásin átti sér stað á þriðja tímanum í nótt. Sá sem varð fyrir stungunni sé ekki talinn í lífshættu og aðilar séu í haldi vegna rannsóknar málsins. Ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Að öðru leyti segir hann að skemmtanahaldið hafi farið vel fram þó að alltaf sé eitthvað um smá pústra þar sem margir koma saman til skemmta sér. Fínasta veður er á Akureyri þessa stundina, ólíkt á sunnanverðu landinu þar sem gular viðvaranir eru í gildi í dag. Einn stærsti viðburðurinn á dagskránni fyrir norðan í dag er utanvegahlaupið Súlur vertical sem hefst hjá Goðafossi. Fréttin var uppfærð eftir að lögreglan á Norðurlandi eystra birti Facebook-færslu þar sem greint var frá því að líkamsárás sem Vísir sagði upphaflega frá hefði verið hnífsstungumál.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira