Sankti Lúsía er eldfjallaeyja í Litlu-Antillaeyjaklasanum rétt fyrir norðan Suður-Ameríku. Þar búa aðeins um 180 þúsund manns. Það er því mikill sigur fyrir þessa litlu þjóð að eignast Ólympíumeistara og það í einni stærstu grein leikanna.
Alfred bætti sig í úrslitahlaupinu og vann þar yfirburðasigur á 10,72 sekúndum.
Það var búist við miklu af hinni bandarísku Sha'Carri Richardson en hún varð að sætta sig við annað sætið í hlaupinu.
Bronsið fór síðan til hinnar bandarísku Melissu Jefferson.
Shelly-Ann Fraser-Pryce frá Jamaíku tók ekki þátt í undanúrslitahlaupinu og það var ekki af því að hún er meidd.
Samkvæmt fyrstu fréttum þá var henni ekki hleypt inn á upphitunarsvæðið af því að hún kom ekki að réttu hliði. Richardson lenti einnig í sömu stöðu en ákvað að keppa.
Fraser-Pryce yfirgaf hins vegar svæðið og hljóp ekki. Richardson náði sér ekki á strik og var ekki lík sjálfri sér.
Það er öruggt að þetta mál mun draga dilk á eftir sér.