Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2024 10:13 Leitað er í þekktum hellum og einnig aflað upplýsinga um óþekktari hella á svæðinu. Landsbjörg Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. Um 135 björgunarsveitarmenn eru á vettvangi og hafa leitað frá því seint í gærkvöldi. Til stóð að nýta þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi en sökum skyggnis gekk það ekki. Veður í dag er með ágætum en leit á landi og lofti hefur ekki skilabð neinum árangri. „Það er verið að vinna úr vísbendingum áfram og merkja við hvert verkefni á fætur öðru, útiloka bæði staði og möguleika,“ segir Jón Þór Víglundsson. Hann segir skilaboðin hafa komið úr farsímanúmeri sem ekki hefur náðst í síðan skilaboðin voru send. Hann telur upplýsingar um nöfn þeirra sem höfðu samband ekki liggja fyrir, í það minnsta hafi hann ekki þær upplýsingar. Frá leitinni á miðhálendinu í morgun.Landsbjörg „Nei, það held ég ekki en ég ætla ekki að útiloka það. Það var gefið upp símanúmer sem ekki næst í og netspjallinu var lokað.“ Jón Þór segir að búið sé að útiloka að nokkur sé týndur eða fastur í nágrenni við staðsetningarhnitið sem gefið var upp. „Sá punktur virtist vera nokkuð nákvæmur en þar var ekki að finna neinar vísbendingar. Þá er eiginlega ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að það sé einhver skekkja í upphaflegum punktum,“ segir Jón Þór. Nú sé verið að víkka út leitarsvæðið og skoða í alla þekkta hella og um leið afla sér upplýsinga um óþekkta hella. Leitarfólk notaði höfuðljós í myrkrinu í nótt.Landsbjörg „Það er verið að afla upplýsinga hjá fjallkóngum á svæðinu. Verið að skoða hvar menn vita af hellum. Hellarannsóknarmenn vita margir af hellum sem eru ekki á almennu vitorði,“ segir Jón Þór. Ekki sé búið að kalla út fleiri björgunarsveitarmenn til viðbótar við þá 135 sem eru við leit. Það gæti breyst. „Ef þetta dregst á langinn þá þarf að skipta út mannskap. Það fer að styttst í að þeir sem fóru fyrstir af stað hafi verið í tólf tíma að leita.“ Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Tengdar fréttir Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24 Útkall vegna ferðamanna sem lokaðir eru inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafa fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 5. ágúst 2024 23:04 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Um 135 björgunarsveitarmenn eru á vettvangi og hafa leitað frá því seint í gærkvöldi. Til stóð að nýta þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi en sökum skyggnis gekk það ekki. Veður í dag er með ágætum en leit á landi og lofti hefur ekki skilabð neinum árangri. „Það er verið að vinna úr vísbendingum áfram og merkja við hvert verkefni á fætur öðru, útiloka bæði staði og möguleika,“ segir Jón Þór Víglundsson. Hann segir skilaboðin hafa komið úr farsímanúmeri sem ekki hefur náðst í síðan skilaboðin voru send. Hann telur upplýsingar um nöfn þeirra sem höfðu samband ekki liggja fyrir, í það minnsta hafi hann ekki þær upplýsingar. Frá leitinni á miðhálendinu í morgun.Landsbjörg „Nei, það held ég ekki en ég ætla ekki að útiloka það. Það var gefið upp símanúmer sem ekki næst í og netspjallinu var lokað.“ Jón Þór segir að búið sé að útiloka að nokkur sé týndur eða fastur í nágrenni við staðsetningarhnitið sem gefið var upp. „Sá punktur virtist vera nokkuð nákvæmur en þar var ekki að finna neinar vísbendingar. Þá er eiginlega ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að það sé einhver skekkja í upphaflegum punktum,“ segir Jón Þór. Nú sé verið að víkka út leitarsvæðið og skoða í alla þekkta hella og um leið afla sér upplýsinga um óþekkta hella. Leitarfólk notaði höfuðljós í myrkrinu í nótt.Landsbjörg „Það er verið að afla upplýsinga hjá fjallkóngum á svæðinu. Verið að skoða hvar menn vita af hellum. Hellarannsóknarmenn vita margir af hellum sem eru ekki á almennu vitorði,“ segir Jón Þór. Ekki sé búið að kalla út fleiri björgunarsveitarmenn til viðbótar við þá 135 sem eru við leit. Það gæti breyst. „Ef þetta dregst á langinn þá þarf að skipta út mannskap. Það fer að styttst í að þeir sem fóru fyrstir af stað hafi verið í tólf tíma að leita.“
Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Tengdar fréttir Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24 Útkall vegna ferðamanna sem lokaðir eru inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafa fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 5. ágúst 2024 23:04 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24
Útkall vegna ferðamanna sem lokaðir eru inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafa fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 5. ágúst 2024 23:04