Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2024 10:13 Leitað er í þekktum hellum og einnig aflað upplýsinga um óþekktari hella á svæðinu. Landsbjörg Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. Um 135 björgunarsveitarmenn eru á vettvangi og hafa leitað frá því seint í gærkvöldi. Til stóð að nýta þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi en sökum skyggnis gekk það ekki. Veður í dag er með ágætum en leit á landi og lofti hefur ekki skilabð neinum árangri. „Það er verið að vinna úr vísbendingum áfram og merkja við hvert verkefni á fætur öðru, útiloka bæði staði og möguleika,“ segir Jón Þór Víglundsson. Hann segir skilaboðin hafa komið úr farsímanúmeri sem ekki hefur náðst í síðan skilaboðin voru send. Hann telur upplýsingar um nöfn þeirra sem höfðu samband ekki liggja fyrir, í það minnsta hafi hann ekki þær upplýsingar. Frá leitinni á miðhálendinu í morgun.Landsbjörg „Nei, það held ég ekki en ég ætla ekki að útiloka það. Það var gefið upp símanúmer sem ekki næst í og netspjallinu var lokað.“ Jón Þór segir að búið sé að útiloka að nokkur sé týndur eða fastur í nágrenni við staðsetningarhnitið sem gefið var upp. „Sá punktur virtist vera nokkuð nákvæmur en þar var ekki að finna neinar vísbendingar. Þá er eiginlega ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að það sé einhver skekkja í upphaflegum punktum,“ segir Jón Þór. Nú sé verið að víkka út leitarsvæðið og skoða í alla þekkta hella og um leið afla sér upplýsinga um óþekkta hella. Leitarfólk notaði höfuðljós í myrkrinu í nótt.Landsbjörg „Það er verið að afla upplýsinga hjá fjallkóngum á svæðinu. Verið að skoða hvar menn vita af hellum. Hellarannsóknarmenn vita margir af hellum sem eru ekki á almennu vitorði,“ segir Jón Þór. Ekki sé búið að kalla út fleiri björgunarsveitarmenn til viðbótar við þá 135 sem eru við leit. Það gæti breyst. „Ef þetta dregst á langinn þá þarf að skipta út mannskap. Það fer að styttst í að þeir sem fóru fyrstir af stað hafi verið í tólf tíma að leita.“ Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Tengdar fréttir Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24 Útkall vegna ferðamanna sem lokaðir eru inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafa fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 5. ágúst 2024 23:04 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Um 135 björgunarsveitarmenn eru á vettvangi og hafa leitað frá því seint í gærkvöldi. Til stóð að nýta þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi en sökum skyggnis gekk það ekki. Veður í dag er með ágætum en leit á landi og lofti hefur ekki skilabð neinum árangri. „Það er verið að vinna úr vísbendingum áfram og merkja við hvert verkefni á fætur öðru, útiloka bæði staði og möguleika,“ segir Jón Þór Víglundsson. Hann segir skilaboðin hafa komið úr farsímanúmeri sem ekki hefur náðst í síðan skilaboðin voru send. Hann telur upplýsingar um nöfn þeirra sem höfðu samband ekki liggja fyrir, í það minnsta hafi hann ekki þær upplýsingar. Frá leitinni á miðhálendinu í morgun.Landsbjörg „Nei, það held ég ekki en ég ætla ekki að útiloka það. Það var gefið upp símanúmer sem ekki næst í og netspjallinu var lokað.“ Jón Þór segir að búið sé að útiloka að nokkur sé týndur eða fastur í nágrenni við staðsetningarhnitið sem gefið var upp. „Sá punktur virtist vera nokkuð nákvæmur en þar var ekki að finna neinar vísbendingar. Þá er eiginlega ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að það sé einhver skekkja í upphaflegum punktum,“ segir Jón Þór. Nú sé verið að víkka út leitarsvæðið og skoða í alla þekkta hella og um leið afla sér upplýsinga um óþekkta hella. Leitarfólk notaði höfuðljós í myrkrinu í nótt.Landsbjörg „Það er verið að afla upplýsinga hjá fjallkóngum á svæðinu. Verið að skoða hvar menn vita af hellum. Hellarannsóknarmenn vita margir af hellum sem eru ekki á almennu vitorði,“ segir Jón Þór. Ekki sé búið að kalla út fleiri björgunarsveitarmenn til viðbótar við þá 135 sem eru við leit. Það gæti breyst. „Ef þetta dregst á langinn þá þarf að skipta út mannskap. Það fer að styttst í að þeir sem fóru fyrstir af stað hafi verið í tólf tíma að leita.“
Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Tengdar fréttir Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24 Útkall vegna ferðamanna sem lokaðir eru inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafa fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 5. ágúst 2024 23:04 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24
Útkall vegna ferðamanna sem lokaðir eru inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafa fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 5. ágúst 2024 23:04