Menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir teppi neyðarviðbragð landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2024 19:28 Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Vísir/Bjarni Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir grafalvarlegt að menn gabbi viðbragðsaðila í áhættusöm og stór útköll, líkt og útlit er fyrir að gert hafi verið með tilkynningu um ferðamenn sem áttu að sitja fastir í helli í Kerlingarfjöllum. Tilkynningin barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar, en framkvæmdastjóri hennar segir vont ef herða þarf að þeim möguleika. Tilkynning um að tveir ferðamenn væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum, og annar þeirra slasaður, barst Neyðarlínunni á ellefta tímanum á mánudagskvöld. Um 200 manns komu að leitinni sem fór í hönd, og stóð yfir þangað til á sjöunda tímanum í gærkvöldi, þegar lögregla taldi sterkar vísbendingar um að útkallið hafi verið gabb. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir málið ekki einsdæmi, þó fá dæmi séu um gabbútköll eins og þetta. „Þá er bara eftir ein, og hún fer ekki langt út á sjó. Hún getur líka klárast og við lent í þyrluleysi. Það er nú aðalhættan,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Tilkynningin á mánudag barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar, sem meðal annars er ætlað ætlað heyrnarlausum, fórnarlömbum heimilisofbeldis og öðrum sem ekki hafa þann kost að hringja beint í 112. „Það er erfitt ef við þurfum eitthvað að fara að herða í kringum það til þess að koma í veg fyrir svona hluti.“ Erfiðara geti reynst að rekja slíkar tilkynningar en þær sem berist í gegnum síma, en lögreglan hafi þó sínar leiðir í því. Jón segir grafalvarlegt að menn gabbi viðbragðsaðila með þessum hætti. „Það er alveg ljóst að þessir 200 manns, þegar þau eru bundin í þessu verkefni, eru ekki að aðstoða aðra á meðan. Það er nú kannski alvarlegasti hluturinn í þessu.“ Jón Svanberg Hjartarson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Aðsend Gabbarar ættu að hugsa sig tvisvar um Forstjóri Landhelgisgæslunnar tekur í sama streng, en þyrlusveit gæslunnar var kölluð út. Vegna reglna um hvíldartíma getur önnur tveggja vakta því brunnið upp við að sinna útkalli sem þessu. „Þá er bara eftir ein, og hún fer ekki langt út á sjó. Hún getur líka klárast og við lent í þyrluleysi. Það er nú aðalhættan,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan reikni ekki út kostnað við hvert útkall, en Georg ítrekar hættuna við að festa mannskap og tæki í falsboðum með þessum hætti. „Þetta er nú svo yfirgengilegt að maður veit ekki alveg hvað maður á að segja, en ég held að menn ættu að hugsa sig um áður en þeir teppa stóran hluta neyðarviðbragðs landsins,“ og bendir á að í útkalli sem þessu, þar sem talið er að mannslíf séu í húfi, setji viðbragðsaðilar sjálfa sig í meiri hættu en ella til að bjarga þeim sem um ræðir. Hrunamannahreppur Lögreglumál Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Grafalvarlegt mál og viðkomandi hvattur til að gefa sig fram Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín. 7. ágúst 2024 13:05 Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. 7. ágúst 2024 12:02 Sterkar vísbendingar um falsboð Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning um að tveir ferðamenn hafi fests í helli sem barst neyðarlínu í gærkvöldi hafi verið falsboð. Tilkynningin varð til þess að viðbragðsaðilar fóru í umfangsmikla leit sem ekki hefur skilað árangri. 6. ágúst 2024 18:42 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Tilkynning um að tveir ferðamenn væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum, og annar þeirra slasaður, barst Neyðarlínunni á ellefta tímanum á mánudagskvöld. Um 200 manns komu að leitinni sem fór í hönd, og stóð yfir þangað til á sjöunda tímanum í gærkvöldi, þegar lögregla taldi sterkar vísbendingar um að útkallið hafi verið gabb. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir málið ekki einsdæmi, þó fá dæmi séu um gabbútköll eins og þetta. „Þá er bara eftir ein, og hún fer ekki langt út á sjó. Hún getur líka klárast og við lent í þyrluleysi. Það er nú aðalhættan,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Tilkynningin á mánudag barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar, sem meðal annars er ætlað ætlað heyrnarlausum, fórnarlömbum heimilisofbeldis og öðrum sem ekki hafa þann kost að hringja beint í 112. „Það er erfitt ef við þurfum eitthvað að fara að herða í kringum það til þess að koma í veg fyrir svona hluti.“ Erfiðara geti reynst að rekja slíkar tilkynningar en þær sem berist í gegnum síma, en lögreglan hafi þó sínar leiðir í því. Jón segir grafalvarlegt að menn gabbi viðbragðsaðila með þessum hætti. „Það er alveg ljóst að þessir 200 manns, þegar þau eru bundin í þessu verkefni, eru ekki að aðstoða aðra á meðan. Það er nú kannski alvarlegasti hluturinn í þessu.“ Jón Svanberg Hjartarson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Aðsend Gabbarar ættu að hugsa sig tvisvar um Forstjóri Landhelgisgæslunnar tekur í sama streng, en þyrlusveit gæslunnar var kölluð út. Vegna reglna um hvíldartíma getur önnur tveggja vakta því brunnið upp við að sinna útkalli sem þessu. „Þá er bara eftir ein, og hún fer ekki langt út á sjó. Hún getur líka klárast og við lent í þyrluleysi. Það er nú aðalhættan,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan reikni ekki út kostnað við hvert útkall, en Georg ítrekar hættuna við að festa mannskap og tæki í falsboðum með þessum hætti. „Þetta er nú svo yfirgengilegt að maður veit ekki alveg hvað maður á að segja, en ég held að menn ættu að hugsa sig um áður en þeir teppa stóran hluta neyðarviðbragðs landsins,“ og bendir á að í útkalli sem þessu, þar sem talið er að mannslíf séu í húfi, setji viðbragðsaðilar sjálfa sig í meiri hættu en ella til að bjarga þeim sem um ræðir.
Hrunamannahreppur Lögreglumál Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Grafalvarlegt mál og viðkomandi hvattur til að gefa sig fram Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín. 7. ágúst 2024 13:05 Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. 7. ágúst 2024 12:02 Sterkar vísbendingar um falsboð Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning um að tveir ferðamenn hafi fests í helli sem barst neyðarlínu í gærkvöldi hafi verið falsboð. Tilkynningin varð til þess að viðbragðsaðilar fóru í umfangsmikla leit sem ekki hefur skilað árangri. 6. ágúst 2024 18:42 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Grafalvarlegt mál og viðkomandi hvattur til að gefa sig fram Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín. 7. ágúst 2024 13:05
Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. 7. ágúst 2024 12:02
Sterkar vísbendingar um falsboð Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning um að tveir ferðamenn hafi fests í helli sem barst neyðarlínu í gærkvöldi hafi verið falsboð. Tilkynningin varð til þess að viðbragðsaðilar fóru í umfangsmikla leit sem ekki hefur skilað árangri. 6. ágúst 2024 18:42