Hvað veldur verðbólgunni? Indriði Stefánsson skrifar 8. ágúst 2024 09:00 Verðbólga á Íslandi er þrálátt vandamál sem birtist okkur með margvíslegum hætti, í hærra húsnæðisverði, í hærra verði á vörum og þjónustu og ekki síst í hærra vaxtastigi. Við finnum lang flest illa fyrir því þegar verðbólga eykst. Þetta á ekki síst við núna þegar launahækkanir kjarasamninga eru langt undir verðbólgu. Erum við ekki öll í þessu saman? Í umræðunni í kringum kjarasamninga var skýrt að launahækkanir yrðu að vera hóflegar annars kæmu þær beint inn í verðlag. Meira að segja Seðlabankastjóri steig fram og gerði öllum ljóst að annað en hóflegar launahækkanir kölluðu á stýrivaxtahækkanir. Niðurstaðan voru samningar Þar sem hinn almenni launamaður fékk um það bil helminginn af verðbólgunni í hækkun. Þeir samningar voru samþykktir væntanlega á þeim forsendum að smásalar myndu nýta það svigrúm sem skapaðist til að lækka verð, enda hagsmunir allra landsmanna að halda aftur af verðbólgu. Hagnaður og hækkanir Nú er að ganga í garð það tímabil þar sem fyrirtæki birta afkomu sína á öðrum ársfjórðungi einhver fyrirtæki eru búin að birta sínar afkomutölur önnur eiga það eftir. Nokkur umræða hefur skapast um uppgjör festi á öðrum ársfjórðungi, afkoma fyrirtækisins hefur raunar verið mjög góð hagnaður fyrirtækisins á 3 mánuðum er tæpur milljarður sem er 2,6% af eigin fé á ársgrundvelli væri það 10,5% af eigin fé. Nú er ekkert að því að fyrirtæki séu vel rekin né að þau skili hagnaði, það er raunar mjög æskilegt að svo sé. Í þessu samhengi vekur líka athygli að nýjustu verðbólgu mælingar hafa vakið nokkur vonbrigði. Er hagnaður Festi einsdæmi Svo virðist ekki vera Hagar virðast ekki vera búnir að birta uppgjör annars ársfjórðung en á fyrsta ársfjórðungi var afkoma Haga sambærileg við afkomu Festi á öðrum ársfjórðungi. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en báðir smásölurisarnir kláruðu það á einum ársfjórðungi og því ætti að vera ljóst að svigrúmið er ekki nýtt til að draga úr verðbólgu. Arðsemi eigin fjár Landsbankans á öðrum ársfjórðungi var 10,5% og afkoma hinna bankana var svipuð, þannig eru smásölurisarnir að skila svipaðri afkomu og bankarnir sem er ekki í neinu samræmi við verðbólgumarkmið. Viðbrögð Seðlabankans Það má færa rök fyrir því að Seðlabankinn ætti almennt ekki að vera að blanda sér í umræðu um þjóðfélagsmál. Undanfarið hefur Seðlabankastjóri tekið þó nokkurn þátt í þjóðfélagsumræðu allt frá því að hafa skoðun á því hvort fólk taki myndir af tánum á Tene yfir í hvert svigrúmið sé í kjarasamningum til launahækkana. Því má velta því fyrir sér hvort Seðlabankinn ætti ekki með sama hætti að gefa fyrirtækjum leiðbeiningar um það hversu mikill hagnaður sé æskilegur og hvaða viðbragða megi vænta frá Seðlabankanum verði farið út fyrir þann ramma, það hefur hins vegar lítið slíkt heyrst þaðan. Það er rétt að halda því til haga að þessi uppgjör ná yfir stutt tímabil en það hlýtur að vekja athygli að þegar launþegar sýna ábyrgð og semja um hóflegar launahækkanir virðast ráðandi fyrirtæki á markaði ófær um að nýta svigrúmið sem skapast til annars en að auka sinn hagnað, það strax á næsta ársfjórðungi. Það er semsagt eina ferðina enn almenningur sem tekur ábyrgðina. Höfundur er trúnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Verðbólga á Íslandi er þrálátt vandamál sem birtist okkur með margvíslegum hætti, í hærra húsnæðisverði, í hærra verði á vörum og þjónustu og ekki síst í hærra vaxtastigi. Við finnum lang flest illa fyrir því þegar verðbólga eykst. Þetta á ekki síst við núna þegar launahækkanir kjarasamninga eru langt undir verðbólgu. Erum við ekki öll í þessu saman? Í umræðunni í kringum kjarasamninga var skýrt að launahækkanir yrðu að vera hóflegar annars kæmu þær beint inn í verðlag. Meira að segja Seðlabankastjóri steig fram og gerði öllum ljóst að annað en hóflegar launahækkanir kölluðu á stýrivaxtahækkanir. Niðurstaðan voru samningar Þar sem hinn almenni launamaður fékk um það bil helminginn af verðbólgunni í hækkun. Þeir samningar voru samþykktir væntanlega á þeim forsendum að smásalar myndu nýta það svigrúm sem skapaðist til að lækka verð, enda hagsmunir allra landsmanna að halda aftur af verðbólgu. Hagnaður og hækkanir Nú er að ganga í garð það tímabil þar sem fyrirtæki birta afkomu sína á öðrum ársfjórðungi einhver fyrirtæki eru búin að birta sínar afkomutölur önnur eiga það eftir. Nokkur umræða hefur skapast um uppgjör festi á öðrum ársfjórðungi, afkoma fyrirtækisins hefur raunar verið mjög góð hagnaður fyrirtækisins á 3 mánuðum er tæpur milljarður sem er 2,6% af eigin fé á ársgrundvelli væri það 10,5% af eigin fé. Nú er ekkert að því að fyrirtæki séu vel rekin né að þau skili hagnaði, það er raunar mjög æskilegt að svo sé. Í þessu samhengi vekur líka athygli að nýjustu verðbólgu mælingar hafa vakið nokkur vonbrigði. Er hagnaður Festi einsdæmi Svo virðist ekki vera Hagar virðast ekki vera búnir að birta uppgjör annars ársfjórðung en á fyrsta ársfjórðungi var afkoma Haga sambærileg við afkomu Festi á öðrum ársfjórðungi. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en báðir smásölurisarnir kláruðu það á einum ársfjórðungi og því ætti að vera ljóst að svigrúmið er ekki nýtt til að draga úr verðbólgu. Arðsemi eigin fjár Landsbankans á öðrum ársfjórðungi var 10,5% og afkoma hinna bankana var svipuð, þannig eru smásölurisarnir að skila svipaðri afkomu og bankarnir sem er ekki í neinu samræmi við verðbólgumarkmið. Viðbrögð Seðlabankans Það má færa rök fyrir því að Seðlabankinn ætti almennt ekki að vera að blanda sér í umræðu um þjóðfélagsmál. Undanfarið hefur Seðlabankastjóri tekið þó nokkurn þátt í þjóðfélagsumræðu allt frá því að hafa skoðun á því hvort fólk taki myndir af tánum á Tene yfir í hvert svigrúmið sé í kjarasamningum til launahækkana. Því má velta því fyrir sér hvort Seðlabankinn ætti ekki með sama hætti að gefa fyrirtækjum leiðbeiningar um það hversu mikill hagnaður sé æskilegur og hvaða viðbragða megi vænta frá Seðlabankanum verði farið út fyrir þann ramma, það hefur hins vegar lítið slíkt heyrst þaðan. Það er rétt að halda því til haga að þessi uppgjör ná yfir stutt tímabil en það hlýtur að vekja athygli að þegar launþegar sýna ábyrgð og semja um hóflegar launahækkanir virðast ráðandi fyrirtæki á markaði ófær um að nýta svigrúmið sem skapast til annars en að auka sinn hagnað, það strax á næsta ársfjórðungi. Það er semsagt eina ferðina enn almenningur sem tekur ábyrgðina. Höfundur er trúnaðarmaður
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun