Miklar skemmdir á bíl eftir að þyrla lenti við hliðina Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 15:33 Sverrir segir grjótkast undan þyrlunni hafa valdið þessum skemmdum á bílnum. „Þetta eru ekki stórar skellur, kannski eins og hálf nögl á stærð, en þær eru á öllum bílnum,“ segir Sverrir. Vísir Sverrir Tryggvason varð fyrir því óláni í vikunni að flugmaður þyrlu ákvað að lenda á malarplani á Suðurnesjum þar sem bílnum hans var lagt. Hann segir grjótkast undan þyrlunni hafa valdið miklum skemmdum á bílnum, en fyrirtækið á bak við þyrluna neitar að borga tjónið, og segir ekki ljóst hvort skemmdirnar séu vegna þyrlunnar. „Ég var að fara veiða með afastrákunum mínum við Seltjörn, og legg þar á malarbílaplani. Ég er svo rétt nýfarinn úr honum þegar þyrlan kemur aðsvífandi og lendir rétt fyrir aftan bílinn. Ég reif upp símann og tók þetta upp,“ segir Sverrir, sem birti myndbandið upphaflega á Facebook. Sverrir skoðaði svo bílinn þegar hann kom til baka úr veiðinni. „Þá sé ég að hann er allur grjótbarinn. Það eru skellur á bílnum alveg niður í stál, út um allt, á húddinu, á rúðunum,“ segir Sverrir, sem heldur að þetta endi þannig að hann þurfi að heilmála bílinn. Fyrirtækið neitar ábyrgð Sverrir segist hafa sett sig í samband við fyrirtækið sem rekur þyrluna, sem heitir Glacierheli. Hann hafi fengið svar frá þeim í tölvupósti, á ensku, þar sem fram kom að þetta væri ekki þeim að kenna. „Þetta er algjör langloka. Fyrirtækið sem á Glacierheli heitir Shani ehf. Þeir eru með einhverja kennitölu, en þyrlan er samt skráð í Slóveníu,“ segir hann. Litlar skemmdir vegna grjótkasts eru um allan bílinn.Vísir Þrátt fyrir það sé hans eigin kaskótrygging það eina sem standi honum til boða. „Þetta er með ólíkindum hvernig þeir geta komist upp með þetta. Það liggur við að þeir segi bara fokk jú,“ segir hann. „Vinur minn er þyrluflugmaður og hann segist hafa lent á þessu plani, en hann segist aldrei lenda þarna ef það eru bílar,“ segir Sverrir. Ekki ljóst hvort þyrlan hafi valdið skemmdunum Usman Mehmood, forstjóri Glacierheli, segir að verið sé að rannsaka málið. Það sé ekki alveg ljóst hvort grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdunum. „Hann er þarna að keyra á malarvegum, og við vitum ekki hvort það er vegna þyrlunnar sem þessar litlu skemmdir finnast,“ segir Usman. Komi það hins vegar í ljós við rannsókn, að grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdum á bílnum, muni þau að sjálfsögðu taka ábyrgð og borga. „En málið er svolítið flókið, af því tryggingarnar okkar eru erlendar. Þyrlan er frá Austurríki og er skráð í Slóveníu. Tryggingarnar sem við borgum eru slóvenskar. Þannig þetta verður bara að taka sinn tíma og við munum skoða þetta,“ segir Usman. Bílar Reykjanesbær Tryggingar Fréttir af flugi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Ég var að fara veiða með afastrákunum mínum við Seltjörn, og legg þar á malarbílaplani. Ég er svo rétt nýfarinn úr honum þegar þyrlan kemur aðsvífandi og lendir rétt fyrir aftan bílinn. Ég reif upp símann og tók þetta upp,“ segir Sverrir, sem birti myndbandið upphaflega á Facebook. Sverrir skoðaði svo bílinn þegar hann kom til baka úr veiðinni. „Þá sé ég að hann er allur grjótbarinn. Það eru skellur á bílnum alveg niður í stál, út um allt, á húddinu, á rúðunum,“ segir Sverrir, sem heldur að þetta endi þannig að hann þurfi að heilmála bílinn. Fyrirtækið neitar ábyrgð Sverrir segist hafa sett sig í samband við fyrirtækið sem rekur þyrluna, sem heitir Glacierheli. Hann hafi fengið svar frá þeim í tölvupósti, á ensku, þar sem fram kom að þetta væri ekki þeim að kenna. „Þetta er algjör langloka. Fyrirtækið sem á Glacierheli heitir Shani ehf. Þeir eru með einhverja kennitölu, en þyrlan er samt skráð í Slóveníu,“ segir hann. Litlar skemmdir vegna grjótkasts eru um allan bílinn.Vísir Þrátt fyrir það sé hans eigin kaskótrygging það eina sem standi honum til boða. „Þetta er með ólíkindum hvernig þeir geta komist upp með þetta. Það liggur við að þeir segi bara fokk jú,“ segir hann. „Vinur minn er þyrluflugmaður og hann segist hafa lent á þessu plani, en hann segist aldrei lenda þarna ef það eru bílar,“ segir Sverrir. Ekki ljóst hvort þyrlan hafi valdið skemmdunum Usman Mehmood, forstjóri Glacierheli, segir að verið sé að rannsaka málið. Það sé ekki alveg ljóst hvort grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdunum. „Hann er þarna að keyra á malarvegum, og við vitum ekki hvort það er vegna þyrlunnar sem þessar litlu skemmdir finnast,“ segir Usman. Komi það hins vegar í ljós við rannsókn, að grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdum á bílnum, muni þau að sjálfsögðu taka ábyrgð og borga. „En málið er svolítið flókið, af því tryggingarnar okkar eru erlendar. Þyrlan er frá Austurríki og er skráð í Slóveníu. Tryggingarnar sem við borgum eru slóvenskar. Þannig þetta verður bara að taka sinn tíma og við munum skoða þetta,“ segir Usman.
Bílar Reykjanesbær Tryggingar Fréttir af flugi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira