Trzeciak var í stóru hlutverki hjá ungu liði Stjörnunnar síðasta vetur þar sem hún skoraði rúm 16 stig í leik. Hún er 32 ára bakvörður sem hefur leikið sem atvinnumaður bæði í Póllandi og í Þýskalandi og þá hefur hún einnig verið liðloðandi pólska landsliðið.
Trzeciak er fimmti leikmaðurinn sem Grindvíkingar bæta við sig í sumar og jafnframt fjórði leikmaðurinn sem er núverandi eða fyrrverandi A-landsliðsmaður.