Rússar lýsa yfir neyðarástandi Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 9. ágúst 2024 23:18 Vladimir Putin Rússlandsforseti. Rússar hafa nú lýst yfir neyðarástandi, en Úkraínumenn hófu gagnárás innan landamæra Rússlands í vikunni. AP Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna að sögn íslensks blaðamanns í Úkraínu. Árásin hafi komið Rússum í opna skjöldu. Ellefu eru látnir og yfir fjörutíu slasaðir eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Donetsk-héraði í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að sprengju hafi verið varpað úr rússneskri flugvél um hábjartan dag. Þykkan svartan reyk lagði frá byggingunni eftir árásina. Úkraínumenn sækja fram Þá hélt úkraínski herinn áfram sókn sinni, sem sögð er ná nokkra kílómetra inn fyrir landamærin í Kursk-hérað í Rússlandi, fjórða daginn í röð. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði og fylgist náið með stöðunni. „Úkraína hefur ráðist inn í Rússland á mjög öflugan hátt, og í algjöru leyni, það sá þetta enginn fyrir. Það virðist vera að þeir hafi verið að undirbúa þessar aðgerðir í alla veganna tvo þrjá mánuði. Þannig að staðan er sú að Úkraína hefur ráðist inn í Kurs hérað í Rússlandi og er að taka þar stór landsvæði undir sig,“ segir Óskar. Rússum virðist hafa gegnið brösulega að verjast, en athygli Rússa hafi að undanförnu verið á aðgerðir þeirra í Donbas og annars staðar í Úkraínu. „Þeir eru í algjörri ringulreið, það er búið að stöðva öll samskipti að stórum hluta hjá Rússum og milli herdeilda. Þeir eru ekki með varnarnet og eiga erfitt með að hindra þessar aðgerðir,“ segir Óskar. Enginn bjóst við gagnárás Hann segir erfitt að segja til um hvort staðan sem er uppi núna marki tímamót í stríðinu, og segir mikilvægt að setja fyrirvara við þær upplýsingar sem berast frá stríðandi fylkingum. „Það bjóst einhvern veginn ekki við því að þeir myndu fara inn í Rússland. Það er ekkert sem bannar það, það er ekkert ólöglegt við þessar aðgerðir samkvæmt alþjóðalögum. Genfarsáttmálinn er mjög skýr um það að það er ekki bara önnur þjóð sem má ráðast inn þegar kemur að stríði, þetta er bara svar við aðgerðum Rússa,“ segir Óskar. Hann segir erfitt að spá fyrir frekari aðgerðir Úkraínumanna í framhaldinu. „Það hvílir svakaleg leynd yfir öllu saman og þangað til þetta kom fram voru engar upplýsingar um þetta. Það sama gildir um áframhaldandi aðgerðir hjá Úkraínumönnum, það er mjög erfitt að fá upplýsingar þaðan,“ segir hann. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Ellefu eru látnir og yfir fjörutíu slasaðir eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð í Donetsk-héraði í dag. Yfirvöld í Úkraínu segja að sprengju hafi verið varpað úr rússneskri flugvél um hábjartan dag. Þykkan svartan reyk lagði frá byggingunni eftir árásina. Úkraínumenn sækja fram Þá hélt úkraínski herinn áfram sókn sinni, sem sögð er ná nokkra kílómetra inn fyrir landamærin í Kursk-hérað í Rússlandi, fjórða daginn í röð. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði og fylgist náið með stöðunni. „Úkraína hefur ráðist inn í Rússland á mjög öflugan hátt, og í algjöru leyni, það sá þetta enginn fyrir. Það virðist vera að þeir hafi verið að undirbúa þessar aðgerðir í alla veganna tvo þrjá mánuði. Þannig að staðan er sú að Úkraína hefur ráðist inn í Kurs hérað í Rússlandi og er að taka þar stór landsvæði undir sig,“ segir Óskar. Rússum virðist hafa gegnið brösulega að verjast, en athygli Rússa hafi að undanförnu verið á aðgerðir þeirra í Donbas og annars staðar í Úkraínu. „Þeir eru í algjörri ringulreið, það er búið að stöðva öll samskipti að stórum hluta hjá Rússum og milli herdeilda. Þeir eru ekki með varnarnet og eiga erfitt með að hindra þessar aðgerðir,“ segir Óskar. Enginn bjóst við gagnárás Hann segir erfitt að segja til um hvort staðan sem er uppi núna marki tímamót í stríðinu, og segir mikilvægt að setja fyrirvara við þær upplýsingar sem berast frá stríðandi fylkingum. „Það bjóst einhvern veginn ekki við því að þeir myndu fara inn í Rússland. Það er ekkert sem bannar það, það er ekkert ólöglegt við þessar aðgerðir samkvæmt alþjóðalögum. Genfarsáttmálinn er mjög skýr um það að það er ekki bara önnur þjóð sem má ráðast inn þegar kemur að stríði, þetta er bara svar við aðgerðum Rússa,“ segir Óskar. Hann segir erfitt að spá fyrir frekari aðgerðir Úkraínumanna í framhaldinu. „Það hvílir svakaleg leynd yfir öllu saman og þangað til þetta kom fram voru engar upplýsingar um þetta. Það sama gildir um áframhaldandi aðgerðir hjá Úkraínumönnum, það er mjög erfitt að fá upplýsingar þaðan,“ segir hann.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira