„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. ágúst 2024 10:52 Hildur Björnsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru ekki á sama máli um skólamáltíðir. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Hildar sem er svar við færslu Dags á sama miðli. Málið varðar í grunninn ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fjallaði um þetta í vikunni og sagði skóla safna of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun. Hún sagði fæsta foreldra þurfa á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Í færslu sinni minntist Dagur á að Reykjavíkurborg hefði komið ókeypis námsgögnum í skóla borgarinnar árið 2018. Að hans mati hefði breytingin verið góð í alla staði og orsakað aukinn jöfnuð meðal barna, og þá hefði hún líka sparað mikla fjármuni. Í haust munu skólamáltíðirnar bætast við, sem Dagur telur að verði einnig mikil kjarabót fyrir barnafólk. Hildur er á öðru máli, en hún tekur undir ummæli Áslaugar Örnu um að það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. „Enda þurfi fæstir foreldrar á slíkri meðgjöf að halda. Ég tel eðlilegt að beina slíkum stuðningi til þeirra sem mest þurfa á að halda,“ segir Hildur. Dagur fullyrti í færslu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn væri komin algjörlega úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi,” segir Hildur um þau orð Dags. Líkt og áður segir heldur hún því fram að hann sé sá stjórnmálamaður samtímans sem hafi komið fjölskyldufólki í mest vandræði. „Enginn stjórnmálamaður samtímans hefur komið fjölskyldufólki í önnur eins vandræði og Dagur B. Eggertsson. Í hans borgarstjóratíð hefur biðlistavandi leikskólanna vaxið, meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla hækkað og leikskóla- og daggæslurýmum fækkað um 940! Hann hefur leitt þjónustuskerðingar innan leikskólanna sem mælast óhagfelldar vinnandi mæðrum, láglaunafólki og foreldrum með lítið bakland. Í hans borgarstjóratíð hefur tíminn sem fjölskyldur sóa í umferðinni jafnframt aukist verulega, möguleikar fjölskyldna á að koma sér þaki yfir höfuðið farið versnandi og skattbyrði á hverja vísitölufjölskyldu á meðallaunum aukist um 627 þúsund krónur árlega á föstu verðlagi.“ Í lok færslu sinnar segir hún að Dagur hefði gott af „kennslustund í ábyrgri meðför okkar sameiginlegu sjóða - og innsýn í líf venjulegra fjölskyldna sem eru að reyna að láta hversdaginn ganga upp í Reykjavík.” Borgarstjórn Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Hildar sem er svar við færslu Dags á sama miðli. Málið varðar í grunninn ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fjallaði um þetta í vikunni og sagði skóla safna of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun. Hún sagði fæsta foreldra þurfa á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Í færslu sinni minntist Dagur á að Reykjavíkurborg hefði komið ókeypis námsgögnum í skóla borgarinnar árið 2018. Að hans mati hefði breytingin verið góð í alla staði og orsakað aukinn jöfnuð meðal barna, og þá hefði hún líka sparað mikla fjármuni. Í haust munu skólamáltíðirnar bætast við, sem Dagur telur að verði einnig mikil kjarabót fyrir barnafólk. Hildur er á öðru máli, en hún tekur undir ummæli Áslaugar Örnu um að það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. „Enda þurfi fæstir foreldrar á slíkri meðgjöf að halda. Ég tel eðlilegt að beina slíkum stuðningi til þeirra sem mest þurfa á að halda,“ segir Hildur. Dagur fullyrti í færslu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn væri komin algjörlega úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi,” segir Hildur um þau orð Dags. Líkt og áður segir heldur hún því fram að hann sé sá stjórnmálamaður samtímans sem hafi komið fjölskyldufólki í mest vandræði. „Enginn stjórnmálamaður samtímans hefur komið fjölskyldufólki í önnur eins vandræði og Dagur B. Eggertsson. Í hans borgarstjóratíð hefur biðlistavandi leikskólanna vaxið, meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla hækkað og leikskóla- og daggæslurýmum fækkað um 940! Hann hefur leitt þjónustuskerðingar innan leikskólanna sem mælast óhagfelldar vinnandi mæðrum, láglaunafólki og foreldrum með lítið bakland. Í hans borgarstjóratíð hefur tíminn sem fjölskyldur sóa í umferðinni jafnframt aukist verulega, möguleikar fjölskyldna á að koma sér þaki yfir höfuðið farið versnandi og skattbyrði á hverja vísitölufjölskyldu á meðallaunum aukist um 627 þúsund krónur árlega á föstu verðlagi.“ Í lok færslu sinnar segir hún að Dagur hefði gott af „kennslustund í ábyrgri meðför okkar sameiginlegu sjóða - og innsýn í líf venjulegra fjölskyldna sem eru að reyna að láta hversdaginn ganga upp í Reykjavík.”
Borgarstjórn Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira