Bóndinn og snákurinn Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 12. ágúst 2024 06:33 Í síðustu viku aflýsti Taylor Swift þrennum tónleikum í Vínarborg vegna hryðjuverkahótana. Í kjölfarið voru þrír ungir menn með tengsl við íslamska ríkið (ISIS) handteknir. Án vafa eru töluvert fleiri sem aðhyllast hugmyndafræði ISIS búsettir á Vesturlöndum. Líkt og áður langar mig að undirstrika muninn á íslam og íslamisma. Íslam er trú en íslamismi er pólitísk hugmyndafræði. Íslamistar gera kröfu um algjöran samruna ríkis og trúar undir kúgandi alræðisstjórn. Sem dæmi um íslamistasamtök má nefna ISIS, Hizbollah og Hamassamtökin. Fjölmörg ríki skilgreina þessi samtök sem hryðjuverkasamtök. Það vakti athygli mína fyrir nokkru þegar fyrrverandi formaður Íslands-Palestínu skrifaði langa færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann syrgði nýfallinn leiðtoga Hamassamtakanna. Eflaust sjá andstæðingar Ísraels meðlimi Hamas sem hentuga bandamenn gegn sameiginlegum óvini þeirra. Auk þess sjá þeir Hamassamtökin sem tapliðið sem þeir verða að styðja. En stuðningsmönnum Hamas væri nær að draga lærdóm af dæmisögunni um bóndann og snákinn. Í henni gengur bóndi einn um akur og sér meðvitundarlausan snák á jörðinni. Bóndinn veit að snákurinn er hættulegur en samúð hans ber hann ofurliði. Hann tekur upp snákinn til að vekja hann til meðvitundar. En þegar snákurinn vaknar bítur hann bóndann og drepur hann. Þeir sem lýsa yfir stuðningi við Hamassamtökin hljóta að gera sér grein fyrir að stuðningurinn er ekki gagnkvæmur. Hlutir sem eru flestum Vesturlandabúum mikilvægir, til dæmis veraldleg menntun, kvenfrelsi og lýðræði eru eitur í beinum Hamassamtakanna. Fyrirætlanir þeirra um Gyðinga, sem bæði stofnsáttmáli samtakanna og ummæli meðlima þeirra vitna um, ættu einnig að vera öllum ljósar. En Hamassamtökin hafa einnig fyrirætlanir um Vesturlönd. Einn leiðtoga samtakanna, Mahmoud Al-Zahar, sagði í viðtali við Reuters að Vesturlönd væru „siðferðislega snauð“ og hampaði í sömu andrá kúgandi gildum Hamassamtakanna. Í sjónvarpsviðtali fyrir tveimur árum sagði hann: „Við erum ekki einungis að tala um að frelsa okkar eigið land.“ Með öðrum orðum munu samtökin ekki láta staðar numið við útrýmingu Ísraels. Það er ekki hægt að ganga að því sem vísu að herskáir íslamistar lúti í lægra haldi fyrir Vesturlöndum. Vesturlandabúar gætu einn daginn vaknað upp við þann vonda draum að búa við kúgandi stjórn þeirra. Þá væri fleira en þrennum Taylor Swift-tónleikum aflýst. Þá væri of seint að hreyfa við mótbárum. Stuðningsmenn Hamassamtakanna mættu því spyrja sig hvort stuðningur þeirra sé of dýru verði keyptur. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku aflýsti Taylor Swift þrennum tónleikum í Vínarborg vegna hryðjuverkahótana. Í kjölfarið voru þrír ungir menn með tengsl við íslamska ríkið (ISIS) handteknir. Án vafa eru töluvert fleiri sem aðhyllast hugmyndafræði ISIS búsettir á Vesturlöndum. Líkt og áður langar mig að undirstrika muninn á íslam og íslamisma. Íslam er trú en íslamismi er pólitísk hugmyndafræði. Íslamistar gera kröfu um algjöran samruna ríkis og trúar undir kúgandi alræðisstjórn. Sem dæmi um íslamistasamtök má nefna ISIS, Hizbollah og Hamassamtökin. Fjölmörg ríki skilgreina þessi samtök sem hryðjuverkasamtök. Það vakti athygli mína fyrir nokkru þegar fyrrverandi formaður Íslands-Palestínu skrifaði langa færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann syrgði nýfallinn leiðtoga Hamassamtakanna. Eflaust sjá andstæðingar Ísraels meðlimi Hamas sem hentuga bandamenn gegn sameiginlegum óvini þeirra. Auk þess sjá þeir Hamassamtökin sem tapliðið sem þeir verða að styðja. En stuðningsmönnum Hamas væri nær að draga lærdóm af dæmisögunni um bóndann og snákinn. Í henni gengur bóndi einn um akur og sér meðvitundarlausan snák á jörðinni. Bóndinn veit að snákurinn er hættulegur en samúð hans ber hann ofurliði. Hann tekur upp snákinn til að vekja hann til meðvitundar. En þegar snákurinn vaknar bítur hann bóndann og drepur hann. Þeir sem lýsa yfir stuðningi við Hamassamtökin hljóta að gera sér grein fyrir að stuðningurinn er ekki gagnkvæmur. Hlutir sem eru flestum Vesturlandabúum mikilvægir, til dæmis veraldleg menntun, kvenfrelsi og lýðræði eru eitur í beinum Hamassamtakanna. Fyrirætlanir þeirra um Gyðinga, sem bæði stofnsáttmáli samtakanna og ummæli meðlima þeirra vitna um, ættu einnig að vera öllum ljósar. En Hamassamtökin hafa einnig fyrirætlanir um Vesturlönd. Einn leiðtoga samtakanna, Mahmoud Al-Zahar, sagði í viðtali við Reuters að Vesturlönd væru „siðferðislega snauð“ og hampaði í sömu andrá kúgandi gildum Hamassamtakanna. Í sjónvarpsviðtali fyrir tveimur árum sagði hann: „Við erum ekki einungis að tala um að frelsa okkar eigið land.“ Með öðrum orðum munu samtökin ekki láta staðar numið við útrýmingu Ísraels. Það er ekki hægt að ganga að því sem vísu að herskáir íslamistar lúti í lægra haldi fyrir Vesturlöndum. Vesturlandabúar gætu einn daginn vaknað upp við þann vonda draum að búa við kúgandi stjórn þeirra. Þá væri fleira en þrennum Taylor Swift-tónleikum aflýst. Þá væri of seint að hreyfa við mótbárum. Stuðningsmenn Hamassamtakanna mættu því spyrja sig hvort stuðningur þeirra sé of dýru verði keyptur. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun