Tom Cruise seig og sveif og tók við fánanum fyrir hönd Los Angeles Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. ágúst 2024 07:35 Tom Cruise var í aðalhlutverki á lokahátíðinni í gær... enda ekki öðru vanur. Getty/Fabrizio Bensch Lokahátíð Ólympíuleikanna í París fór fram í gær, þar sem Frakkar þökkuðu fyrir sig og afhentu Bandaríkjamönnum kyndilinn, þar sem Ólympíuleikarnir 2028 verða haldnir í Los Angeles. Hátíðin var hin glæsilegasta og fór fram á Stade de France fyrir framan um það bil 70 þúsund áhorfendur. Boðið var upp á glæsileg tónlistaratriði til viðbótar við hefðbundin ræðuhöld en leikum lauk svo með stórkoslegri flugeldasýningu. Hápunktur hátíðarinnar var þó mögulega atriðið þar sem Bandaríkjamenn tóku formlega við Ólympíukyndlinum. Hollywood-leikarinn Tom Cruise gerði sér lítið fyrir og seig niður af þaki leikvangsins og fékk... ja, ekki logann en Ólympíufánann frá Karen Bass, borgarstjóra Los Angeles, og fimleikahetjunni Simone Biles. Snoop Dogg stal heldur betur senunni á leikunum í París og bætti svo um betur og dró Dr. Dre með sér á sviðið í Los Angeles.Getty/LA28/Kevin Mazur Við tók sena þar sem beinni útsendingu og fyrirfram tilbúnu efni var skeytt saman, þar sem Cruise flutti fánann heim yfir hafið og í hendur íþróttafólks sem bar hann að ströndum Los Angeles. Þar tóku við tónleikar þar sem Red Hot Chili Peppers, Billie Eilish og Snoop Dogg og Dr. Dre komum meðal annars fram. Ef marka má umsagnir fjölmiðlafólks og annarra á samfélagsmiðlum er ljóst að mörgum þóttu Bandaríkjamennirnir hafa misnotað stórgott tækifæri til að láta ljós sitt skína með því að slá upp einföldu strandpartý eftir mikilfengleikann í Frakklandi. Sjá má þetta stórfenglega atriði hér. Frakkland Bandaríkin Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hátíðin var hin glæsilegasta og fór fram á Stade de France fyrir framan um það bil 70 þúsund áhorfendur. Boðið var upp á glæsileg tónlistaratriði til viðbótar við hefðbundin ræðuhöld en leikum lauk svo með stórkoslegri flugeldasýningu. Hápunktur hátíðarinnar var þó mögulega atriðið þar sem Bandaríkjamenn tóku formlega við Ólympíukyndlinum. Hollywood-leikarinn Tom Cruise gerði sér lítið fyrir og seig niður af þaki leikvangsins og fékk... ja, ekki logann en Ólympíufánann frá Karen Bass, borgarstjóra Los Angeles, og fimleikahetjunni Simone Biles. Snoop Dogg stal heldur betur senunni á leikunum í París og bætti svo um betur og dró Dr. Dre með sér á sviðið í Los Angeles.Getty/LA28/Kevin Mazur Við tók sena þar sem beinni útsendingu og fyrirfram tilbúnu efni var skeytt saman, þar sem Cruise flutti fánann heim yfir hafið og í hendur íþróttafólks sem bar hann að ströndum Los Angeles. Þar tóku við tónleikar þar sem Red Hot Chili Peppers, Billie Eilish og Snoop Dogg og Dr. Dre komum meðal annars fram. Ef marka má umsagnir fjölmiðlafólks og annarra á samfélagsmiðlum er ljóst að mörgum þóttu Bandaríkjamennirnir hafa misnotað stórgott tækifæri til að láta ljós sitt skína með því að slá upp einföldu strandpartý eftir mikilfengleikann í Frakklandi. Sjá má þetta stórfenglega atriði hér.
Frakkland Bandaríkin Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira