Gera sér ekki mat úr lekanum úr framboði Trump Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 08:53 Í gögnunum sem var lekið var meðal annars löng skýrsla sem framboð Trump gerði um J.D. Vance, kosti hans og galla, áður en hann var valinn varaforsetaefni Trump. AP/Ben Bray Bandarískir fjölmiðlar sem fengu upp í hendurnar trúnaðargögn sem var lekið úr framboði Donalds Trump hafa kosið að skrifa ekki fréttir upp úr þeim. Það er allt önnur nálgun en þegar tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton var lekið árið 2016. Bakgrunnsrannsókn upp á 271 blaðsíðu sem framboð Trump gerði á J.D. Vance áður en hann var valinn sem varaforsetaefni repúblikana er sögð á meðal þeirra gagna sem fjölmiðlar eins og Politico, New York Times og Washington Post fengu nýlega send. Enginn þeirra hefur gert sér mat úr gögnunum enn sem komið er. Þess í stað hafa þeir aðeins skrifað um að framboðið hafi mögulega orðið fyrir tölvuárás og lýst almennum orðum hvað gögnin innihéldu. Bæði Politico og Washington Post segjast hafa staðfest að gögnin séu ósvikin. Ákvörðun fjölmiðlanna um að vinna ekki fréttir upp úr gögnunum er alger andstæða þess sem gerðist þegar uppljóstranavefurinn Wikileaks birti tölvupósta Johns Podesta, kosningastjóra Clinton, í smáskömmtum í aðdraganda kosninganna þá. Fréttir upp úr póstunum voru þá í forgrunni í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Einn fjölmiðill skrifaði meðal annars frétt upp úr risotto-uppskrift Podesta sem var að finna í þeim. Fyrstu póstarnir voru birtir rétt eftir að framboð Trump varð fyrir þungu höggi þegar Washington Post birti gömul ummæli Trump þar sem hann sagðist geta ráðist kynferðislega á konur í krafti frægðar sinnar. Talið er að rússneskir hakkarar hafi stolið tölvupóstunum og komið þeim til Wikileaks. Trump hvatti Rússa opinberlega til dáða að stela fleiri gögnum frá Clinton. Töldu upprunann fréttnæmari en innihaldið Enn liggur ekki fyrir hver lak gögnunum nú til fjölmiðla en alríkislögreglan FBI rannsakar það. Framboð Trump sakar írönsk stjórnvöld um tölvuinnbrot án þess að leggja fram sannanir fyrir því. Talsmaður framboðsins sagði að ef fjölmiðlar birtu fréttir upp úr gögnunum gengju þeir erinda óvina Bandaríkjanna. Tæknirisinn Microsoft hefur hins vegar greint frá því að íranska leyniþjónustan hafi nýlega reynt að komast inn í tölvupóst háttsetts ráðgjafa stjórnmálaframboðs í Bandaríkjunum án þess að tilgreina hvert þeirra. New York Times vildi ekki ræða það við fréttamenn AP-fréttastofunnar hvers vegna blaðið kaus að birta ekki fréttir upp úr gögnunum. Washington Post sagðist taka tillit til ýmissa þátta við sitt fréttamat, þar á meðal hvort gögn væru ósvikin, hvað heimildarmönnum gengi til og hagsmuni almennings. Talsmaður Politico sagði miðilinn hafa talið uppruna gagnanna fréttnæmari en gögnin sjálf. Ósammála um hvort viðbrögðin hafi verið rétt Ekki eru allir á einu máli um hvort fjölmiðlarnir hafi brugðist rétt við lekanum nú. Kathleen Hall Jamieson, prófessor í samskiptafræðum við Pennsylvaníuháskóla, segir það hafa verið rétt af þeim að birta ekki fréttir því þeir gátu ekki verið vissir um uppruna gagnanna. „Hvernig veistu að Trump-framboðið sé ekki að reyna að nota þig?“ segir hún. Á öndverðum meiði er Jesse Eisinger, ritstjóri hjá ProPublica. Hann segir ýmislegt í gögnunum fréttnæmt og að fjölmiðlarnir hefðu getað gert sér mat úr því. „Ég held ekki að þau hafi tekið rétt á þessu. Ég held að þau hafi ofleiðrétt eftir mistökin 2016,“ segir hann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Bakgrunnsrannsókn upp á 271 blaðsíðu sem framboð Trump gerði á J.D. Vance áður en hann var valinn sem varaforsetaefni repúblikana er sögð á meðal þeirra gagna sem fjölmiðlar eins og Politico, New York Times og Washington Post fengu nýlega send. Enginn þeirra hefur gert sér mat úr gögnunum enn sem komið er. Þess í stað hafa þeir aðeins skrifað um að framboðið hafi mögulega orðið fyrir tölvuárás og lýst almennum orðum hvað gögnin innihéldu. Bæði Politico og Washington Post segjast hafa staðfest að gögnin séu ósvikin. Ákvörðun fjölmiðlanna um að vinna ekki fréttir upp úr gögnunum er alger andstæða þess sem gerðist þegar uppljóstranavefurinn Wikileaks birti tölvupósta Johns Podesta, kosningastjóra Clinton, í smáskömmtum í aðdraganda kosninganna þá. Fréttir upp úr póstunum voru þá í forgrunni í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Einn fjölmiðill skrifaði meðal annars frétt upp úr risotto-uppskrift Podesta sem var að finna í þeim. Fyrstu póstarnir voru birtir rétt eftir að framboð Trump varð fyrir þungu höggi þegar Washington Post birti gömul ummæli Trump þar sem hann sagðist geta ráðist kynferðislega á konur í krafti frægðar sinnar. Talið er að rússneskir hakkarar hafi stolið tölvupóstunum og komið þeim til Wikileaks. Trump hvatti Rússa opinberlega til dáða að stela fleiri gögnum frá Clinton. Töldu upprunann fréttnæmari en innihaldið Enn liggur ekki fyrir hver lak gögnunum nú til fjölmiðla en alríkislögreglan FBI rannsakar það. Framboð Trump sakar írönsk stjórnvöld um tölvuinnbrot án þess að leggja fram sannanir fyrir því. Talsmaður framboðsins sagði að ef fjölmiðlar birtu fréttir upp úr gögnunum gengju þeir erinda óvina Bandaríkjanna. Tæknirisinn Microsoft hefur hins vegar greint frá því að íranska leyniþjónustan hafi nýlega reynt að komast inn í tölvupóst háttsetts ráðgjafa stjórnmálaframboðs í Bandaríkjunum án þess að tilgreina hvert þeirra. New York Times vildi ekki ræða það við fréttamenn AP-fréttastofunnar hvers vegna blaðið kaus að birta ekki fréttir upp úr gögnunum. Washington Post sagðist taka tillit til ýmissa þátta við sitt fréttamat, þar á meðal hvort gögn væru ósvikin, hvað heimildarmönnum gengi til og hagsmuni almennings. Talsmaður Politico sagði miðilinn hafa talið uppruna gagnanna fréttnæmari en gögnin sjálf. Ósammála um hvort viðbrögðin hafi verið rétt Ekki eru allir á einu máli um hvort fjölmiðlarnir hafi brugðist rétt við lekanum nú. Kathleen Hall Jamieson, prófessor í samskiptafræðum við Pennsylvaníuháskóla, segir það hafa verið rétt af þeim að birta ekki fréttir því þeir gátu ekki verið vissir um uppruna gagnanna. „Hvernig veistu að Trump-framboðið sé ekki að reyna að nota þig?“ segir hún. Á öndverðum meiði er Jesse Eisinger, ritstjóri hjá ProPublica. Hann segir ýmislegt í gögnunum fréttnæmt og að fjölmiðlarnir hefðu getað gert sér mat úr því. „Ég held ekki að þau hafi tekið rétt á þessu. Ég held að þau hafi ofleiðrétt eftir mistökin 2016,“ segir hann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira