Menntamál eru byggðajafnréttismál Álfhildur Leifsdóttir, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Sigríður Gísladóttir skrifa 13. ágúst 2024 19:01 Menntun er ekki einungis samfélagsmál heldur einnig forsenda þróunar og nýsköpunar hverrar þjóðar og þar skipta öll skólastig máli. Menntamál skipa stóran sess þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðarinnar. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíð lagt áherslu á að vera með skýra menntastefnu sem er í stöðugri endurskoðun, enda þarf sífellt að aðlaga menntakerfið að ólíkum þörfum í fjölbreyttu samfélagi. Menntun á að vera aðgengileg öllum, óháð búsetu. Ef vilji er til þess að tryggja blómlega byggð á landinu öllu þarf að hlúa vel að hverjum einasta skóla landsins. Fjölbreytni og nýsköpun Áhersla á að vera á fjölbreytt námsframboð og nýsköpun þegar kemur að grunn- og framhaldsnámi. Iðnnám og sí- og endurmenntun skiptir fólk í hinum dreifðari byggðum miklu máli og er undirstaða byggðafestu og ekki síður mikilvæg þegar kemur að félagslegu réttlæti. Án fjölbreyttra menntunarmöguleika þrífst ungt fólk ekki í sinni heimabyggð og með tilheyrandi álagi og kostnaði fyrir fjölskyldur flykkist unga fólkið okkar á stóru þéttbýlisstaðina og ílengist jafnvel þar sem verður til þess að fámennari byggðir líða fyrir. Jákvæð upplifun úr barnæsku af skólagöngu er sem dæmi lykilforsenda þess að ungt fólk flytji aftur í heimabyggð og því mikilvægt að vel sé staðið að menntamálum um land allt. Það er að mörgu að hyggja hvað varðar nám að loknum grunnskóla og mikilvægt að tryggja fjölbreytta gæðamenntun í framhaldsskólum um land allt. Áherslan ætti að vera á menntun og skipulag sem heldur utan um einstaklinga og er styðjandi hvað varðar þroska og hæfileika hvers og eins. Það þarf að gera ungu fólki kleift að búa áfram heima ef svo ber undir eða tryggja aðgang að heimavist eða öðru búsetuúrræði kjósi þau nám sem krefst staðbundinnar viðveru í lengri eða skemmri tíma. Í framhaldsskólum þarf að vera fjölbreytt námsval hvort sem er í stað- eða fjarnámi, jafnvel í samvinnu við aðra skóla sem og í virku samstarfi við atvinnulífið ef um verknám er að ræða. Í stefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um menntamál segir meðal annars að tryggja þurfi jöfn tækifæri til menntunar óháð búsetu, þar sem sérstaklega þurfi að huga að aðgengi að iðn- og listnámi svo öll geti notið sín. Nám fyrir öll, óháð búsetu eða stöðu Gjörbreyta þarf viðhorfi og umhverfi háskólanáms og tryggja að mun fleiri námsleiðir séu í boði í fjarnámi enda mörg sem á landsbyggðunum búa sem þegar hafa stofnað heimili og jafnvel fjölskyldu og eiga því erfiðara um vik með að flytja til að stunda staðnám. Stefnan ætti að vera sú að allt nám sem er hægt að bjóða upp á í fjarnámi eigi að setja upp sem slíkt enda víða um land skortur á starfsfólki sem sinna grundvallarhlutverki í innviðum samfélagsins, svo sem leik- og grunnskólakennurum, lögregluþjónum, heilbrigðisstarfsfólki og félagsráðgjöfum. Efla þarf þekkingarsetur á minni stöðum, þar ætti að vera aðstaða fyrir fræðasetur og starfsfólk fyrirtækja sem fær að vinna í heimabyggð undir merkjum starfa án staðsetningar ásamt aðstöðu fyrir rannsóknir, lista- og menningarstarf. Á fræðasetrum ætti að vera hægt að halda utan um fjarnám nemenda á framhalds- og háskólastigi og í fullorðinsfræðslu. Þar getur myndast mikill þekkingarauður og kraftur sem skilar sér út í samfélagið á hverjum stað og eflir byggðir af öllum stærðum og gerðum. Fólk á að geta hafið nám hvenær sem er á lífsleiðinni óháð búsetu og yrði það stór liður í að hækka menntunarstig á landsbyggðunum en þá þarf að tryggja námsframboð, aðgengi að húsnæði og búnaði sem og nýsköpunar- og rannsóknarstyrkjum. Tæknin eykur tækifæri Lykilatriði er að tryggja fjölbreytt nám og fjölbreyttar leiðir til að stunda nám undir merkjum byggðajafnréttis og með hag alls samfélagsins að leiðarljósi. Með auknu aðgengi að námi fyrir öll stuðlum við að sjálfbæru samfélagi. Mikil tækifæri eru fólgin í notkun tækni í námi, því tækni ýtir bæði undir aukna möguleika við námsframboð og eflir kennsluhætti. Ásamt því er tæknin grundvöllur að fjar- og netnámi og er tímasparandi. Fjarnám gerir nefnilega þeim sem geta ekki mætt á staðinn kleift að stunda nám óháð staðsetningu og stuðlar þar meðal annars að félagslegu réttlæti fyrir íbúa í hinum dreifðari byggðum. Fjarnám dregur einnig úr ferðalögum, sóun á tíma og peningum og minnkar umhverfisáhrif og slysahættu. Ekki síst geta tæknilausnir og fjarnám mætt ólíkum þörfum nemenda, með tilliti til búsetu, veikinda, örorku eða fötlunar ásamt því að auka samskipti nemenda óháð búsetu. Þá eru háskólanemar á Íslandi gjarnan eldri en nemar í öðrum Evrópulöndum, oft búnir að koma sér fyrir og stofna fjölskyldu. Fjarnám getur þannig náð til breiðari nemendahóps og stuðlað að auknum tækifærum og möguleikum fólks til menntunar hvar og hvenær sem er um leið og það eykur menntunarstig landsins alls. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og leikskólastjóri, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Sigríður Gísladóttir, dýralæknir og framhaldsskólakennari, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Vinstri græn Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Menntun er ekki einungis samfélagsmál heldur einnig forsenda þróunar og nýsköpunar hverrar þjóðar og þar skipta öll skólastig máli. Menntamál skipa stóran sess þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðarinnar. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíð lagt áherslu á að vera með skýra menntastefnu sem er í stöðugri endurskoðun, enda þarf sífellt að aðlaga menntakerfið að ólíkum þörfum í fjölbreyttu samfélagi. Menntun á að vera aðgengileg öllum, óháð búsetu. Ef vilji er til þess að tryggja blómlega byggð á landinu öllu þarf að hlúa vel að hverjum einasta skóla landsins. Fjölbreytni og nýsköpun Áhersla á að vera á fjölbreytt námsframboð og nýsköpun þegar kemur að grunn- og framhaldsnámi. Iðnnám og sí- og endurmenntun skiptir fólk í hinum dreifðari byggðum miklu máli og er undirstaða byggðafestu og ekki síður mikilvæg þegar kemur að félagslegu réttlæti. Án fjölbreyttra menntunarmöguleika þrífst ungt fólk ekki í sinni heimabyggð og með tilheyrandi álagi og kostnaði fyrir fjölskyldur flykkist unga fólkið okkar á stóru þéttbýlisstaðina og ílengist jafnvel þar sem verður til þess að fámennari byggðir líða fyrir. Jákvæð upplifun úr barnæsku af skólagöngu er sem dæmi lykilforsenda þess að ungt fólk flytji aftur í heimabyggð og því mikilvægt að vel sé staðið að menntamálum um land allt. Það er að mörgu að hyggja hvað varðar nám að loknum grunnskóla og mikilvægt að tryggja fjölbreytta gæðamenntun í framhaldsskólum um land allt. Áherslan ætti að vera á menntun og skipulag sem heldur utan um einstaklinga og er styðjandi hvað varðar þroska og hæfileika hvers og eins. Það þarf að gera ungu fólki kleift að búa áfram heima ef svo ber undir eða tryggja aðgang að heimavist eða öðru búsetuúrræði kjósi þau nám sem krefst staðbundinnar viðveru í lengri eða skemmri tíma. Í framhaldsskólum þarf að vera fjölbreytt námsval hvort sem er í stað- eða fjarnámi, jafnvel í samvinnu við aðra skóla sem og í virku samstarfi við atvinnulífið ef um verknám er að ræða. Í stefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um menntamál segir meðal annars að tryggja þurfi jöfn tækifæri til menntunar óháð búsetu, þar sem sérstaklega þurfi að huga að aðgengi að iðn- og listnámi svo öll geti notið sín. Nám fyrir öll, óháð búsetu eða stöðu Gjörbreyta þarf viðhorfi og umhverfi háskólanáms og tryggja að mun fleiri námsleiðir séu í boði í fjarnámi enda mörg sem á landsbyggðunum búa sem þegar hafa stofnað heimili og jafnvel fjölskyldu og eiga því erfiðara um vik með að flytja til að stunda staðnám. Stefnan ætti að vera sú að allt nám sem er hægt að bjóða upp á í fjarnámi eigi að setja upp sem slíkt enda víða um land skortur á starfsfólki sem sinna grundvallarhlutverki í innviðum samfélagsins, svo sem leik- og grunnskólakennurum, lögregluþjónum, heilbrigðisstarfsfólki og félagsráðgjöfum. Efla þarf þekkingarsetur á minni stöðum, þar ætti að vera aðstaða fyrir fræðasetur og starfsfólk fyrirtækja sem fær að vinna í heimabyggð undir merkjum starfa án staðsetningar ásamt aðstöðu fyrir rannsóknir, lista- og menningarstarf. Á fræðasetrum ætti að vera hægt að halda utan um fjarnám nemenda á framhalds- og háskólastigi og í fullorðinsfræðslu. Þar getur myndast mikill þekkingarauður og kraftur sem skilar sér út í samfélagið á hverjum stað og eflir byggðir af öllum stærðum og gerðum. Fólk á að geta hafið nám hvenær sem er á lífsleiðinni óháð búsetu og yrði það stór liður í að hækka menntunarstig á landsbyggðunum en þá þarf að tryggja námsframboð, aðgengi að húsnæði og búnaði sem og nýsköpunar- og rannsóknarstyrkjum. Tæknin eykur tækifæri Lykilatriði er að tryggja fjölbreytt nám og fjölbreyttar leiðir til að stunda nám undir merkjum byggðajafnréttis og með hag alls samfélagsins að leiðarljósi. Með auknu aðgengi að námi fyrir öll stuðlum við að sjálfbæru samfélagi. Mikil tækifæri eru fólgin í notkun tækni í námi, því tækni ýtir bæði undir aukna möguleika við námsframboð og eflir kennsluhætti. Ásamt því er tæknin grundvöllur að fjar- og netnámi og er tímasparandi. Fjarnám gerir nefnilega þeim sem geta ekki mætt á staðinn kleift að stunda nám óháð staðsetningu og stuðlar þar meðal annars að félagslegu réttlæti fyrir íbúa í hinum dreifðari byggðum. Fjarnám dregur einnig úr ferðalögum, sóun á tíma og peningum og minnkar umhverfisáhrif og slysahættu. Ekki síst geta tæknilausnir og fjarnám mætt ólíkum þörfum nemenda, með tilliti til búsetu, veikinda, örorku eða fötlunar ásamt því að auka samskipti nemenda óháð búsetu. Þá eru háskólanemar á Íslandi gjarnan eldri en nemar í öðrum Evrópulöndum, oft búnir að koma sér fyrir og stofna fjölskyldu. Fjarnám getur þannig náð til breiðari nemendahóps og stuðlað að auknum tækifærum og möguleikum fólks til menntunar hvar og hvenær sem er um leið og það eykur menntunarstig landsins alls. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og leikskólastjóri, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Sigríður Gísladóttir, dýralæknir og framhaldsskólakennari, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun