Miðaldra á hjúkrunarheimili! Jóhanna Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 12:01 Ég sem verkefnastjóri vinaverkefna hjá Rauða krossinum í Árnessýslu, hef rekið mig á að eitthvað af fólki undir 67 ára aldri dvelur á hjúkrunarheimilum ætluðum öldruðum. Það hefur verið mér hugleikið hvernig félagslegar aðstæður þessa fólks eru. Á hjúkrunarheimilum, þar sem fólk stoppar að meðaltali í tvö ár og mikil endurnýjun er á heimilisfólki, finnst mér ólíkegt að góðar félagslegar sé aðstæður fyrir þá sem eru yngri en 67 ára. Hvernig virkar þetta umhverfi fyrir einstaklinga sem þurfa að dvelja langtímum saman á hjúkrunarheimilum, t.d. einhvern sem er 52 ára og sér fram á 15 ár þar til hann nær réttu aldursskilyrði hjúkrunarheimilisins? Er verið að tryggja að þessir einstaklingar geti sótt sér þær félagslegar aðstæður, t.d. fá þeir þá ferðaþjónustu sem þeir þurfa til að nálgast félagslegar aðstæður sem eru æskilegar fyrir þennan aldur? Er þeim tryggt að þeir geti sótt atvinnuúrræði sem eru í boði fyrir þennan hóp, eins og t.d. atvinna með stuðningi eða hæfingarstöðvar sem þeir geta sótt sér þjónustu hjá? Mig grunar að þarna rekist á alls konar kerfi sem tala ekki saman og vísa á hvort annað, á meðan þessi einstaklingur fær að dúsa inni og fær aðeins grunnþjónustu, hjúkrunarþjónustu, á meðan félagslega þættinum er ekki sinnt eins og um einstakling undir 67 ára væri að ræða. Einstaklingur sem er 51 árs gamall á sennilega lítið sameiginlegt með einstaklingi sem er 94 ára, áhugamál og aldursmunur spila þar inn í. Þessir einstaklingar eru í enn meiri hættu á að einangrast, þeir eru líklegri til að sækja ekki í félagskap með öðrum heimilismönnum, og eru líklegri til að sækja ekki í þá afþreyingu sem er í boði fyrir aldraða inni á hjúkrunarheimilum, og enda á að einangra sig enn frekar og halda sig frekar til í einkaherbergjum og eiga minni samskipti en ella. Ég veit þó að starfsfólk reynir sitt allra besta í þessum aðstæðum. En hvað veldur því að kerfin tala ekki saman? Af hverju eru fá hjúkrunarheimili ætluð þessum aldurshópi? Þörfin er klárlega fyrir hendi. Af hverju fellur þessi hópur undir lög um aldraða og fær þjónustu ætlaða öldruðum? Af hverju fellur þessi hópur ekki undir lög um fatlaða? Réttur fatlaðs fólks er að lifa sjálfstæðu lífi og hafa fulla stjórn á sínu lífi, þar með talið eigin ákvörðunarrétt, búseturétt og samfélagsþátttöku. Réttur fatlaðra ætti að vera sá sami og allra annarra til að lifa eðlilegu lífi. Markmið laga um aldraða er að þeir eigi kost á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda miðað við ástand hins aldraða. Samkvæmt lögum telst aldraður vera sá sem hefur náð 67 ára aldri. Breyting var þó gerð á þessum lögum 2018 sem heimilar dvöl yngri en 67 ára á hjúkrunarrými, háð því skilyrði að mat liggi fyrir um þörf þeirra fyrir slíka dvöl. Þetta eru þær spurningar sem brenna á mér núna. Hvert á ég að beina þeim veit ég ekki alveg. Ég veit líka að ég er ekki að fara að breyta heiminum, en ég get spurt: Hvað get ég gert? Hvað getur þú gert? Vinaverkefni Rauða krossins miðast við að styrkja og efla félagslega þátttöku og vinna út frá þörfum notenda hverju sinni. Félagsleg tengsl hafa mikið að segja þegar kemur að heilsu og vellíðan. Þannig getum við sem sjálfboðaliðar veitt félagsskap hjá einstaklingum undir 67 ára í búsetu fyrir aldraða. Hlutverk sjálfboðaliða er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Vantar þig félagsskap? Veistu um einhvern sem vantar félagsskap? Viltu veita félagsskap? Hægt er að sækja um að taka þátt í félagsverkefninu okkar á heimasíðunni okkar www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri vinaverkefna Rauða krossins í Árnessýslu og er heimsóknavinur einstaklings sem er 52 ára og þar af leiðandi yngri en 67 ára í þjónustuúrræði fyrir aldraða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ég sem verkefnastjóri vinaverkefna hjá Rauða krossinum í Árnessýslu, hef rekið mig á að eitthvað af fólki undir 67 ára aldri dvelur á hjúkrunarheimilum ætluðum öldruðum. Það hefur verið mér hugleikið hvernig félagslegar aðstæður þessa fólks eru. Á hjúkrunarheimilum, þar sem fólk stoppar að meðaltali í tvö ár og mikil endurnýjun er á heimilisfólki, finnst mér ólíkegt að góðar félagslegar sé aðstæður fyrir þá sem eru yngri en 67 ára. Hvernig virkar þetta umhverfi fyrir einstaklinga sem þurfa að dvelja langtímum saman á hjúkrunarheimilum, t.d. einhvern sem er 52 ára og sér fram á 15 ár þar til hann nær réttu aldursskilyrði hjúkrunarheimilisins? Er verið að tryggja að þessir einstaklingar geti sótt sér þær félagslegar aðstæður, t.d. fá þeir þá ferðaþjónustu sem þeir þurfa til að nálgast félagslegar aðstæður sem eru æskilegar fyrir þennan aldur? Er þeim tryggt að þeir geti sótt atvinnuúrræði sem eru í boði fyrir þennan hóp, eins og t.d. atvinna með stuðningi eða hæfingarstöðvar sem þeir geta sótt sér þjónustu hjá? Mig grunar að þarna rekist á alls konar kerfi sem tala ekki saman og vísa á hvort annað, á meðan þessi einstaklingur fær að dúsa inni og fær aðeins grunnþjónustu, hjúkrunarþjónustu, á meðan félagslega þættinum er ekki sinnt eins og um einstakling undir 67 ára væri að ræða. Einstaklingur sem er 51 árs gamall á sennilega lítið sameiginlegt með einstaklingi sem er 94 ára, áhugamál og aldursmunur spila þar inn í. Þessir einstaklingar eru í enn meiri hættu á að einangrast, þeir eru líklegri til að sækja ekki í félagskap með öðrum heimilismönnum, og eru líklegri til að sækja ekki í þá afþreyingu sem er í boði fyrir aldraða inni á hjúkrunarheimilum, og enda á að einangra sig enn frekar og halda sig frekar til í einkaherbergjum og eiga minni samskipti en ella. Ég veit þó að starfsfólk reynir sitt allra besta í þessum aðstæðum. En hvað veldur því að kerfin tala ekki saman? Af hverju eru fá hjúkrunarheimili ætluð þessum aldurshópi? Þörfin er klárlega fyrir hendi. Af hverju fellur þessi hópur undir lög um aldraða og fær þjónustu ætlaða öldruðum? Af hverju fellur þessi hópur ekki undir lög um fatlaða? Réttur fatlaðs fólks er að lifa sjálfstæðu lífi og hafa fulla stjórn á sínu lífi, þar með talið eigin ákvörðunarrétt, búseturétt og samfélagsþátttöku. Réttur fatlaðra ætti að vera sá sami og allra annarra til að lifa eðlilegu lífi. Markmið laga um aldraða er að þeir eigi kost á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda miðað við ástand hins aldraða. Samkvæmt lögum telst aldraður vera sá sem hefur náð 67 ára aldri. Breyting var þó gerð á þessum lögum 2018 sem heimilar dvöl yngri en 67 ára á hjúkrunarrými, háð því skilyrði að mat liggi fyrir um þörf þeirra fyrir slíka dvöl. Þetta eru þær spurningar sem brenna á mér núna. Hvert á ég að beina þeim veit ég ekki alveg. Ég veit líka að ég er ekki að fara að breyta heiminum, en ég get spurt: Hvað get ég gert? Hvað getur þú gert? Vinaverkefni Rauða krossins miðast við að styrkja og efla félagslega þátttöku og vinna út frá þörfum notenda hverju sinni. Félagsleg tengsl hafa mikið að segja þegar kemur að heilsu og vellíðan. Þannig getum við sem sjálfboðaliðar veitt félagsskap hjá einstaklingum undir 67 ára í búsetu fyrir aldraða. Hlutverk sjálfboðaliða er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Vantar þig félagsskap? Veistu um einhvern sem vantar félagsskap? Viltu veita félagsskap? Hægt er að sækja um að taka þátt í félagsverkefninu okkar á heimasíðunni okkar www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri vinaverkefna Rauða krossins í Árnessýslu og er heimsóknavinur einstaklings sem er 52 ára og þar af leiðandi yngri en 67 ára í þjónustuúrræði fyrir aldraða.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun