Leggur til að hjólhýsabyggðin verði við Rauðavatn eða í Gufunesi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2024 09:09 Kolbrún Baldursdóttir segir áríðandi að hjólhýsabyggðinni í Reykjavík verði fundin ný staðsetning. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu á fund borgarráðs um að hjólhýsabyggðinni í Reykjavík verði fundin ný staðsetning. Eins og stendur eru þau í Sævarhöfða. Kolbrún leggur í tillögu sinni til sex svæði sem hún vill að séu metin með tilliti til umhverfisáhrifa og kostnaðar. „Þetta er rosalegt og eftir að ég skrifaði þessa grein í sumar gekk ég í málið ásamt nokkrum góðum aðilum. Við fórum um Reykjavík,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Í aðsendri grein hennar um málið í sumar sagðist hún hafa heimsótt svæðið og gagnrýndi mjög aðstöðuna. Hún sagði þau búa á sorphaug og að það yrði að bæta úr aðstæðum þeirra. Borgarstjóri Borgarstjóri svaraði því og sagðist ekki hrifinn af því að byggja upp hjólhýsagarð í Reykjavík. Hann benti íbúum á tjaldsvæði á suðvesturhorninu þar sem hægt væri að koma sér fyrir. Hjólhýsabyggðin var upprunalega í Laugardalnum en var síðan færð í Sævarhöfða fyrir um ári síðan. Byggðin átti tímabundið að vera þar en Einar sagði í sumar það ekki til skoðunar að finna þeim annan stað. „Ég bað um umræðu um málið í sumar en hún var felld niður. En nú er málið á dagskrá hjá borgarráði í dag. Ég er ekki tilbúin til að gefast upp fyrir þetta fólk,“ segir Kolbrún. Þær staðsetningar sem Kolbrún leggur til eru sex. Það er í fyrsta lagi svæði meðfram Hamrahverfinu að norðanverðu, fyrir vestan gamla Gufunesbæinn. Í öðru lagi leggur hún til svæði Gufunesi verði skoðað sem möguleiki fyrir hjólhýsabúa. Þar er fyrir skemmtigarður og segir í tillögunni að auðvelt sé að koma þar upp aðstöðu. Svæðið hefur ekki verið deiliskipulagt en þar eru hús á súlum, skemmtigarður, vatn og rafmagn. Þá leggur hún til að þrjú svæði við Rauðavatn verði skoðuð. Það er í fyrsta lagi neðan við Hádegismóa, norðan megin við Rauðavatn. Svo er það í öðru lagi svæði, fyrir ofan veg, þar sé rjóður sem nái langleiðina upp að golfvelli. Í þriðja lagi sé svo svæði austan við Rauðavatn, Almannadalur. Í tillögunni segir að þar sé rafmagn og göngustígur. Auðvelt sé að búa til veg og þar sé stutt í þjónustu. Þá leggur hún einnig til að skoðað verði rjóður við Veituhúsið upp á Hólmsheiði, fyrir sunnan þjóðvegi 1 við Rauðhóla. Kolbrún segir allar tillögurnar koma jafn mikið til greina. Það sé mismunandi kostnaður við hverja þeirra en það sé hennar ósk að þær verði í það minnsta teknar til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagssviði og þær umhverfis- og kosnaðarmetnar. „Það er misjafnt hversu stutt er í þjónustu en öll svæðin eru þannig séð jafn góð. Það er mikið til af svona svæðum. Það kom mér í raun á óvart þegar við skoðuðum þetta. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða og reikna út. Mér fannst líka mikilvægt að vera ekki bara að gagnrýna, heldur líka koma með hugmyndir um svar. Ef það verður slegið á þetta í dag þá ætlar borgarstjóri greinilega að standa við það að úthýsa þessu fólki,“ segir Kolbrún og að hún vilji ekki trúa því að það sé hans ósk og vilji. „Það eiga allir rétt á því að velja sér íbúðaform. Það er hörgull á húsnæði og ef þetta fólk hefði þetta ekki væri þetta fólk á löngum biðlista félagsbústaða.“ Kolbrún segir fólkið sem þarna býr vera ólíkt og í ólíkri stöðu. Þau eigi það sameiginlegt að vera Reykvíkingar og vilja búa þar. „Þau geta ekki sinnt sínum skyldum nema að vera í Reykjavík. Sumir velja þetta sem lífsstíl og aðrir gera þetta af nauðsyn vegna efnahagsaðstæðna.“ Reykjavík Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Efnahagsmál Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Þetta er rosalegt og eftir að ég skrifaði þessa grein í sumar gekk ég í málið ásamt nokkrum góðum aðilum. Við fórum um Reykjavík,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Í aðsendri grein hennar um málið í sumar sagðist hún hafa heimsótt svæðið og gagnrýndi mjög aðstöðuna. Hún sagði þau búa á sorphaug og að það yrði að bæta úr aðstæðum þeirra. Borgarstjóri Borgarstjóri svaraði því og sagðist ekki hrifinn af því að byggja upp hjólhýsagarð í Reykjavík. Hann benti íbúum á tjaldsvæði á suðvesturhorninu þar sem hægt væri að koma sér fyrir. Hjólhýsabyggðin var upprunalega í Laugardalnum en var síðan færð í Sævarhöfða fyrir um ári síðan. Byggðin átti tímabundið að vera þar en Einar sagði í sumar það ekki til skoðunar að finna þeim annan stað. „Ég bað um umræðu um málið í sumar en hún var felld niður. En nú er málið á dagskrá hjá borgarráði í dag. Ég er ekki tilbúin til að gefast upp fyrir þetta fólk,“ segir Kolbrún. Þær staðsetningar sem Kolbrún leggur til eru sex. Það er í fyrsta lagi svæði meðfram Hamrahverfinu að norðanverðu, fyrir vestan gamla Gufunesbæinn. Í öðru lagi leggur hún til svæði Gufunesi verði skoðað sem möguleiki fyrir hjólhýsabúa. Þar er fyrir skemmtigarður og segir í tillögunni að auðvelt sé að koma þar upp aðstöðu. Svæðið hefur ekki verið deiliskipulagt en þar eru hús á súlum, skemmtigarður, vatn og rafmagn. Þá leggur hún til að þrjú svæði við Rauðavatn verði skoðuð. Það er í fyrsta lagi neðan við Hádegismóa, norðan megin við Rauðavatn. Svo er það í öðru lagi svæði, fyrir ofan veg, þar sé rjóður sem nái langleiðina upp að golfvelli. Í þriðja lagi sé svo svæði austan við Rauðavatn, Almannadalur. Í tillögunni segir að þar sé rafmagn og göngustígur. Auðvelt sé að búa til veg og þar sé stutt í þjónustu. Þá leggur hún einnig til að skoðað verði rjóður við Veituhúsið upp á Hólmsheiði, fyrir sunnan þjóðvegi 1 við Rauðhóla. Kolbrún segir allar tillögurnar koma jafn mikið til greina. Það sé mismunandi kostnaður við hverja þeirra en það sé hennar ósk að þær verði í það minnsta teknar til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagssviði og þær umhverfis- og kosnaðarmetnar. „Það er misjafnt hversu stutt er í þjónustu en öll svæðin eru þannig séð jafn góð. Það er mikið til af svona svæðum. Það kom mér í raun á óvart þegar við skoðuðum þetta. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða og reikna út. Mér fannst líka mikilvægt að vera ekki bara að gagnrýna, heldur líka koma með hugmyndir um svar. Ef það verður slegið á þetta í dag þá ætlar borgarstjóri greinilega að standa við það að úthýsa þessu fólki,“ segir Kolbrún og að hún vilji ekki trúa því að það sé hans ósk og vilji. „Það eiga allir rétt á því að velja sér íbúðaform. Það er hörgull á húsnæði og ef þetta fólk hefði þetta ekki væri þetta fólk á löngum biðlista félagsbústaða.“ Kolbrún segir fólkið sem þarna býr vera ólíkt og í ólíkri stöðu. Þau eigi það sameiginlegt að vera Reykvíkingar og vilja búa þar. „Þau geta ekki sinnt sínum skyldum nema að vera í Reykjavík. Sumir velja þetta sem lífsstíl og aðrir gera þetta af nauðsyn vegna efnahagsaðstæðna.“
Reykjavík Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Efnahagsmál Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira