Kirkjugarðar, minningarreitir og eða grafreitir Bryndís Haraldsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 16:00 Mikil umræða hefur skapast um þá ákvörðun Kirkjugarða Reykjavíkur að breyta merki sínu og fjarlægja krossinn og í kjölfarið hefur verið rætt um hvort breyta eigi nafni Kirkjugarðanna. Þetta er mikilvæg og góð umræða og allt of sjaldan sem við ræðum málefni sem tengjast dauðanum og trúnni. Ég hef reyndar tekið þessi mál upp á mína arma á vettvangi þingsins þar sem ég hef bæði lagt fram þingmál tengt dánaraðstoð og frumvarp um að gefa dreifingu ösku frjálsa. Hvað varðar lög um um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu frá árinu 1993, þá hafa þau vissulega tekið einhverjum breytingum en þó minniháttar. Frá árinu 1993 hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi. Þannig er minna hlutfall íbúa í þjóðkirkjunni, fleiri aðhyllast önnur trúarbrögð eða eru ekki trúaðir. Það eru sjálfsögð mannréttindi hvers og eins að velja trú sína og við sem samfélag getum fagnað fjölbreytileika mannlífsins og valfrelsi einstaklinga, en á sama tíma er ég þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um kirkjuna sem mótað hefur íslenskt samfélag. Til þess þarf kirkjan og þjónusta sem við hana er tengd að þroskast og þróast í takt við samfélagið. Kirkjugarðar eru gjarnan tengdir kirkju og kristinni trú, en meðhöndlun jarðneskra leif snýst um margt annað en trúarbrögð. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra sem velja líkbrennslu í stað almennrar greftrunar og er það óháð trúarbrögðum og uppruna. Samkvæmt lögum er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði, eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Í lögum segir líka að búa beri um öskuna í þar til gerðum duftkerum sem skylt er að varðveita í kirkjugarði eða löggiltum grafreit. Heimilt er að grafa kerið í annarri gröf og þá segir líka að sýslumaður geti heimilað að ösku verði dreift yfir öræfi eða sjó, enda liggi fyrir ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðstöfun þess annars staðar en í líkhúsi. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt? Ég tel svo ekki vera og sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef ítrekað lagt frumvarp þess efnis fram á þinginu en því miður hefur það ekki enn fengið brautargengi. Í öll þau skipti sem ég hef lagt málið fram hef ég fengið fjölda skilaboða og símtala um mikilvægi þessara breytinga. Hjartnæmar sögur aðstandanda sem ekki gátu uppfyllt hinstu ósk ættingja vegna þess að lögin heimiluðu það ekki. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu, enda sýnir reynsla annarra landa það. Regluverk í nágrannalöndum okkar er ekki jafn strangt og hér á landi í málaflokknum og hlýtur aukið frjálsræði í þessum efnum að teljast sjálfsagt í nútímasamfélagi. Dómsmálaráðherra hefur nokkrum sinnum lagt fram minni háttar breytingar á umræddum lögum sem taka þó ekki á auknu frelsi varðandi dreifingu ösku. Ég hef kallað eftir heildarendurskoðun á lagabálknum og vona ég að okkur lánist á komandi þingi að auka frelsið í þessum efnum. Því hvað er fallegra en að virða hinstu ósk nákomins ættingja? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um þá ákvörðun Kirkjugarða Reykjavíkur að breyta merki sínu og fjarlægja krossinn og í kjölfarið hefur verið rætt um hvort breyta eigi nafni Kirkjugarðanna. Þetta er mikilvæg og góð umræða og allt of sjaldan sem við ræðum málefni sem tengjast dauðanum og trúnni. Ég hef reyndar tekið þessi mál upp á mína arma á vettvangi þingsins þar sem ég hef bæði lagt fram þingmál tengt dánaraðstoð og frumvarp um að gefa dreifingu ösku frjálsa. Hvað varðar lög um um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu frá árinu 1993, þá hafa þau vissulega tekið einhverjum breytingum en þó minniháttar. Frá árinu 1993 hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi. Þannig er minna hlutfall íbúa í þjóðkirkjunni, fleiri aðhyllast önnur trúarbrögð eða eru ekki trúaðir. Það eru sjálfsögð mannréttindi hvers og eins að velja trú sína og við sem samfélag getum fagnað fjölbreytileika mannlífsins og valfrelsi einstaklinga, en á sama tíma er ég þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um kirkjuna sem mótað hefur íslenskt samfélag. Til þess þarf kirkjan og þjónusta sem við hana er tengd að þroskast og þróast í takt við samfélagið. Kirkjugarðar eru gjarnan tengdir kirkju og kristinni trú, en meðhöndlun jarðneskra leif snýst um margt annað en trúarbrögð. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra sem velja líkbrennslu í stað almennrar greftrunar og er það óháð trúarbrögðum og uppruna. Samkvæmt lögum er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði, eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Í lögum segir líka að búa beri um öskuna í þar til gerðum duftkerum sem skylt er að varðveita í kirkjugarði eða löggiltum grafreit. Heimilt er að grafa kerið í annarri gröf og þá segir líka að sýslumaður geti heimilað að ösku verði dreift yfir öræfi eða sjó, enda liggi fyrir ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðstöfun þess annars staðar en í líkhúsi. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt? Ég tel svo ekki vera og sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef ítrekað lagt frumvarp þess efnis fram á þinginu en því miður hefur það ekki enn fengið brautargengi. Í öll þau skipti sem ég hef lagt málið fram hef ég fengið fjölda skilaboða og símtala um mikilvægi þessara breytinga. Hjartnæmar sögur aðstandanda sem ekki gátu uppfyllt hinstu ósk ættingja vegna þess að lögin heimiluðu það ekki. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu, enda sýnir reynsla annarra landa það. Regluverk í nágrannalöndum okkar er ekki jafn strangt og hér á landi í málaflokknum og hlýtur aukið frjálsræði í þessum efnum að teljast sjálfsagt í nútímasamfélagi. Dómsmálaráðherra hefur nokkrum sinnum lagt fram minni háttar breytingar á umræddum lögum sem taka þó ekki á auknu frelsi varðandi dreifingu ösku. Ég hef kallað eftir heildarendurskoðun á lagabálknum og vona ég að okkur lánist á komandi þingi að auka frelsið í þessum efnum. Því hvað er fallegra en að virða hinstu ósk nákomins ættingja? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun