Eru framkvæmdir í Saltvík loftslagsvænar? Ólafur S. Andrésson skrifar 17. ágúst 2024 18:01 Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík hafa þau meginmarkmið að binda koltvísýring (CO2) úr lofti og vinna þannig gegn lofslagshlýnun. Færa má rök fyrir því að framkvæmdirnar geri svo alls ekki, heldur þvert á móti! Auk þess valda þær skaða á verðmætri náttúru. Jarðrask losar kolefni Gróskumikill móajarðvegur er með bundið kolefni sem jafngildir um 550 tonnum af CO2 á hektara (1) og plæging og umturnun jarðvegsins veldur losun á því kolefni. Við plægingu, líkt og sjá má á fréttamyndum frá Saltvík, losnar um 30% af jarðvegskolefni sem CO2 (2). Því má ætla að meira gæti losnað af kolefni við plæginguna, um 80 tonn/ha, eða sem nemur tíunda hluta þess sem skógurinn gæti bundið [innskot blaðamanns: sjá athugasemd neðst í grein] (3) (1)Rit LbhÍ nr. 133, Loftslag, kolefni og mold eftir Ólaf Arnalds og Jón Guðmundsson 2020. (2)Samanburður á Skógarkolefni og UK Woodland Carbon Code – Kolefnislosun vegna jarðvinnslu, eftir Sigfús Bjarnason, birt á natturuvinir.is 2023. (3)Skógarkolefnisreiknir Skógræktarinnar. Sól vermir dökkt yfirborð meira en ljóst Hluti sólgeislunar sem fellur á yfirborð jarðar endurkastast til baka og veldur lítilli hlýnun. Hversu mikið endurkastið er ræðst af yfirborð jarðarinnar. Við ræktun barrskóga á norðlægum slóðum geta orðið breytingar á endurkasti sólgeislunar sem vega upp loftlagsávinning kolefnisbindingar. Um þetta efni hefur verið fjallað í vísindaritum, en samantekt má finna á vefnum natturuvinir.is og staðfærslu til íslenskra aðstæðna í grein minni Barrtré, snjóþekja og hitafar á sama vef frá 2023. Mólendi er með meðal- eða mikið endurkast en barrskógur með lítið en sogar í sig sólgeislunina. Staðgóðar upplýsingar um ísog og endurkast (albedo) á Saltvíkursvæðinu liggja ekki fyrir, en breytingarnar má áætla út frá sambærilegum svæðum. Þá þarf einnig að reikna með áhrifum snjóþekju, einkum á vormánuðum þegar sólargangur er orðinn langur og dagar oft sólríkir. Þegar þessir þættir eru teknir saman má reikna með að í ljósu, sinugrónu mólendi við Húsavík vegi hlýnunaráhrif vegna breytinga úr mólendi í barrskóg upp loftslagsávinning kolefnisbindingar við skógrækt. Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík gera því lítið, eða minna en ekkert, til að vega á móti loftslagsvánni og hafa líka margvísleg önnur áhrif, flest neikvæð: Gengið er á verðmætt vistkerfi með fjölbreyttu lífríki. Mikilvæg berjalönd eru eyðilögð. Búsvæði mófugla sem við berum alþjóðlega ábyrgð á eru eyðilögð. Eðlilega bregðast því margir ókvæða við þessari vanhugsuðu framkvæmd, og engin fagleg vottunarstofa með sjálfsvirðingu getur vottað að þetta brölt muni hafa jákvæð áhrif á umhverfi og loftslag. Höfundur er lífefnafræðingur og áhugamaður um loftslagsmál. Uppfært 19.8.2024 Í upphaflegri útgáfu greinarinnar var möguleg losun við plægingu sögð 800 tonn á hektara og hún sögð hugsanlega meiri en skógur gæti bundið. Það rétta er að samkvæmt skógarkolefnisreikni Skógræktarinnar gæti losun vegna plægingar numið 80 tonnum á hektara, um tíunda hluta þess kolefnis sem skógur gæti bundið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík hafa þau meginmarkmið að binda koltvísýring (CO2) úr lofti og vinna þannig gegn lofslagshlýnun. Færa má rök fyrir því að framkvæmdirnar geri svo alls ekki, heldur þvert á móti! Auk þess valda þær skaða á verðmætri náttúru. Jarðrask losar kolefni Gróskumikill móajarðvegur er með bundið kolefni sem jafngildir um 550 tonnum af CO2 á hektara (1) og plæging og umturnun jarðvegsins veldur losun á því kolefni. Við plægingu, líkt og sjá má á fréttamyndum frá Saltvík, losnar um 30% af jarðvegskolefni sem CO2 (2). Því má ætla að meira gæti losnað af kolefni við plæginguna, um 80 tonn/ha, eða sem nemur tíunda hluta þess sem skógurinn gæti bundið [innskot blaðamanns: sjá athugasemd neðst í grein] (3) (1)Rit LbhÍ nr. 133, Loftslag, kolefni og mold eftir Ólaf Arnalds og Jón Guðmundsson 2020. (2)Samanburður á Skógarkolefni og UK Woodland Carbon Code – Kolefnislosun vegna jarðvinnslu, eftir Sigfús Bjarnason, birt á natturuvinir.is 2023. (3)Skógarkolefnisreiknir Skógræktarinnar. Sól vermir dökkt yfirborð meira en ljóst Hluti sólgeislunar sem fellur á yfirborð jarðar endurkastast til baka og veldur lítilli hlýnun. Hversu mikið endurkastið er ræðst af yfirborð jarðarinnar. Við ræktun barrskóga á norðlægum slóðum geta orðið breytingar á endurkasti sólgeislunar sem vega upp loftlagsávinning kolefnisbindingar. Um þetta efni hefur verið fjallað í vísindaritum, en samantekt má finna á vefnum natturuvinir.is og staðfærslu til íslenskra aðstæðna í grein minni Barrtré, snjóþekja og hitafar á sama vef frá 2023. Mólendi er með meðal- eða mikið endurkast en barrskógur með lítið en sogar í sig sólgeislunina. Staðgóðar upplýsingar um ísog og endurkast (albedo) á Saltvíkursvæðinu liggja ekki fyrir, en breytingarnar má áætla út frá sambærilegum svæðum. Þá þarf einnig að reikna með áhrifum snjóþekju, einkum á vormánuðum þegar sólargangur er orðinn langur og dagar oft sólríkir. Þegar þessir þættir eru teknir saman má reikna með að í ljósu, sinugrónu mólendi við Húsavík vegi hlýnunaráhrif vegna breytinga úr mólendi í barrskóg upp loftslagsávinning kolefnisbindingar við skógrækt. Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík gera því lítið, eða minna en ekkert, til að vega á móti loftslagsvánni og hafa líka margvísleg önnur áhrif, flest neikvæð: Gengið er á verðmætt vistkerfi með fjölbreyttu lífríki. Mikilvæg berjalönd eru eyðilögð. Búsvæði mófugla sem við berum alþjóðlega ábyrgð á eru eyðilögð. Eðlilega bregðast því margir ókvæða við þessari vanhugsuðu framkvæmd, og engin fagleg vottunarstofa með sjálfsvirðingu getur vottað að þetta brölt muni hafa jákvæð áhrif á umhverfi og loftslag. Höfundur er lífefnafræðingur og áhugamaður um loftslagsmál. Uppfært 19.8.2024 Í upphaflegri útgáfu greinarinnar var möguleg losun við plægingu sögð 800 tonn á hektara og hún sögð hugsanlega meiri en skógur gæti bundið. Það rétta er að samkvæmt skógarkolefnisreikni Skógræktarinnar gæti losun vegna plægingar numið 80 tonnum á hektara, um tíunda hluta þess kolefnis sem skógur gæti bundið.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar