Hákon Arnar kom inn fyrir Angel Gomes sem meiddist illa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2024 19:35 Gomes var á endanum borinn af velli. Ligue 1 Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum í 1-0 sigri Lille á Reims eftir að Angel Gomes varð fyrir skelfilegum meiðsli og leikurinn var stöðvaður í rúmlega hálftíma. Flestar af stærstu knattspyrnudeildum Evrópu eru farnar af stað og sú franska er ekki þar undanskilin. Lille sótti Reims heim í dag í því sem var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Bruno Genesio en hann tók við af Paulo Fonseca sem AC Milan réð í sumar. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar mátti þola það að hefja leik á bekknum en kom inn á eftir að Abdul Kone keyrði inn í Angel Gomes með þeim afleiðingum að Englendingurinn lá óvígur, og meðvitundarlaus, eftir. 🚨🏴 Concern for Angel Gomes - 'violent blow' to the head. Emergency services were called over immediately, reports @RMCsport. Sending strength, awful situation. 🙏 pic.twitter.com/ZB6LDApvVf— EuroFoot (@eurofootcom) August 17, 2024 Kone fékk rautt spjald fyrir brotið en næsta hálftímann var allt stopp áður en Gomes náði meðvitund á ný og farið var með hann á sjúkrahús. Lille staðfesti það á samfélagsmiðlum sínum en ekki er vitað meira að svo stöddu. Nous pouvons confirmer qu'Angel Gomes a repris conscience et a été transféré à l'hôpital.Toutes nos pensées sont tournées vers lui ❤️#SDRLOSC— LOSC (@losclive) August 17, 2024 Hákon Arnar kom eins og áður sagði inn fyrir Gomes á 44. mínútu þegar leikurinn hófst að nýju. Það var hins vegar vel rúmlega hálftíma bætt við fyrri hálfleikinn og á þeim tíma tókst varnarmannonum Bafode Diakite að koma gestunum yfir. Hann fagnaði með því að sýna myndavélinni treyju Gomes. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í síðari hálfleik skoraði Jonathan David annað mark Lille eftir undirbúning hins 17 ára Ethan Mbappé og lokatölur 2-0 Lille í vil. Les Dogues commencent leur saison en @Ligue1 par une victoire sur la pelouse de Reims, mais la soirée est aussi marquée ce soir par les images du choc reçu par Angel Gomes.Rendez-vous mardi au Stade du Hainaut pour la réception du Slavia Prague 👊#SDRLOSC 90' I 0-2— LOSC (@losclive) August 17, 2024 Í Noregi lagði Sædís Rún Heiðarsdóttir upp fyrsta mark Vålerenga í 6-0 sigri liðsins á Arna-Bjørnar. Sædís Rún og stöllur eru á toppi deildarinnar með 48 stig að loknum 18 leikjum. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Flestar af stærstu knattspyrnudeildum Evrópu eru farnar af stað og sú franska er ekki þar undanskilin. Lille sótti Reims heim í dag í því sem var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Bruno Genesio en hann tók við af Paulo Fonseca sem AC Milan réð í sumar. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar mátti þola það að hefja leik á bekknum en kom inn á eftir að Abdul Kone keyrði inn í Angel Gomes með þeim afleiðingum að Englendingurinn lá óvígur, og meðvitundarlaus, eftir. 🚨🏴 Concern for Angel Gomes - 'violent blow' to the head. Emergency services were called over immediately, reports @RMCsport. Sending strength, awful situation. 🙏 pic.twitter.com/ZB6LDApvVf— EuroFoot (@eurofootcom) August 17, 2024 Kone fékk rautt spjald fyrir brotið en næsta hálftímann var allt stopp áður en Gomes náði meðvitund á ný og farið var með hann á sjúkrahús. Lille staðfesti það á samfélagsmiðlum sínum en ekki er vitað meira að svo stöddu. Nous pouvons confirmer qu'Angel Gomes a repris conscience et a été transféré à l'hôpital.Toutes nos pensées sont tournées vers lui ❤️#SDRLOSC— LOSC (@losclive) August 17, 2024 Hákon Arnar kom eins og áður sagði inn fyrir Gomes á 44. mínútu þegar leikurinn hófst að nýju. Það var hins vegar vel rúmlega hálftíma bætt við fyrri hálfleikinn og á þeim tíma tókst varnarmannonum Bafode Diakite að koma gestunum yfir. Hann fagnaði með því að sýna myndavélinni treyju Gomes. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í síðari hálfleik skoraði Jonathan David annað mark Lille eftir undirbúning hins 17 ára Ethan Mbappé og lokatölur 2-0 Lille í vil. Les Dogues commencent leur saison en @Ligue1 par une victoire sur la pelouse de Reims, mais la soirée est aussi marquée ce soir par les images du choc reçu par Angel Gomes.Rendez-vous mardi au Stade du Hainaut pour la réception du Slavia Prague 👊#SDRLOSC 90' I 0-2— LOSC (@losclive) August 17, 2024 Í Noregi lagði Sædís Rún Heiðarsdóttir upp fyrsta mark Vålerenga í 6-0 sigri liðsins á Arna-Bjørnar. Sædís Rún og stöllur eru á toppi deildarinnar með 48 stig að loknum 18 leikjum.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira