Lærisveinar Mourinho hentu frá sér tveggja marka forystu og ráðist var að forsetanum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 09:31 José Mourinho á hliðarlínunni í leiknum sem um er ræðir. Seskim Photo/Getty Images Fenerbahçe gerði 2-2 jafntefli við Göztepe á útivelli í tyrknesku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær eftir að komast 2-0 yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þá var Ali Koc, forseta Fenerbahçe, hrint til jarðar og flöskum kastað í hann eftir að hann óð inn á völlinn. Ellismellurinn Edin Džeko kom gestunum í Fenerbahçe yfir með marki úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Það hafði greinilega nóg gengið á í fyrri hálfleik þar sem uppbótartíminn var lengri en vanalega, til að mynda höfðu heimamenn skorað mark sem var dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins fór betur yfir það. Þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma tvöfaldaði Youssef En Nesyri forystu gestanna og José Mourinho fór skælbrosandi inn í hálfleikspásuna. Í síðari hálfleik snerist dæmið við, heimamenn minnkuðu muninn um miðbik hálfleiksins og jöfnuðu svo metin þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Eftir leik sauð hins vegar allt upp úr í kjölfar þess að forseti gestanna, Ali Koc, strunsaði út á völl. Honum var hrint til jarðar og þá flaug flaska í andlit hans. Ekki er vitað hvort flöskunni hafi verið beint sérstaklega að honum eða hvort áhorfendur hafi bara verið að láta pirring sinn í ljós með því að fleygja hinum ýmsu hlutum niður á keppnisvöllinn. 17.08.2024🇹🇷Göztepe - Fenerbahçe, The moment Fenerbahçe President Ali Koç was hit by a shower of botles and fell to the ground, more here: https://t.co/Efqv2qxEuT pic.twitter.com/KSWinSveCx— Hooligans.cz Official (@hooliganscz1999) August 17, 2024 Fenerbahçe er með fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira
Ellismellurinn Edin Džeko kom gestunum í Fenerbahçe yfir með marki úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Það hafði greinilega nóg gengið á í fyrri hálfleik þar sem uppbótartíminn var lengri en vanalega, til að mynda höfðu heimamenn skorað mark sem var dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins fór betur yfir það. Þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma tvöfaldaði Youssef En Nesyri forystu gestanna og José Mourinho fór skælbrosandi inn í hálfleikspásuna. Í síðari hálfleik snerist dæmið við, heimamenn minnkuðu muninn um miðbik hálfleiksins og jöfnuðu svo metin þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Eftir leik sauð hins vegar allt upp úr í kjölfar þess að forseti gestanna, Ali Koc, strunsaði út á völl. Honum var hrint til jarðar og þá flaug flaska í andlit hans. Ekki er vitað hvort flöskunni hafi verið beint sérstaklega að honum eða hvort áhorfendur hafi bara verið að láta pirring sinn í ljós með því að fleygja hinum ýmsu hlutum niður á keppnisvöllinn. 17.08.2024🇹🇷Göztepe - Fenerbahçe, The moment Fenerbahçe President Ali Koç was hit by a shower of botles and fell to the ground, more here: https://t.co/Efqv2qxEuT pic.twitter.com/KSWinSveCx— Hooligans.cz Official (@hooliganscz1999) August 17, 2024 Fenerbahçe er með fjögur stig að loknum tveimur leikjum.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Sjá meira